2.6.2009 | 17:54
Ætli ríkisstjórnin hlusti núna?
Ég man ekki eftir jafn afgerandi niðurstöðu í skoðanakönnun og þessari. 95% telur frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækjanna. Á meðan telja færri að leggja eigi áherslu á ESB aðildarviðræður en þeir sem telja ekki eigi að leggja áherslu á slíkar viðræður. Miðað við hve hávær ESB kórinn hefur verið, þá kemur þetta verulega á óvart.
Ég vona að þessar niðurstöður ná eyrum og augum Jóhönnu og Steingríms. Vandinn er gríðarlegur og stigmagnast dag frá degi. Geta fólks og vilji til að greiða fer þverrandi. Það sem meira er, bankarnir virðast vera að leggja steina í götu fólks sem er að reyna að bjarga sér. Lesa mátti um það í Fréttablaðinu í morgun að bankar koma í veg fyrir viðskipti á fasteignamarkaði. Í gær ræddi ég við mann, sem stillt var upp við vegg af bankanum sínum. Annað hvort fáum við alla milligjöfina vegna makaskipta (hann á aðra eign sem er nær skuldlaus og vildi flytja lán yfir á hana) eða við komum í veg fyrir viðskiptin og hirðum húsið af þér. Hvað er í gangi?
Mér finnst blessaðir bankarnir ekki allir sýna mikla iðrun. Hver er tilgangurinn hjá bönkunum með því að setja fólki afarkosti? Getur einhver skýrt það út fyrir mér? Hvað ætla þeir að græða á því? Líklegast var SPRON of linur við skuldarana sína og þess vegna varð að fella hann.
Annars heyri ég sífellt fleiri sögur innan úr bankakerfinu, að menn segja ekkert annað hægt en að færa lánin niður. Málið er að ekkert gerist meðan bara er talað. Mér finnst skynsamlegasta leiðin að fara gerðardómsleið Talsmanns neytenda. Af hverju er sú tillaga þögguð í hel? Það getur verið að það þurfi að útfæra hana eitthvað nánar, en það er ekki þar með sagt að hana megi ekki ræða.
Ég held að Jóhanna og Steingrímur verði að átta sig á því, að vandamálið hverfur ekki með því að ræða það ekki. Því er einmitt öfugt farið. Það versnar með hverju degi. Aðgerða er þörf og það ekki seinna en strax.
Áherslan á heimilin og fyrirtækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó, aðeins á svig við færsluna þína en mig langar að koma á framfæri einu atriði varðandi greiðslujöfnun lána með tengingu við gengi erlendra gjaldmiðla.
Greiðslubyrði á myntkörfuláni ( jen franki og evra ) sem var tekið tekið í september '07 hafði hækkað um 49,7% í mars '08, en höfuðstóll hafði hækkað um 20-30%.
Þegar svona láni er síðan greiðslujafnað í dag er miðað við að greitt sé af því sama greiðsla og í maí '08, en greiðslubyrðin lækkar um 8,9% til 9,4% miðað við að láninu sé ekki greiðslujafnað, en höfuðstóll hefur hækkað um 98-125%. Libor eru mjög lágir í dag og verða það sennilega í langan tíma.
Þetta er varla fyrirhafnarinnar virði. Það væri nær að reyna að fá greiðsluaðlögun heldur en þetta, því þá er einnig möguleiki á að lánið sé fært niður í 10% umfram markaðsvirði fasteignar eftir 3-5 ár ef skuldari getur ekki greitt meira og fram að því er lántakandi aðeins að greiða það sem hann getur miðað við greiðslumat í dag.
Verulega umhugsunarvert.
Og kærar þakkir fyrir að standa í framlínu baráttunar ásamt HH.
Toni (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 20:30
Toni, þetta er nákvæmlega það sem ég hef ítrekað bent á: Fall krónunnar hófst í júlí 2007 og verðbólgan fór af stað í september 2007. Vilji menn búa til greiðslujöfnunargengi, þá þarf að fara til 1. mars ekki 2. maí 2008. Tek heilshugar undir með þér að það er varla fyrirhafnarinnar virði að greiðslujafna gengistryggðu lánunum, en það er samt skárra en að gera það ekki.
Ég hef miklar áhyggjur af sinnuleysi stjórnvalda gagnvart vanda heimilanna. Mér finnst eins og bankarnir hafi sannfært ríkisstjórnina að nóg væri komið og því sitjum við að hluta uppi með verri lausn núna en var áður en bankarnir gengust inn á að bjóða úrræði Íbúðalánasjóðs. Síðan er túlkun fjármálastofnana eins og svart og hvítt gagnvart öðrum úrræðum.
Baráttan heldur áfram og það hleypir alltaf í mann krafti að sjá að fólk kann að meta verkin.
Marinó G. Njálsson, 2.6.2009 kl. 20:46
Áfram Marinó!
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 2.6.2009 kl. 21:04
Jújú þau eru að hlusta, amk skv frétt á bls 2 í mogganum í dag, það er sko búið að semja við fjármögnunarfyrirtækin um að bjarga bílaumboðunum frá gengistryggðu kaupleigusamningunum, skrifað undir á næstu dögum. Ekki gegnur að láta 6000 bifreiðar rústa 3 bílasölum!
SR (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 21:48
Nei Marínó, þau kunna ekki að hlusta og vilja það ekki.
Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 00:00
Sæll Marinó.
Ég ætla að skella á þig einni spurningu varðandi það að færa verðtryggingu niður til einhvers tíma. Þarf þá ekki að færa niður allar tekjur sem fólk hefur fengið vegnar verðtryggingar á sama tíma? Td persónuafsláttur, verðtryggðir reikningar og lífeyrissparnaður, og annað sem ég kann ekki að nefna til viðbótar, en er verðtryggt einsog lánin okkar.
Svo ég láti fljóta með þá voru foreldrar mínir að borga síðustu afborgun á láni sem þau tóku til húsnæðiskaupa 1981 og loka upphæðin sem þau greiddu var jafnhá og upphaflega lánið eða 26000 afborgunin var ca 8 krónur rest voru verðbætur!
Ragnar (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 07:24
Ég held að VG sem dæmi viti vel af vandanum og séu með fingurinn á púlsinum EN það verður ekkert gert að viti fyrr en búið er að að semja við erlendu kröfuhafanna og ganga frá efnahagsreikningum bankanna.
Þetta er spurning um samningstækni (ég veit hvernig þetta hljómar en svona er staðan)
Sævar Finnbogason, 3.6.2009 kl. 14:26
Því miður er það rétt hjá Arinbirni Kúld "...Nei Marínó, þau kunna ekki að hlusta og vilja það ekki." Þessi AUMA ríkisstjórn er vita GAGNLAUS fyrir land & þjóð, því miður. Þessi stjórn hefur öll sömu fráhvarfs einkenni og fyrrverandi ríkisstjórn, er að bregðast allt of seinnt & ómarkvisst við "gríðarlegum vandamálum" er tengjast stjórnartíð XD í 18 ár - "allt saman sviðin jörð....." Það hefði verið jákvætt ef stjórnvöld hefðu sýnt SMÁ vilja til að veita þjóð sinni HJÁLPARHÖND, svona í ljósi þess hvað flokkarnir þykkjast standa fyrir.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 15:23
Hrunið í haust átti sínar meginástæður í atburðum áranna 2003-2008, en á því tímabili þöndust efnahagsreikningar bankanna gífurlega út og ekki var brugðist við þeirri þróun fyrr en of seint. Að leita ástæðnanna fyrir þessu hruni í öllu sem tengist Sjálfstæðisflokknum undanfarna áratugi (eða kenna Davíð einum um allt) leiðir ekki til skynsamlegrar niðurstöðu. Skynsamleg niðurstaða fæst ekki ef engar tilraunir eru gerðar til þess að meta mismikið vægi mismunandi þátta og afmarka málin á einhvern veg í tíma.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.