Leita í fréttum mbl.is

Ef menn brigðust jafn hratt við málum hér innanlands

Það er forvitnilegt að sjá, að viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar vegna kjarnorkutilraunar Norður Kóreumanna voru komin í morgunfréttum útvarpsstöðvanna.  Á sama tíma er ekki hægt að sýna nein viðbrögð vegna hins sífellt versnandi ástands hér innanlands.  Er það kannski bara þannig að menn hafa engin úrræði við erfiðleikum heimilanna og atvinnulífsins og þurfa því að fella pólitískarkeilur á kostnað fjarlægra þjóða?  Ég held að Össur ætti frekar að huga að íslenskum börnum sem þurfa fjárstuðning ókunnugra til að geta fengið mat í skólanum sínum, en að velta fyrir sér í hvað Norður Kórea notar peningana sína.

Sjálfum finnast mér þessar tilraunir N-Kóreu vera meiður af sömu typpasýningu og aðrir einræðisherrar og ráðmenn austanhafs og vestan hafa viðhaft undanfarna áratugi í þeirri von um að einhver taki mark á þeim.  Þ.e. flótti frá því að takast á við raunveruleg vandamál þegnanna.


mbl.is Ættu frekar að fæða fólk sem lifir við hungurmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð ábending hjá þér.  Össur ætti að líta sér nær.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Fullkomlega sammála þér. Það er eins og að þessir stjórnmálamenn séu allir jafn vitlausir. Þeir virðast allir hoppa þegar kanar hoppa. Heyrði það nákvæmlega sama frá pestinni hérna í danmörku. Það væri gaman að velta fyrir sér hversu margir lifa undir hungurmörkum í drauma landinu ameríku.

Hörður Valdimarsson, 25.5.2009 kl. 16:18

3 identicon

Dagsatt Marinó.  Foreldrar flýja úr landinu með börnin sín.  Það finnst þeim ekki skammarlegt.

EE elle (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:30

4 identicon

Hins vegar Hörður, kemur þetta ekkert Bandaríkjunum við.

EE elle (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég held það Marínó, ríksistjórnin veit ekki hvað hún ætti eða á að gera annað sem það sem AGS segir henni að gera. Fyrir okkur sem þjóð og ríkisstjórnina sem ríkisstjórn þá er ástand sem þetta fordæmalaust og eðlilegt að ríkisstjórin sé ráðalaus. En það þýðir ekki að við hættum öllu andófi, þvert á móti. Við eigum að eflast og krefjast aðgerða sem koma okkur vel sem ein þjóð í einu landi, samfélag manna og kvenna sem byggja vill landið á grunni réttlætis og lýðræðis. Aðgerðum sem miða að vernda hag erlendra fjármagseigenda, jöklabréfaeigendur og erlendum lánadrottnum gömlu bankana eigum við að hafna algerlega.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.5.2009 kl. 01:08

6 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Það kann vel að vera EE elle. Mér sýnist þó að þessir réðherrar okkar á Íslandi og þeir réðherrar í Danmörku séu almennt ekki að tjá sig um hluti nema kanar hafa farið á undan. Kannski eru þeir að reyna að ná sér í prik í kanalandi. Einu undantekningarnar eru kannski Ísrael.

Hörður Valdimarsson, 27.5.2009 kl. 09:27

7 Smámynd: Hlédís

Ísrael þarf ekki að NÁ sér í prik í BNA!

Sammála þér, Marínó, um silagang og aðgerðaleysi ráðamann við okkar brýnustu vandamál.

Hlédís, 27.5.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1680019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband