18.6.2009 | 12:43
Mál sem aðrir ættu að fylgjast náið með
Loksins er kominn nógu stór aðili sem getur tekið til varna gegn eignaleigufyrirtækjunum. Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi málsins, þar sem rökin eru öll þau sömu hvort sem um er að ræða 40 vinnutæki, einkabifreið eða húsnæðislán. Get ég ekki annað en hvatt Klæðningu til dáða og vonandi fæst botn í málið sem fyrst. Fordæmisgildið er ótvírætt.
Auðvitað er niðurstaðan ekki sjálfgefin, en tilvísunin í forsendubresti og aðgerðir eigenda Lýsingar gegn krónunni og hagkerfinu eru okkur kunnugleg sem erum í forsvari fyrir Hagsmunasamtökum heimilanna. Við skiljum ekki að það sé betra fyrir lánveitendur að sitja uppi með illseljanlegar eignir án tekna, en að finna lausn á málunum, þannig að tekjuflæðið haldist eins og það var áður. Kannski er Lýsing búin að fá kaupanda erlendis, a.m.k. er ólíklegt að hann finnist hér á landi.
Ég virði alveg rétt Lýsingar til að grípa til þeirra aðgerða sem hér um ræðir, en sé ekki skynsemina í því. Er það virkilega svo, að betra sé að taka tækin úr tekjuöflun? Er betra að láta þau standa inni í einhverju porti og safna ryki, en að halda þeim í notkun með sömu greiðslubyrði og áður?
Klæðning hafnar kröfum Lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er mjög einföld skýring á þessum aðferðum Lýsingar. Þetta er okur-glæpafyrirtæki sem svífst einskis til að hafa fé af fólki og fyrirtækjum, sjaldnast með réttu en oftast með röngu. Þessu fyrirtæki stjórna skítseiði og aðferðir þess endurspeglast í eðli eigenda og stjórnenda. Svo einfalt er það nú.
corvus corax, 18.6.2009 kl. 14:46
Ef það voru eigendur Lýsingar sem felldu gengið og ef Klæðning hefur greitt af samningum sínum við Lýsingu mun hærri upphæð en gera mátti ráð fyrir við undirritun samninga, er ekki hægt að virða rétt Lýsingar. Hvaða munur er á þessu láni þá og þeim svívirðilegu svika-lánum sem við höfum oft rætt í þessum pistli, frá Avant, Lýsingu og glæpabönkunum?
Almennur borgari (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 15:12
Og eitt enn: Þó eigendur Lýsingar hafi kannski ekki sjálfir fellt gengið eins og segir í fréttinni að þeir hafi gert, vitum við, eins og við höfum rætt oft um, að svikalán eru viðhöfð í landinu.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.