18.6.2009 | 16:27
Breytingastjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu vantar
Ég hef, starfs míns vegna, verið sérlegur áhugamaður um góða stjórnhætti. Þó fókusinn hafi verið á áhættustjórnun, öryggisstjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu, þá er það nú nokkuð þannig að rekstur fyrirtækja snýst meira og minna um þetta. Raunar hef ég gengið svo langt að segja að rekstur fyrirtækja snúist meira og minna um þrennt og allt annað sé afleiðing af þessu þrennu, þ.e. breytingastjórnun, áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfelldu. Daglegur rekstur er bara að fylgja eftir ákvörðunum teknum í tengslum við þessa lykil stjórnunarþætti.
Þegar tilkynnt var í haust að Viðskiptaráð Ísland, Samtök atvinnulífsins og Kauphöllin ætluðu að gefa út leiðbeiningar um stjórnhætti fyrirtækja, þá setti ég mig í samband við framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs og bað hann endilega að sjá til þess að krafa um stjórnun rekstrarsamfellu yrði felld inn í þessar leiðbeiningar. Nú er skjalið komið út og þó vissulega sé tekið á nokkrum stöðum á áhættustýringu og áhættumati, þá örlar ekki á stjórnun rekstrarsamfellu hvað þá breytingarstjórnun. Finnst mér það miður. Sérstaklega finnst mér miður að stjórnun rekstrarsamfellu vanti, þar sem ég held að fáir geti mælt því mót, að það var einmitt sá hluti í rekstri fjármálafyrirtækja sem klikkaði hvað verst á síðustu árum. Ekki bara á síðasta ári, heldur líka á árunum á undan. Og síðan má ekki gleyma því, að nokkur fyrirtæki sem höfðu innleitt stjórnun rekstrarsamfellu stóðu af sér ofviðrið. Má þar nefna Reiknistofu bankanna og VALITOR. Ef þessi tvö fyrirtæki hefðu fallið, þá hefði vandinn í fyrra haust orðið umtalsvert meiri, þar sem greiðslukerfi landsmanna hefði dottið út.
Viðamiklar breytingar á stjórnarháttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1679981
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Nú verð ég bara að viðurkenna að ég veit ekkert hvað Rekstrarsamfella er.
Offari, 18.6.2009 kl. 16:33
Starri, þér er fyrirgefið það. Stjórnun rekstrarsamfellu eða stjórnun á samfeldum rekstri (e. business continuity management) er sá hluti stjórnunar sem tryggja á að rekstur fyrirtækis geti haldið áfram, þó fyrirtækið verði fyrir áfalli. Í því fellst m.a. gerð viðbragðsáætlana fyrir einstaka þjónustuþætti og rekstrarkerfi og síðan áætlanir um endurreisn þessara þátta verði þeir af einhverjum ástæðum óstarfhæfir. Þetta er m.a. það sem ég fæst við í minni ráðgjöf.
Marinó G. Njálsson, 18.6.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.