Í fréttinni sem ég hengi þessa færslu við, þá er setning sem virðist eiga að bera blak af bankamönnum vegna vanda heimilanna. Þar segir:
Viðmælendur blaðamanns hjá bönkunum sögðu það ekki vera stóran hóp sem fengi ekki lausn á sínum málum með úrræðunum sem í boði eru. Bæði bankastarfsmennirnir og Guðmundur bentu á að margir þeirra hefðu verið komnir með fjármál sín í illleysanlegan hnút áður en bankahrunið varð.
Við skulum alveg hafa það á hreinu, að gagnverk hagkerfisins byrjaði að hökta af alvöru seinni hluta júlí 2007. Fyrsta alvarlega hækkun vísitölu neysluverðs kom fram í mælingum í byrjun september 2007. Krónan lækkað á síðari hluta árs 2007 um tæp 10%. 6 mánaða verðbólga í febrúar 2008 mældist tæp 10% og 12 mánaða verðbólgan var 6,8%. Gengislækkun frá 1. nóvember 2007 til 1. mars 2008 mældist 11,9%. Frá 1. mars 2008 til 1. október 2008 lækkaði gengið um önnur 33,6%. Alls er lækkun gengisins á þessum 11 mánuðum því 41,4% (ekki er hægt að leggja saman fyrri hlutfallstölur). Og ársverðbólga í ágúst 2008 var 14,5%. Auðvitað voru fjölmargir komnir í vanda eftir slíkar hamfarir. Berum þetta svo saman við breytinguna á gengi krónunnar frá 1. október 2008 til 2. júní sl. sem var 11,7%!
Það er útbreiddur misskilningur að hrun bankanna sé stærsti vandi heimilanna. Hrun bankanna var bara einn tímapunktur í langri þrautargöngu heimilanna vegna efnahagsóstöðugleika undanfarin 8 ár eða svo. Hluti af þessu kom fram í lækkandi gengi krónunnar og hækkandi verðbólgu frá og með 1. ágúst 2007. Annar hluti er peningamálastefna Seðlabankans og aðgerðir bankans til að ná verðbólgumarkmiðum bankans. Hrun bankanna í október olli fyrst og fremst óvissu um úrlausnir mála og fjármálalegan stöðugleika í landinu, auk þess sem atvinnuleysi jókst.
Ég held að Íbúðalánasjóður sé alveg sammála mér að vandinn var byrjaður löngu áður en bankarnir hrundu. Það var líklegast þess vegna sem ÍLS kynnti um miðjan ágúst 2008 aukin úrræði fyrir fólk í vanda.
Leyfum hvorki bönkunum né stjórnvöldum að nota hrun bankanna sem einhverja afsökun fyrir slæmri stöðu heimilanna. Ástæðan er mun djúpstæðari og á sér lengri aðdraganda.
Vandi lántakenda fer vaxandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 222
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 200
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Heill og sæll; Marinó - sem þið önnur, hver geymið hans síðu, og brúkið !
Ætli megi ekki rekja; höfuðorsökina, til hinna fjandsamlegu Ólafslaga, 1979/1983, og aftengingar launa vísitölunnar, þar með, einnig ?
Alveg ljóst; að landauðn ein, mun við blasa - verði ESB fordæðunni Jóhönnu Sigurðardóttur, og hennar slekti ekki komið frá - hið fyrsta, með góðu; eða þá með illu !!!
Þörfnumst valdatöku byltingarráðs bænda - sjómanna - útvegsmanna - verkamanna - iðnaðarmanna, auk nothæfra skriftlærðra fræðinga - hverja finna mætti enn, á landi hér.
Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 12:57
Alveg er það með ólíkindum að fólk skuli miða fallið við október, 08. Enginn þarf að segja mér að neinir bankamenn viti ekki að skuldir fólksins fóru að fljúga upp af völdum falls gengisins og óðaverðbólgu frá júlí/sept., 07. Og ekki vegna neinnar ofureyðslu fólksins. Nei, leyfum þeim ekki að kenna fólkinu um óstjórn bankanna og yfirvalda.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:01
"Fall gengisins" í júlÍ/sept '07 var ekkert fall. Krónan var alltof sterk og þarna hófst ákveðin leiðrétting á gengi krónunnar. Við sjáum best hvað ástandið var óeðlilegt á því að hér á Íslandi var varla hægt að reka útflutningsfyrirtæki.
Matthías Ásgeirsson, 4.6.2009 kl. 14:26
Gengið fór að falla í júlí, 07 og kom það fall í útreikningum skuldanna í sept. 07. Og skiptir engu í þessu samhengi að gengið var falskt/alltof sterkt þar á undan: Fólkið var með skuldir sem það skrifaði oft grunlaust undir þegar gengið var í hæstu hæðum vegna óstjórnar banka og yfirvalda. Og ætla ekki inn í þrætur við þig um hvað fólkið eyddi vitleysislega og hvað fólkið vissi.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:37
Matthías, fall gengisins byrjað samt á þessum tímapunkti, hvort sem í upphafi hafi verið um eðlilega leiðréttingu að ræða. Ég er alveg sammála þér í því að gengisvísitala upp á 110 eða hvað hún var á þessum tíma, var í engu samræmi við styrk hagkerfisins. Sú þróun hafði samt ekki skilað sér í lágri verðbólgu eða stöðugleika og orsakaði síðan verðbólgu þegar krónan tók að síga.
Marinó G. Njálsson, 4.6.2009 kl. 14:56
"Fólkið var með skuldir sem það skrifaði oft grunlaust undir þegar gengið var í hæstu hæðum vegna óstjórnar banka og yfirvalda. Og ætla ekki inn í þrætur við þig um hvað fólkið eyddi vitleysislega og hvað fólkið vissi."
100% lántökur til húsnæðis- og bifreiðakaupa eru vitfirring. Sumir létu slíkt eftir sér og geta vart kennt öðrum um þó þeir hafi ekki nennt að lesa samningsskilmálana yfir. Það að taka gengistryggt lán þegar krónan er í sögulegu hámarki felur í sér mikla áhættu og þarf ekki sérfræðiþekkingu til þess að átta sig á því. Með þessu er á engan hátt dregið úr ábyrgð banka og yfirvalda en fólk hlýtur að eiga skerf af eigin gengi sjálft...
Það var einnig mjög afvegaleidd hugsun að líta á steinsteypu sem góðan fjárfestingarkost á síðustu árum. Ég hef það stundum á tilfinningunni að þjóðin hafi hreinlega ekki áttað sig á því í þrjátíu ár að hér er verðtrygging. Áður komust menn upp á lagið með að láta verðbólgu éta upp lán sín og eignast um leið eign í steinsteypu sem var á þeim tíma traustari en sparnaður í banka (og fyrir vikið rýrnaði sparnaður gamalmenna í bönkum). Síðan kom verðtryggingin til og þar með gat sparnaðurinn verið traustari en steinsteypan; en þjóðin virtist ekki skilja þetta og allir héldu áfram að taka lán til húsnæðiskaupa eins og það væri eina fjárfestingin undir sólinni. Þessu héldu menn áfram fram á allra síðustu ár með allt að 100% lántökum jafnvel þótt húsnæðisverð væri orðið svo yfirgengilegt að stór hluti æviteknanna var frátekinn í verkefnið. Þetta hafði þegar gerst fyrir árið 2007. Furðuleg síbyljuumræða um eign/eiginfjárstöðu í húsnæði er fyrirferðarmikil í fjölmiðlum og endurspeglar þessi undarlegu viðhorf. Afneitunin er algjör.
Auðvitað þarf fólk að hafa húsnæði en menn geta líka leigt og verða að finna jafnvægi milli þarfa og greiðslugetu. Þó leiga sé dýr þá getur fólk að minnsta kosti gengið út hér um bil þegar því sýnist, engar fjárskuldbindingar inn í framtíðina. 60-80% veðsetning á ráðstöfunartekjum gegnum dýr húsnæðislán, bílalán, lúxusvörur á raðgreiðslum o.s.fr. er aldrei skynsamleg (raunar eru bílalán alltaf óskynsamleg nema ef vera skyldi varðandi tekjuskapandi atvinnutæki). Það voru samt margir sem gerðu þetta og súpa nú af því seyðið.
Skuldsetning heimilanna í landinu (að meðaltali, ekki hjá öllum) var orðin of mikil áður en efnahagserfiðleikarnir byrjuðu og það dugir ekki að segja "Ég gerði bara eins og allir hinir" eða "Bankinn sagði mér bara að gera þetta svona". Því miður.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 15:58
Fullt af fólki tók ekki 100% lán. Fullt af fólki var með eðlileg lán sem urðu óeðlileg eftir að þau flugu upp um milljónir. Og vegna óstjórnar banka og yfirvalda. Í engu vestrænu landi heims bætast milljónir ofan á skuldir fólks vegna vitleysisvísitölu. Vegna hækkana á bensíni, sígarettum og VODKA.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:27
Og ég meinti að ofan (14:37) að gengið hafi verið í hæstu hæðum vegna óstjórnar banka og yfirvalda, ekki að fólk hafi skrifað undir vegna óstjórnar banka og yfirvalda. Hins vegar var grunlaust fólk oft blekkt og villt um fyrir fólki.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:35
Til EE elle:
Ef lánamál eru í svona miklum ólestri og allt svona óhagstætt þá getur fólk einfaldlega sleppt því að taka mikil lán. Það er hægt að sleppa því að taka húsnæðislán og bílalán. Hugsaðu vel um það. Það er hægt.
Ég hélt að ég hefði talað skýrt í athugasemdinni hér á undan: Lán til bifreiðakaupa eru alltaf óskynsamleg nema hugsanlega í þeim tilfellum þar sem um er að ræða tekjumyndandi atvinnutæki. Stór hluti þjóðarinnar er með bílalán.
Það sem ég reyndi að benda á er það að þrátt fyrir óstjórn banka og yfirvalda verður fólk að reyna að hegða sér skynsamlega. Sérstaklega vegna þess að flatar skuldaniðurfellingar eru sjaldnast raunin.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:37
Orðræðan hefur verið byggð upp þannig að hún dregur athygli frá einstaklingumn (sökudólgum). Það er tala um bankahrunið eins og hamfarir sem beinir athyglinni frá aðgerðum í aðdraganda þess. Það er líka talað um bankahrunið eins og upphaf kreppunnar en bankahrunið er í raun einn áfangi í löngu ferli spillingar og afleits stjórnarfars.
Þetta ferli upphófst fyrir áratugum og er enn viðvarandi.
Samfylking setti sig á móti "nornaveiðum" ekki síður en sjálfstæðisflokkur í haust.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.6.2009 kl. 16:38
Líka er það spurning um öryggi að eiga þak yfir höfuðið fyrir börn. Ef Þorgeir vill leigja á óöruggum leigumarkaði landsins getur hann það í friði fyrir mér.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:42
Fullt af fólki hagaði sér skynsamlega og tók engin ofurlán, Þorgeir. Það sem ég er að segja við þig er að skuldirnar flugu samt upp. GEGN VILJA FÓLKSINS. OG VEGNA ÓSTJÓRNAR BANKA OG YFIRVALDA. OG VEGNA FÁBJÁNAVÍSITÖLU OG KANNSKI ÓLÖGLEGRA GENGISLÁNA:
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/882364/
lan-ologleg&catid=58:frettir
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:50
Þorgeir, ég þekki einn sem tók 100% lán til húsnæðiskaupa. Sá aðili hafði ekki um margt að velja á þeim tíma. Allir aðrir sem ég umgengst í þessari hagsmunabaráttu eru bara venjulegt fólk, sem er búið að vera í því daglega amstri að stofna fjölskyldu, eignast börn og koma sér þaki yfir höfuðið. Sumir hafa misst vinnuna í aðdraganda og eftirmála bankahrunsins, aðrir lækkað í launum, en allir eiga það sameiginlegt að hafa EKKI lifað óábyrgu lífi eða verið í áhættusömum fjárfestingu. Það var ekki farþegar á hringekju útrásarinnar eða fjármálakerfisins. Annað á þetta fólk sameiginlegt: Það er með lán sem hafa vegna lækkunar krónunnar og hækkandi verðbólgu vaxið því upp fyrir höfuð greiðslugetulega séð eða því finnst óréttlátt að það þurfi að borga fyrir það klúður sem hér hefur komið upp.
Margir fóru af fúsum og frjálsum vilja í það að taka gengisbundin lán, enda var þeim haldið vel að fólki og því talið trú um að þó gengið væri líklegast of hátt skráð, þá myndi það í mesta lagi lækka um 10 - 15%. Og þeir sem eru með verðtryggð lán áttu ekki von á því að ævintýramennska örfárra einstaklinga myndi kosta það 25% hækkun höfuðstóls lánanna á 18 mánuðum.
Stór hluti almennings (greinilega ekki allir) eru bara að krefjast réttlátrar breytingar á bankakerfinu, þannig að bæði lántakendur og fjármagnseigendur taka á sig afleiðingar sveiflna í hagkerfinu.
Marinó G. Njálsson, 4.6.2009 kl. 16:58
Ég er hjartanlega sammála þessari færslu þinni Marinó, þetta er einmitt stór hluti þeirra vandræða sem við blasa í dag, að vandræðin byrjuðu miklu fyrr en 6. október (29. september eða 8. október, hvaða dag sem þú vilt merkja sem "bankahrunsdaginn").
sko, ég vissi að það kæmi að því að við værum sammála :)
Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 17:53
Hjúkk, Elfur, að við skyldum verða sammála .
Svona öllu gríni sleppt, þá hef ég alveg vitað það við ættum sameiginlega snertifleti. Það hefði þá alltaf mátt fara í persónuverndarmálin og upplýsingaöryggið.
Marinó G. Njálsson, 4.6.2009 kl. 18:39
Marinó; við erum alveg að vinna Elfur á okkar band, þú vilt kannski koma með okkur á skauta í haust ?
Elfur þér er hér með formlega boðið í Hagsmunasamtök heimilanna. www.heimilin.is
Ég vona að ég lendi aldrei í töluSkylmingaKeppni við þig. Þú færir létt með að rústa mér :)
Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 19:38
ah, ef við hefum "bara" slík munaðarvandamál að hugsa um núna :)
Skyndilega er öllum sama þó dulkóðunaraðferð Íslenskrar erfðagreiningar sé notuð til að gera persónugreinanleg gögn ópersónugreinanleg ... eða notaði Seðlabankinn ekki þá aðferð á endanum, heyrði aldrei endanlega staðfestingu af eða á.
Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 19:38
Ólafslögin voru auðvitað nauðsynleg á sínum tíma til að skapa traust fólks á sparnaði.Vísitala Ólafslaga var allt önnur en sú sem nú er miðað við.Ógæfan byrjar frekar þegar byrjað er að breyta vísitölunni eftir behag.Smátt og smátt byrjuðu lífeyrissjóðir að gera út á vísitöluna, ná sér í aukapening og það sama gerðu bankarnir .
Einar Guðjónsson, 4.6.2009 kl. 20:21
Axel ég er reyndar búin að halda því fram á blogginu í marga mánuði að fólk sé að misskilja meiningar (mínar og margra annarra) og ásetning stjórnvalda til tiltekinna verka :)
Ég hef alltaf verið tilltölulega nálægt "ykkur" í skoðunum en ég get samt ekki tekið undir að það væri rétt eða yfirhöfuð hægt að fara í þær leiðréttingar sem hagsmunasamtökin krefjast á þessum tíma. Ég hef allan tímann sagt að ég óski þess að það megi gerast sem fyrst, en að það verði fyrst að tryggja björgun fólksins til skamms tíma áður en langtíma lausnir á vanda þeirra verði settar fram með aðgerðum af því tagi.
Ég er staðfastlega þeirrar skoðunar að kostnaðurinn af því að fara í þessar leiðréttingar í dag myndi sliga ríkissjóð, sem aftur myndi sliga okkur í formi aukinna álaga og verulega draga úr líkum á að landið kæmist í gegnum það sem fyrir liggur nú þegar.
Það er þess vegna sem ég treysti á jafnaðarmennskuna, ég treysti á að þjóðfélagið verði þannig samsett að þeir sem geta, greiða og þeir sem þurfa, þiggja. Ég er blessunarlega í "geta" hópnum en ég á fólk mjög nálægt mér í "þurfa" hópnum. Ég lít á það sem mitt hlutverk að leggja meira af mörkum til þess að tryggja að allir í "þurfa" hópnum hafi sjóð til að þiggja úr. Ég geri mér grein fyrir að ég mun leggja fram meira en margir aðrir sem eru ekki eins lánsamir og ég og ég geri það af ánægju ef ég sé að það hjálpar öðrum, ég tel það ekki eftir mér að leggja mitt af mörkum. Ég yrði ekki eins sátt ef ég frétti af því að þeir fjármunir sem ég legg fram af nokkru harðfylgi yrðu notaðir til þess að færa niður skuldir hjá fólki sem ekki þyrfti nauðsynlega á því að halda - jafnvel þó það væri gríðarlega sanngjarnt til lengri tíma litið að framkvæma slíkar breytingar.
Ég væri mjög gjarnan reiðubúin til þess að lækka skuldirnar á minni fasteign sem hefur rýrnað í verði og hækkað í skuldum. Mín fjárfesting í fasteigninni hefur fokið út í vindinn eins og svo margra annarra. Ég er bara ekki reiðubúin að gera það á kostnað sjóðsins sem verður að vera til staðar fyrir "þurfa" hópinn sem ég nefni að ofan.
Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 21:25
Almennur borgari sagði þetta:
"Líka er það spurning um öryggi að eiga þak yfir höfuðið fyrir börn. Ef Þorgeir vill leigja á óöruggum leigumarkaði landsins getur hann það í friði fyrir mér."
Það er margt fólk sem hefur leigt eða leigir um lengri eða skemmri tíma. Sumt af því á líka börn, en ekki hvað? Það er hægt að gera samninga sem tryggja réttindi og auðvitað hendir fólk sér ekki inn hvar sem er. Þetta er augljóst. Það er út í hött að spila út einhverju "barnatrompi" í sambandi við þetta mál.
EE elle sagði m.a.
"...skuldirnar flugu samt upp. GEGN VILJA FÓLKSINS. OG VEGNA ÓSTJÓRNAR BANKA OG YFIRVALDA. OG VEGNA FÁBJÁNAVÍSITÖLU OG KANNSKI ÓLÖGLEGRA GENGISLÁNA"
Auðvitað flugu skuldirnar upp gegn vilja fólksins, en ekki hvað? Ég er þeirrar skoðunar að bankar og viðbragðsleysi yfirvalda hafi átt meginsök á efnahagskreppunni eins og hún varð til hjá okkur (það voru líka fleiri ástæður). Það sem ég er að benda á er það að þó stóru aðilarnir eigi mesta sök þá áttu þeir sem verst standa nú nokkurn þátt í eigin óförum, en þetta viðurkennir enginn. Ég benti á að íslensk heimili (að meðaltali) voru orðin alltof skuldug áður en efnahagskreppan hófst. Það þýðir að þegar verðbólgan jókst og höfuðstóll hækkaði þoldu heimilin ekki ágjöfina en ef skuldirnar hefðu verið minni til að byrja með þá hefðu þau þolað þetta!Ekki misskilja mig; ég er ekkert að tala um hvort kerfið er réttlátt eða ekki; ég er að tala gegn því að láta aðra hugsa fyrir sig og skipa sér fyrir verkum, maður getur komist hjá miklum vandræðum þannig. En ef maður skrifar undir, þá situr maður að öllum líkindum í súpunni. Sá sem ekki viðurkennir ofangreindar staðreyndir mun ekki draga mikla lærdóma af því sem gerst hefur.
Marínó sagði m.a. þetta:
"...ég þekki einn sem tók 100% lán til húsnæðiskaupa. Sá aðili hafði ekki um margt að velja á þeim tíma. Allir aðrir sem ég umgengst í þessari hagsmunabaráttu eru bara venjulegt fólk, sem er búið að vera í því daglega amstri að stofna fjölskyldu, eignast börn og koma sér þaki yfir höfuðið."
Það er alveg fullkomlega öruggt að sá sem þú talar um gat valið að gera eitthvað annað en að taka 100% lán, sem er augljóslega algjört rugl. Það sem ég var einmitt að benda á í upphaflegu athugasemdinni er það að þegar verðtrygging er við lýði, eins og verið hefur hér á landi í þrjátíu ár, þá eru fasteignakaup með verðtryggðu lánsfé lakur fjárfestingakostur. Sérstaklega með tilliti til þess að fólk ætlar væntanlega að búa í skriflinu og getur þá ekki losað "eignina" til þess nota hana í neitt annað (binditímar verðryggðs fjár eru stuttir samanborið við mannsævi). En rökin fyrir skuldsetningu við fasteignakaup hafa einmitt gegnum tíðina oft verið þau að þetta sé svo góð fjárfesting, en það er rangt, og það máttu allir vita. Þetta þýðir samt ekki að ég sé almennt að tala gegn fasteignalánum. Fólk hlýtur að verða að vinna fyrst fyrir einhverjum hluta verðsins og taka ekki lán fyrir öllu. Fólk á fyrst að hugsa: Hvað get ég raun sannri komist af með lítið, og láta svo lántökur taka mið af því.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:08
Elfur, sértækar lausnir eru flóknar og ósanngjarnar. Þessi millifærsla milli þeirra sem geta og þeirra sem þurfa er einfaldara að framkvæma í gegnum skattakerfið, t.d. með hækkun persónuafsláttar.
Með leiðréttingu skulda næst fram réttlæti sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á íslenskt þjóðfélag. Það er ekki gott þegar þjóð finnst hún hafa verið hlunnfarin og beitt órétti.
Það er ekki hægt að skammast yfir því þegar fasteignaverð fer upp eða niður. En það er hægt að rökstyðja að gengis- og verðtryggð lána"kerfi" Íslands á ekki heima í siðmenntuðu vestrænu þjóðfélagi. Þetta kerfi er hreint rippOff.
Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 22:35
Viðurkennir enginn, Þorgeir? Vissulega var fólk sem eyddi um of. Það var þó óstjórn sem lagði milljónir ofan á skuldir fólks. LÍKA HINNA SEM EYDDU LITLU. EKki gleyma þeim. Það er réttindamál, Þorgeir. Fólk vill ekki borga fyrir rán og vitleysisvísitölu.
EE elle (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:45
Elfur sagði:"Ég hef allan tímann sagt að ég óski þess að það megi gerast sem fyrst, en að það verði fyrst að tryggja björgun fólksins til skamms tíma áður en langtíma lausnir á vanda þeirra verði settar fram með aðgerðum af því tagi."
Ég er búinn að lesa allt sem Elfur hefur skrifað og þrætt um við ýmsa í bloggi Marinós og víðar og ALDREI, ég endurtek ALDREI, lesið neitt í líkingu við almenna niðurfærslu frá henni. Heldur öfugt.
Jón (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 23:00
Það kemur fyrir að fólk viðurkenni eitt og annað, en það er fyrir annarra hönd, ekki eigin. Sömu aðilar krefjast viðamikilla niðurfellinga skulda.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 23:30
Þorgeir Ragnarsson. Þú skrifar eins og að þáttur bankanna í hruninu hafi verið eitthvað minniháttar mál sem fólk átti bara að sjá í gegnum og hefði fyrir vikið getað sleppt því að taka þessi lán.
Það er ágætt að hafa það í huga Þorgeir að bankarnir voru sennilega komnir í þrot á 3 árum frá einkavæðingu (2006). Fyrir hvern dag sem bankarnir störfuðu frá einkavæðingu til ársins 2008 þá þarf að afskrifa 2-3 milljarða af þeirra skuldum. Ef ekki liggur ásetningur um að koma þjóðarbúinu í þrot á bak við slíkan rekstur, þá má að minnsta kosti leiða að því líkur slík starfsemi hafi verið refsiverð vegna stórkostlegs gáleysis.
Þetta er ekkert sem fólk getur eða á að taka með í sínar fjárhagsáætlanir. Ef fólk ætti að gera ráð fyrir svona hlutum þá fer öll dýnamík úr hagkerfinu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk beri eitt og óstutt skaðann sem hlýst af slíkri hegðun banka.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 23:47
Þorgeir, ég skil þig ekki. Viðurkenni hvað fyrir annarra hönd? Það voru vissulega nokkrir sem eyddu eins og vitleysingar. EN EKKI ALLIR. Hvað ertu að verja. Við sem eyddum ekki eins og vitleysingar, bara viljum ekki og ætlum ekki að borga fyrir fábjánavísitölu og þýfi. Það er ekkert flókið að málið snýst um óréttlæti og það að láta ekki vaða yfir okkur á skitugum óþverra-skóm. Heldur flyt ég úr Skuldalandi í venjulegt land með venjulegum yfirvöldum en að láta vaða yfir mig á skíta-skóm yfir gröf og dauða.
Og lestu það sem TJ skrifar í pistil Marinós fyrir nokkrum dögum: "Maður níðist heldur ekki á þjóð sinni með því að fleygja henni fyrir borð úti á rúmsjó með blöðru í stað björgunarvestis. Segja henni svo að synda bara heim þótt hvergi sjáist til lands, jafnvel þótt synda verði út yfir gröf og dauða."
EE elle (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:03
Og það snýst ekki Þorgeir um niðurfellingu skulda. Það snýst um leiðréttingu þýfis.
EE elle (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:07
Ég tek undir með þér, EE elle, ég næ ekki hvað hann er að fara. Tók eftir því að hann greip þennan eina sem ég þekki og tók 100% lán, en ekki alla hina sem dæmi til að færa rök fyrir sínu máli.
Marinó G. Njálsson, 5.6.2009 kl. 00:07
Ég er sammála Óskari Helga Helgasyni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.6.2009 kl. 01:33
"Þorgeir Ragnarsson. Þú skrifar eins og að þáttur bankanna í hruninu hafi verið eitthvað minniháttar mál sem fólk átti bara að sjá í gegnum og hefði fyrir vikið getað sleppt því að taka þessi lán."
Benedikt, hættu að leggja mér orð í munn. Ég sagði ekkert slíkt. Ef þú hefðir nennt að lesa almennilega það sem ég skrifaði þá vissirðu að ég sagði að óstjórn bankanna væri lykilatriði í efnahagsóförunum. Ég sagði ekki að fólk hefði ekki átt að taka nein lán, en skuldsetningin fyrir var orðin allt of mikil töluverð áður en síga tók á ógæfuhliðina.
"Það er ágætt að hafa það í huga Þorgeir að bankarnir voru sennilega komnir í þrot á 3 árum frá einkavæðingu (2006). Fyrir hvern dag sem bankarnir störfuðu frá einkavæðingu til ársins 2008 þá þarf að afskrifa 2-3 milljarða af þeirra skuldum. Ef ekki liggur ásetningur um að koma þjóðarbúinu í þrot á bak við slíkan rekstur, þá má að minnsta kosti leiða að því líkur slík starfsemi hafi verið refsiverð vegna stórkostlegs gáleysis."
Nákvæmlega ekkert sem ég sagði er í andstöðu við þetta.
"Þetta er ekkert sem fólk getur eða á að taka með í sínar fjárhagsáætlanir. Ef fólk ætti að gera ráð fyrir svona hlutum þá fer öll dýnamík úr hagkerfinu."
Út úr þessari staðhæfingu má lesa það að það sé þín skoðun að fólk eigi ekki að þurfa að fara varlega og kaupa sér hluti nema eiga fyrir þeim. Fólk á að fara varlega einmitt vegna þess að við getum aldrei stólað á það að aðrir standi sig í passa okkur. Heimurinn hefur aldrei verið þannig. Aldei, sama hversu ranglátt og ósanngjarnt sem það er.
"Tók eftir því að hann greip þennan eina sem ég þekki og tók 100% lán, en ekki alla hina sem dæmi til að færa rök fyrir sínu máli."
Ég brást við dæminu sem þú nefndir sérstaklega vegna þessi að þessi litla setning sem þú lést frá þér er svo sorglega lýsandi fyrir hugarfarið sem ég var að gagnrýna og tröllriðið hefur þessu þjóðfélagi okkar árum saman. Ég gerði athugasemd vegna þess að þú fullyrtir að vart hefði verið um aðra kosti fyrir manninn að ræða en að taka 100% lán sem er augljóslega rangt. Það kemur því ekki á óvart að þú segist ekki skilja hvað ég er að fara.
"Þorgeir, ég skil þig ekki. Viðurkenni hvað fyrir annarra hönd? Það voru vissulega nokkrir sem eyddu eins og vitleysingar. EN EKKI ALLIR."
Mér sýnist að þú sért að taka þetta mjög persónulega sem ég sagði. Ég fullyrti aldrei að allir hefðu eytt eins og vitleysingar. Ég var m.a. að gagnrýna ákveðið viðhorf sem finnst hér hjá stórum hópi fólks, en enginn vill viðurkenna að sé vandamál...
"Og lestu það sem TJ skrifar í pistil Marinós fyrir nokkrum dögum: "Maður níðist heldur ekki á þjóð sinni..."
Ekkert sem ég sagði gefur þér raunverulega ástæðu til þess að halda að ég sé stuðningsmaður óstjórnar ríkis og banka. Ég benti bara á að ef fólk lítur ekki líka inn á við þá missir það af nokkrum lexíum.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 11:11
Þorgeir, ég skildi þessa setningu Benedikts ekki þannig að hann meinti að fólk ætti ekki að fara varlega:"Þetta er ekkert sem fólk getur eða á að taka með í sínar fjárhagsáætlanir. Ef fólk ætti að gera ráð fyrir svona hlutum þá fer öll dýnamík úr hagkerfinu." Heldur þannig að ekki væri hægt að ætlast til af fólki að það byggist við að verða rænt af bönkum landsins. Það er jú verk yfirvalda að passa að bankar ræni ekki fólk og svíki.
Líka talar þú til okkar eins og við séum öll sek um ofureyðlsu. Og segir að enginn viðurkenni það. Oft hefur mér ofboðið eyðsla í fólki. Það er hinsvegar fásinna að tala við okkur eins og við séum öll sek um það og ég neita að leyfa fólki að setja mig í þann hóp bara af því ég vil verja okkur hin sem ekki erum sek um það. Bankarnir hafa verið á fullu að ræna okkur og með stuðningi yfirvalda. Við viljum bara ekki vera rænd og viljum ekki og ætlum ekki að borga fyrir bankaþjófnað.
EE elle (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 13:37
Leiðrétting, ég veit þú sagðir ekki að allir hefðu eytt eins og vitleysingar. Þó komstu út frá þeim punkti að ræða bara um þann hóp og það að enginn viðurkenndi það. Og þó okkur hafi ofboðið eyðsla sumra og neitum engu um það. Ekki koma gegn okkur hinum þó eins og við séum sökudólgarnir. Bankarnir og yfirvöld eru aðalsökudólgarnir. Okkar punktur er að við munum ekki sætta okkur við að vera rænd af bönkum og ríkinu.
EE elle (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.