8.5.2009 | 17:18
Yfirgengileg harka í innheimtu - Búið að finna leið framhjá banni við vanskilagjaldi
Ég get ekki orða bundist. Inn um lúguna rann innheimtubréf frá símafyrirtæki í eigu landsmanna í gegnum ríkið sem á það í gegnum ónefndan. Efni innheimtubréfsins eru vanskil á símreikningi sem var á eindag 2. maí. Eins og alþjóð veit, þá eru laun almennt borguð út fyrsta virka dag mánaðar, þó í þessu tilfelli hafi þau líklegast komið síðasta virka dag apríl. Daginn eftir var 1. maí, þ.e. frídagur og síðan voru 2. og 3. maí helgi. 5. maí hefur bankinn greinilega tekið út lista yfir þá sem ekki voru búnir að greiða og í snatri hent út innheimtubréfi og þar með var hægt að leggja á 590 kr. innheimtugjaldi. (Tekið skal fram að krafan var greidd 5. maí ásamt smávægilegum dráttarvöxtum enda upphæðin ekki há.)
Mér finnst þetta með ólíkindum. Á öðrum virkum degi eftir eindaga er 590 kr. bætt ofan á skuld með gjaldi sem heitir "innheimtugjald". Það má nefnilega ekki lengur leggja á vanskilagjald samkvæmt nýjum innheimtulögum! Hvað gengur mönnum eiginlega til? Þurfa menn alltaf að finna leiðir framhjá lögunum í staðinn fyrir að sætta sig bara við að það eru komin lög sem banna þetta.
En þar með er ekki öll sagan sögð. Lögfræðideild bankans hefur greinilega verið fengin til að semja þennan mergjaða texta:
Vinsamlegast greiðið sem fyrst til að forðast frekari innheimtuaðgerðir sem geta haft aukinn kostnað í för með sér. (Með tilvísun í innheimtulög er vakin athygli á að vanskil geta leitt til innheimtuaðgerða á grundvelli réttarfarslaga.)
Að 10 dögum liðnum frá dagsetningu þessarar innheimtuviðvörunar getur greiðandi átt von á því að krafan til ...
Að liðnum 30 dögum frá dagsetningu þessarar innheimtuviðvörunar getur greiðandi átt von á því að kröfuhafi synji greiðanda um alla þjónustu, þar með talið talsímaþjónustu, þar til krafan er að fullu greidd.
Ég get ekki annað en furðað mig á þessari hörku bankans í þessu máli. Nú segir einhver að þetta sé símafyrirtækið, en svo er ekki ef dæma má af reynslunni. Þessi reikningur hefur gleymst áður og þá kom ekki ítrekun fyrr en eftir rúma 30 daga. Henni fylgdi ekki hótun sem þessi heldur eingöngu tilmæli um að koma reikningnum í skil. Og þar var ekkert talað um að loka fyrir viðskipti, enda hefur fallið dómur (mig minnir í Hæstarétti) þar sem veitufyrirtæki dæmt í órétti fyrir að hafa lokað fyrir viðskipti eftir að viðskiptaskuld fór í vanskil. Í dómnum var tekið fram (og nú er ég ekki að hafa orðrétt eftir) að veitufyrirtækinu væri fullnægjandi að fá greidda dráttarvexti fyrir drátt á greiðslu, það væri of harkaleg aðgerð að loka fyrir viðskiptin.
Ég held að kröfuhafar séu engu bættari með svona hörku. Ég veit aftur af hverju þetta er gert. Þannig eru nefnilega mál með vexti að ný innheimtulög tóku gildi um áramótin. Þeim var ætlað að slá á ofurháa innheimtukostnað sem fellur á skuldir án þess að nokkur vinna sé að baki. Fyrsta skref var að gera sjálfvirkt vanskilagjald útlægt. Nú er sem sagt búið að finna lausn á því. Svona innheimtuaðvörun gefur kröfuhafa nefnilega rétt á því að leggja gjald á reikninginn. Það heitir ekki vanskilagjald heldur "innheimtuviðvörun". Hvað ætli það bankinn hafi borgað þeim sem fann þetta orð upp? Í mínum huga er þetta ekkert annað en gróft brot á nýju innheimtulögunum. Til dæmis þætti mér vænt um að sjá þá útreikninga, sem sýna að kostnaðurinn við innheimtuviðvörunina hafi verið 590 kr., sem fyrir algjöra tilviljun er nokkurn veginn sama upphæð og var á vanskilagjaldinu.
En það er ekki bara verið að fara framhjá vanskilagjaldinu. Í lögum nr. 23/2009 var gerð breyting á lögum nr. 90/1989 um aðför, þar sem aðfararfrestur var lengdur úr 15 dögum í 40 daga. Þessi innheimtuviðvörun er greinilega tilraun til að komast framhjá þessu ákvæði. Það hefur verið venja í mörg ár, að kröfur séu ekki sendar til innheimtu fyrr en eftir 30 - 60 daga vanskil, þess vegna 90 daga. Aðfararfresturinn hefur því lagst ofan á tíma innheimtuaðgerða. Með því að stytta þennan frest niður í 10 daga, er jafnframt verið að flýta öllum öðrum dagsetningum í ferlinu. Í reynd þá styttist tíminn frá vanskilum og þar til aðför er gerð í staðinn að lengjast um 25 daga, eins og var vilji löggjafans.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta með ólíkindum ósvífni. Þjóðinni blæðir vegna gjörða bankans (hins gamla). Sett eru lög til að slaka á innheimtukostnaði og innheimtuaðgerðum og hvað gerist. Menn forherðast í vitleysunni. Ég held að bankinn ætti að fara í djúpa naflaskoðun. Innhverf íhugun í anda David Lynch gæti líka gagnast. Bankinn ætti að skoða hvort honum finnst mikilvægara að koma fram af slíkri hörku við landsmenn á sama tíma og þeir eru að taka á sig gríðarlega hækkun lána og djúpa efnahagslega kreppu af hans völdum og hinna bankanna tveggja. Ég skora á viðskiptaráðherra að taka fyrir þetta ekki seinna en strax.
Ég velti því fyrir mér hvað bankanum eða símafyrirtækinu þætti um að vera hótað innheimtuaðgerðum á öðrum virkum degi eftir eindaga og hvort þessi fyrirtæki hefðu hirt um að greiða "innheimtuviðvörunargjald". Ég get alveg gert mér í hugalund að margir hefðu getað orðið ríkir, ef þessir aðilar (bankinn og símafyrirtækið) hefðu greitt dráttarvexti á allar viðskiptaskuldir sínar sem voru komnar fram yfir eindaga. Þykist ég vita að þessi fyrirtæki hafi hagað sér eins og ríkið. Ekki er borgað fyrr en kröfuhafi fer að ókyrrast og ýtir eftir greiðslu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þarna eru gömlu aðferðir fullu gildi hvað sem fögrum fyrirheitum líður.
Það eru ótrúlegir gjörningar í gangi og ekki skánar það þegar gjaldþrota bankar fara að innheimta fyrir þrotabúin sem þeir eiga stærstu kröfurnar í. Þá nýtur hugmyndaflugið sín til fulls.
Magnús Sigurðsson, 8.5.2009 kl. 17:57
Ég geri ráð fyrir að þarna hafi verið um Símann að ræða. Téður eindagi sem féll á laugardög voru víst mistök við reikningakeyrslu og verður allur aukakostnaður sem hefur fallið á vv. við þetta klúður leiðréttur næstu mánaðamót hef ég heyrt.
En það breytir nú ekki þessu hörkulega orðalagi sem kemur fram á reikningnum.
Ægir Þorvaldsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 19:25
Sammála þetta er út í hött. Hef reyndar tekið eftir svona leiðindum hjá fleirum. Eins að gjalddagi og eindagi sem áður var nokkur munur á eru núna sami dagur. Og innheimtubréf nokkrum dögum eftir gjalddaga.
Finnst að þessar aðferðir séu hvorki fyrirtækjum sem kaupa innheimtuþjónustu af bönkunum sem og bönkunum sjálfum til framdráttar. Sérstaklega nú þegar bankar eru orðinir vísir að því að hundsa og mistúlka úrræði sem Alþingi setti í lög til hjálpar skuldurum. Þar hafa t.d. stofnanir eins og Frjálsi fjárfestingarbankinn farið eins langt og þeir geta til að vera ósveigjanlegir við skuldara.
Bönkunum hlýtur að vera ljóst að með þessu eru þeir að skapa sér enn neikvæðari mynd sem þeir máttu ekki við.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.5.2009 kl. 20:55
Þetta téða símafyrirtæki virðist vera úti með alla anga þessa mánuðina. Ég veit þess mörg dæmi að eftir að þeir fóru að rukka fyrir routera og afruglara hjá viðskiptavinum sínu hafa þó nokkuð margir verið að fá inn á reikninginn sinn auka rukkun um afruglara sem þeir hafa aldrei haft eða beðið um. Ég hef heyrt og séð of mörg dæmi til að þetta atriði geti verið tilviljun.
Við þetta má síðan bæta að þetta sama fyrirtæki virðist nú hafa tekið upp á því að rukka fyrir bæði niður og upphal. Í fyrstu hljómar það kannski ekki undarlegt en ef hugsað er út í málið þar sem tveir aðilar hafa samskipti sín á milli þá er í raun verið að tvírukka fyrir samskiptin á sama hátt og ef tveir aðilar tala saman í síma og eru báðir rukkaðir jafnt fyrir símtalið.
Ýmislegt meira má telja til varðandi þennan tiltekna netþjónustuaðila (sem er þó ekki nefndur hér á nafn) sem má teljast á gráu svæði varðandi auka álögur á notendur svo sem auglýsingar á gráu svæði og hámarks gagnamagn á mánuði en ég læt hér staðar numið enda kominn út fyrir efni greinarinnar.
Það er aftur á móti alveg ljóst að fólk þarf að fara vel yfir reikningana sína þessa dagana og fylgjast vel með skilmálum (og breytingum á skilmálum) sem bankar og fyrirtæki hrúga yfir landsmenn þessa dagana.
Ólafur (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:08
Símafyrirtæki í eigu landsmanna Átt þá við Tal eða hvað það heitir nú í dag? Síminn er ennþá í hödum Bakkabræða - ekki satt?
Ketill Sigurjónsson, 8.5.2009 kl. 21:55
Horfi hér á greiðsluseðil frá Landsbanka. Gjalddagi: 12. maí, 2009.
Eindagi: 12.maí, 2009
Neðanmáls stendur: "Seðilgjald, 405 ISK er innifalið í upphæð til greiðslu.
Vanskilagjald kr. 550 reiknast og leggst við eftir eindaga".
Ég hef reyndar 2 virka daga eftir helgi til að borga en ég er ekki til með peningana! Eru seðilgjöld og vanskilagjald orðin ólögleg eða ekki? Mig munar um 1000-kall!
Kveðja,
Ragnar
Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:24
Avant hefur sent fólki seðla á eindaga og sem koma þá eftir eindaga. Gjalddagi er 2. og eindagi oftast líka 2. Og voru með himinhá vanskilagjöld. Okurlánabúlla út í gegn.
. (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:50
Gleymdi að kvitta næst að ofan.
EE elle
. (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:52
Ragnar, það vill til að ég hafði talað við Neytendastofu um seðilgjöld, sem þeir sögðu mér að væru orðin ólögleg hvaða nafni sem þau kallist (kallast oft útskriftargjöld og kannski öðru), nema sérstaklega hafi þau verið tekin fram í samningi. Veit ekki hvort vanksilagjöld eru orðin ólögleg.
EE elle
. (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:57
Ég get ekki annað en áréttað umfjöllun mína frá í febrúar undir fyrirsögninni "Nánar um vanskilagjöld, seðilgjöld og önnur gjöld sem neytendur eru krafðir um - ýmist með réttu eða röngu" sem hér er að finna:
http://neytendatalsmadur.blog.is/blog/neytendatalsmadur/entry/801623/
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, 8.5.2009 kl. 23:25
Umrætt símafyrirtæki er Og fjarskipti svo það komi fram. Ég hafði heyrt af ýmsum sérkennilegum innheimtuaðferðum, en aldrei reynt það á eigin skinni. Þetta á bara ekki að líðast.
Takk fyrir innleggið, Gísli, en þetta sýnir bara að menn reyna allt til að komast framhjá lögunum eða er alveg sama um hvað segir í lögunum, sbr. gr. 13 og 14 í lögum nr. 38/2001 sem banna tengingu við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.
Marinó G. Njálsson, 8.5.2009 kl. 23:34
Ég held að það sé nokkuð ljóst að mörg fyrirtæki hafa hert töluvert á innheimtunni. Gjalddagi og eindagi er jafnvel örfáum dögum eftir að beðið er um þjónustuna og þá ekki endilega um mánaðarmót svo eftir 3 vikur er komið innheimtubréf frá innheimtufyrirtæki þar sem búið er að leggja innheimtugjald ofan á drv. Það er töluvert mikið að leggja kr. 3500 ofan hvern reikning þegar upphæð reiknings er um 20.000.
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, 9.5.2009 kl. 00:05
Ég rak sjálfur augun í þetta á mínum tveimur reikningum frá Og fjarskiptum þegar ég greiddi þá á mánudaginn. Hringdi og fékk þau svör að innheimtukerfinu hafi verið breytt um mánaðamótin en eftir nokkuð þras við þjónustufulltrúan féllst hún á að þetta gæti ekki staðist og endurgreiddi mér 1.100 kr.
Ómar Örn Magnússon (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 00:09
,,Ég geri ráð fyrir að þarna hafi verið um Símann að ræða."
Merkilegt þegar hugur manna er svona litaður !
Örugglega starfsmaður að verja gerðir síns fyrirtækis , eða hvað ?
Það sem er að gerast í þessu þjóðfélagi, og engin vill viðurkenna , er að það er búið að gefa lögrfræðingum skotleyfi á fólk !!!
Hvers vegna gerir engin fjölmiðil minnstu tilraun til að sýna okkur hvað er að gerast í þessu landi ?
Viðskiptaráðherra benti í kastljósviðtali , þegar fulltrúi fyrir fjármál heimilanna var þar, að best væri að fara með öll mál fyrir lögfræðinga !
Er það þetta sem við viljum ?
JR (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 00:25
Sæll Marinó,
Ég hef lítið fylgst með þessum málum á Íslandi undanfarin áratug eða svo, en ég veit að hér í Bandaríkjunum hvað varðar innheimtu þá er allt öðrum reglum beitt heldur en á Íslandi. Ef um eignalausa skuld er að ræða, þ.e. skuldir sem verða til vegna neyslukaupa en ekki eignakaupa sem eru þá tryggð með keyptri eign, þá eru innheimtuaðgerðir eingöngu í gegnum síma og bréf. Gjöld vegna innheimtu eru ekki lögð á, eða eru mjög takmörkuð og vextir og dráttarvextir eru ekki lagðir á. Í raun má segja að þú sért aldrei rukkaður um neitt nema höfuðstólinn.
Á Íslandi tíðkaðist að ef skuld lenti í innheimtu þá hækkaði hún um nokkur hundruð prósent við það eitt að lenda í innheimtu. Vöxtum, vaxtavöxtum, dráttarvöxtum, innheimtugjöldum, frímerkjakostnaði, bréfakostnaði og allskonar öðrum bittlingum var svo endalaust bætt ofan á og ekki að tala um að semja um eitt eða neitt. Það var annað hvort að borga upp ekki seinna en strax eða allt var sent til næsta sýslumanns í lögtaksaðgerðir og svo framvegis.
Hér fyrnast skuldir eftir 7 ára árangurslausa innheimtu og þá detta þær af "Credit report" viðkomandi (stundum er misbrestur á því en yfirleitt hægt að leiðrétta það) Þetta gerir fólki kleift að komast út úr erfiðleikum og eins ef skuldir eru umdeilanlegar. Skuldir innan við 5000 dollara eru yfirleitt sendar í beina innheimtu eða skuldunautur reynir að fara með málið í svokallaðan "Small claims court" sem sinnir eingöngu smærri innheimtumálum. Vegna kostnaðar er yfirleitt ekki fjárhagslegur ávinningur fyrir því að fara með mál fyrir dómstóla, nema auðvitað ef um stærri upphæðir er að ræða. Kreditkorta skuldir og þessháttar er yfirleitt hægt að semja um og oft hægt að fá verulega niðurfellingu.
Mér fannst alltaf eins og þetta kerfi á Íslandi væri til þess gert að beinlínis ganga frá mönnum ef eitthvað bar útaf. Þegar skuldaklafinn var kominn á ákveðið stig voru allar bjargir bannaðar og lítið annað að gera en að fara í gjaldþrot og eftir því sem ég best veit þá var það þrautarúrræði því menn voru hundeltir árum saman vegna svoleiðis gjörninga. Kannski var þetta orðum aukið og kannski hefur þetta breyst...
Kveðja frá Port Angeles,
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 06:08
Ég hef þá einföldu reglu að VERSLA EKKI VIÐ SVONA FYRIRTÆKI.
Ég kaupi allt mitt bensín hjá Atlantsolíu.
Ef fyrirtæki kemur illa fram við mig, -eða aðra, þá versla ég ekki við það.
Ef það kemur svona fram eins og þú lýsir þá fer ég og segi upp öllum viðskiptum mínum við fyrirtækið og versla ALDREI við það aftur.
Ef íslendingar létu ekki alltaf vaða yfir sig á skítugum skónum og gætu aulast til að standa saman gegn svonalöguðu þá dytti engu fyrirtæki í hug að haga sér svona.
Númer eitt er að segja upp viðskiptum við fyrirtækið og segja öllum að vara sig á að eiga viðskipti við það.
Baldvin Björgvinsson, 9.5.2009 kl. 09:59
Ég geri þetta líka Baldvin. Mundu þó að fólk gat þetta ekki einu sinni í allri einokuninni. Og núna er enn fákeppni og getur verið erfitt.
Gamli landsíminn rændi fólk og ruplaði i einokuninni, rukkaði 7.900 kr. stofngjald í lok einokunarinnar (væri miklu hærra nú). Ég mun aldrei fara til Símans þessvegna og þó eigendaskipti hafi orðið.
Hagkaup var einu sinni alvöru hag-kaup og það var það sem Pálmi heitinn vildi. Það komst í klærnar á J. Á. J. og er nú okurbúlla og ætti að heita Okurkaup.
Og fólk, í guðanna bænum ekki fara til Avant ef þið eruð ekki þegar föst þar.
EE elle
. (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 11:46
Það hafði samband við mig kona. Hún er að lenda með 5.000 kr. skuld sem vafi eru um hvort sé rétt mæt í uppboð á húsinu sínu. Hún keypti húsnæði og, ef ég skil hana rétt, átti fyrri eignandi ógreiddar 5.000 kr. vegna brunatryggingar. Þar sem hún ákvað að halda tryggingum sínum áfram hjá félaginu, þá færðist þetta mál yfir á hana. Það var ekki hægt að semja við tryggingafélagið um 5.000 kr. skuld sem vafi lék á um! Nei, það er búið að auglýsa framhaldsuppboð vegna þessara blessuðu smáaura og bæta 115.000 kr. ofan á í kostnað. Hafa innheimtufyrirtæki ekkert að gera? Hvers konar geðveiki er þetta? Hvers vegna eru ekki lög í landinu sem banna nauðugarsölur fyrir svona smámuni? Hver er réttur neytanda, ef ágreiningur er um svona smámuni og honum finnst út í hött að fara með má fyrir dómstóla vegna kostnaðar? Getur stór og öflugur kröfuhafi hagað sér eins og fanturinn á skólalóðinni í krafti stærðar sinnar?
Mér þætti fróðlegt að heyra fleiri svona sögur, þar sem það þarf að breyta þessu. Það þarf að setja gólf á hvaða kröfur geta farið í uppboð. Það þarf að afnema þann fáránleika að einhverjar kröfur eigi sjálfkrafa veð í fasteign. Þetta er gamli tíminn. Það þarf að setja í lög, að svona mál þurfi fyrst að fara í sáttarferli, áður en til svona harkalegra málsmeðferða kemur. Einhvers konar gerðardóm smærri skulda. Hvers konar rugl er það að hægt sé að bjóða hús ofan af fólki fyrir 5.000 kr. skuld?
Marinó G. Njálsson, 9.5.2009 kl. 13:03
Vá, ekki kæmi mér á óvart að nafn fyrirtækisins byrjaði á V.
EE elle
. (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:07
Sorry, þau eru að vísu 2, það fyrra í stafrófsröðinni.
EE elle
. (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:10
Mér finnst ekki skipta máli hver það er. Mér finnst bara með ólíkindum að menn hagi sér svona. Að 5.000 kr. skuld sem ágreiningur er um sé komin í nauðungarsölu. Þetta er það sem á að vera bannað með lögum.
Marinó G. Njálsson, 9.5.2009 kl. 13:14
Ne, kannski ekki. En veit það er voðalega erfitt að semja við 1 tryggingafélag umfram hin.
Það finnast svona eða svipaðir dómar og þú lýsir, fyrir minni skuldir, allavega í Bandaríkjunum og kannski víðar. Það kallast þar Small Claims Court og virkar vel fyrir alþýðu fólks og kostar lítið. Enginn lögkostnaður, bara vægur dómskostnaður. Auðvitað geta yfirvöld stofnað svona dóm ef vilji er fyrir hendi.
EE elle
. (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:22
Ætla ekki að skammast mín fyrir að segja það beint út um tryggingafélagið. Við erum að ræða um ósvífin fyrirtæki og ekki verra að fólk viti það. Ökufantur ók aftan á bíl og gereyðilagðist bíllinn og fólk slasaðist. Fanturinn var tryggður hjá VÍS. Skaðabótalög segja að fólkið sem slasaðist skuli fá greiddan allan lækiniskostnað af tryggingafyrirtækinu. Lækniskostnaður er enn ógreiddur 1 og 1 1/2 ár aftur í tímann og engar skaðabætur komnar! (Og á meðan fólkið borgar af okurlánum). Og ekki fást samt neinir vextir og vísitölutrygging af ógreidda lækniskostnaðinum! Og engin vísitölutrygging fæst af skaðabótum, hvað sem tryggingafélögin borga bæturnar seint, bara pínulitlir vextir (um 4 - 5%). Ofsalega illa gekk líka að fá nokkuð fyrir ónýta bílinn frá V'IS. Nú þurfti slasað fólk og bíllaust og í sjokki að berjast við VÍS! Og hvað veldur að tryggingafélög komist upp með svona lagað? Eru þau ekki bara með óeðlilegt vald? Og þetta sama fólk endaði í klóm Avant á endanum, vegna bíltapsins.
EE elle
. (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:50
Arnór, mér bara yfirsást athugasemdin þín. Alltaf gott að fá upplýsingar frá þér. Já, mikið er nauðsynlegt að taka þessa hluti í gegn hér á landi. Það á alveg klárlega að setja takmörk á hvernig bera má sig að í innheimtu. Hér á landi virðast allar grunnreglur byggja á því að níðast eins og hægt er á almenningi. Og um leið og reynt er að setja fyrir lekann, þá finna menn leið framhjá. Sorglegt með eindæmum.
Mér finnst að það eigi að setja reglu um að krafa megi ekki fara í innheimtu fyrr en skuldara hafi verið gefinn eðlilegur frestur til að greiða úr sínum málum, að gerð hafi verið tilraun til að finna lausn á málinu, sáttafundur hafi farið fram þar sem ágreiningur er um málið og krafa geti aldrei tekið á sig hærri kostnað en andvirði skuldar auk dráttarvaxta. Þetta síðasta hefði þær afleiðingar að lágar skuldir væru ekki sendar í innheimtu heldur reyndar mannúðlegri innheimtuaðgerðir.
Höfum í huga að ýmsar starfstéttir geta misst starfsréttindi sín eða jafnvel starf lendi þær í svona frekulegir innheimtu. Slíkir einstaklingar hafa jafnvel ekki tíma til að bera ágreining undir dómstóla, þar sem kröfuhafar halda aðförinni áfram þó svo að ágreiningurinn bíði meðferðar hjá dómstólum. Þessir einstaklingar eru því hreint og klárt kúgaðir til að greiða jafnvel tilhæfulausar kröfur, þar sem starfsréttindi þeirra eru að veði. Þetta er annar fáránleiki íslenskra laga.
Mig langar að nefna dæmi um svipaðan fáránleika, sem ekki snertir starfstétt. Fyrirtæki sem ég þekki til keypti húseign við Laugaveg. Fyrir mistök hjá sýslumanni skráðist stærri eignarhluti á kaupendur, en kaupsamningur sagði til um. Þetta kom í ljós við innheimtu fasteignagjalda. Fyrirtækið gerði athugasemd við þetta og óskaði eftir leiðréttingu. Það lenti á starfsmanni Gjaldheimtunnar sem sagðist ekki geta gert neitt. Hann væri með sínar upplýsingar og honum bæri að innheimta eftir því. Leiðrétta yrði málið hjá sýslumanni. Haft var samband við sýslumann, en hann gat ekki leiðrétt mistök starfsmanns síns nema að undangengnum dómi! Haft var samband við Reykjavíkurborg til að finna lausn og meðan það mál var í gangi, þá setti Gjaldheimtan málið í innheimtu. Þar sem það tók lengri tíma en ætlað var að koma á fundi með aðilum hjá Reykjavíkurborg, þá dróst málið. Innheimtumálið fór í til sýslumanns og nauðungarsala var auglýst. Loks fékkst fundurinn með Reykjavíkurborg. Þar sáu menn hver mistökin voru og allt var fellt niður. Það sáu allir aðilar málsins, að villa hafði verið gerð. Þrátt fyrir það héldu innheimtuaðgerðir áfram af svo mikilli hörku að maður efaðist um hvort fólk væri með réttu ráði. Sanngirnissjónarmið og meðalhófsregla stjórnsýslulaga var hent fyrir róðann. Ég skil ennþá ekki hvað mönnum gekk til. Var þetta illkvittni eða vantaði þá að hafa eitthvað að gera. Það voru strax í upphafi lagðir fram kaupsamningur sem sýndi að viðkomandi eignarhluti var ekki í eigu fyrirtækisins, en samt var haldið áfram.
Ég held að ekki fari á milli máli að taka þarf til í öllum regluverki varðandi innheimtu og aðfarir. Sá sem fer að öðrum hann þarf að sanna nauðsyn og réttlæti aðfararinnar, en ekki bara leggja fram einhverja pappíra sem segja ekki alla söguna. Verði sá sem stendur fyrir aðför uppvís að óheiðarlegum málflutningi eða ósanngjarnri aðför vegna upphæðar kröfu (þ.e. krafa er í engu samræmi við þann kostnað sem af aðför hlýst) er eðlilegt að viðkomandi greiði þeim sem fyrir aðför verður fjórfalda þá upphæð sem farið var fram á að átti að greiða, auk alls útlagðs kostnaðar varnaraðila.
Fyrirtækið sem um ræðir þurfti að leggja út í mikinn lögfræðikostnað til að verjast hinum fáránlegu kröfum Gjaldheimtunnar. Ég veit ekki til þess að því hafi verið bættur þessi skaði. Það er lítið mál að setja lítil fyrirtæki á hausinn með svona tilhæfulausum málflutningi. Sérstaklega á tímum eins og núna þegar aðgangur að fjármagni er óheyrilega dýr.
Marinó G. Njálsson, 9.5.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.