24.4.2009 | 21:25
Veit Jóhanna hvað hún er að segja?
Jóhanna Sigurðardóttir hélt því blákalt fram á RÚV áðan að það myndi kosta ríkissjóð 900 milljarða að færa niður skuldir um 20%. Ég get ekki annað en velt því fyrir hverju ráðgjafar hennar hafa haldið að henni og hvaða reiknikúnstum þeir hafa beitt.
En notum þessa 900 milljarða sem útgangspunkt. Það þýðir þá að lánin sem færa á yfir í nýju bankana eru alls 4.500 milljarðar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem komið hafa fram, þá á að fær þessa tölu niður um 50%. Eftir standa þá 2.250 milljarðar. Ef við gerum ráð fyrir að af þessum 2.250 milljörðum þá sé 50% sem ekki eru hluti af öðrum afskriftum. Þá standa eftir 1.125 milljarðar sem eru metnar góðar skuldir, þ.e. skuldir sem flytjast á 100% verðgildi milli bankanna. 20% af þessari tölu er 225 milljarðar. Þetta er þá hámarkstalan sem fellur á ríkið vegna þessara skulda. Stóra málið er að þessir 225 milljarðar skila sér í ríkiskassann í formi veltuskatta, tekjuskatta og sparnaði í velferðarkerfinu. Ég giska á að það taki minna en 2 ár fyrir ríkið að vinna upp þessa tölu, ef hún er þá á annað borð rétt.
Kröfuhafar SPRON voru búnir að bjóða 20% afskriftir, þannig að þar er búið að taka tillit til 20% flats niðurskurðar. Eftir standa lífeyrissjóðirnir, Íbúðalánasjóður og smærri fjármálafyrirtæki sem ekki hafa verið talin annars staðar. Grundvallarhugsunin hjá þessum fyrirtækjum, að líkt og hjá gömlu bönkunum, þá er stór hluti útlána þeirra þegar tapaður. Þetta eru lán sem aldrei innheimtast. Tapið er því að mestu komið fram. Það sem umfram er, er í mesta lagi 4 - 500 milljarðar. 20% af því er því 80 - 100 milljarðar. Við erum þá komin upp í heila 325 milljarða, ekki 900 milljarða.
Þessir 325 milljarðar er rétt um helmingurinn af því sem lagt var í að bjarga innistæðunum. Þetta er minna en það sem á að leggja í eigið fé til bankanna. Þetta er rétt rúmlega talan sem lögð var inn í Seðlabankann. Nú af þeirri upphæð sem notuð var til að bjarga innistæðunum, þá voru örugglega milli 150 - 200 milljarðar ávöxtun og verðbætur. Venjan þegar verið er að bjarga svona innistæðum, þá er verið að horfa til höfuðstólsins, en ekki þarna. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde þurfti að vera grand og bjarga vöxtunum og verðbótunum. Vorum við virkilega það rík, að þörf var á því að bjarga vöxtum og verðbótum stóreignaaðilanna líka?
Jóhanna nefndi líka að Samfylkingin hefði hrint í framkvæmd 18 aðgerðum til bjargar heimilunum. Flestar af þessum aðgerðum eru í besta falli klór í versta falli slæmur brandari. Tökum sem dæmi hækkun vaxtabóta, þar sem vaxtabætur fólks með 8-12 milljónir í árstekjur hækka um allt að 500% meðan vaxtabætur fólks með allt að 7 milljónir hækka í mesta lagi um 30%. Nú vaxtabæturnar eru greiddar með sköttum af útgreiddum séreignasparnaði! Þarna er ríkið ekki að gera neitt. Það er fólkið sem er að nota séreignasparnaðinn sinn til að greiða út hærri vaxtabætur. Annað er greiðsluaðlögunin. Hún er ekki einu sinni komin til framkvæmda og er auk þess illframkvæmanleg. Lögmaður kallaði þessa tillögu "líknardeildina". Greiðsluaðlögunin var auk þess afgreidd í tveimur lögum. Þannig að sama tillagan var talin tvisvar. Samfylkingin stærir sig af því að standa við lög með því að hækka greiðslur til lífeyrisþega. Í færslu frá 18. janúar 2009, afgreiddi ég þrettán tillögur sem Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum. Ef það er þetta sem Jóhanna er að tala um sem 18 aðgerðir til bjargar heimilunum, þá eigum við ekki von á góðu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 1681404
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eg segi nú bara ef það kostar 900 milljarða að færa niður skuldir heimilanna þá spyr ég geta heimilin greitt þessar 900 milljarða?
Þórdís (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:33
Þetta er nú bara úr skýrslu frá Seðlabankanum - ha, fór talan 900 milljarðar virkilega fram hjá þér?
Róbert (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:01
Þórdís, þetta er fyrir bæði heimilin og fyrirtækin.
Róbert, nei hún fór ekki framhjá mér. Ég var að benda á samhengið við 4.000 milljarðana sem Sigmundur Davíð hefur nefnt og verið úthrópaður fyrir. Síðan var ég að benda á, að þessi tala er 20% af heildinni áður en annað er afskrifað. Raunar þegar ég horfi á töluna aftur, þá sýnist mér raunar að ég sé að ofreikna og afskriftatalan sé lægri en 325 milljarðar.
Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 22:09
ertu búinn að kíkja á reiknivél Avant
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/24/avant_bydur_adlogun_vegna_bilalana/
Vilhjálmur Árnason, 24.4.2009 kl. 22:21
Blessaður Maínó.
Hefur þú kynnt þér hvað 20% niðurfelling skulda hefur á lífeyrissjóðina og þá sérstaklega séreignalífeyrissjóðina?
Kynntu þér hvernig þessir sjóðir eru byggðir upp?
Ég er eftirlaunaþegi og hef fengið upplýsingar frá mínum lífeyrissjóði hvaða rýrnun ég megi reikna með.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:26
Já, Svavar, ég hef kynnt mér það. Þetta hefur engin áhrif á séreignarsjóði, þar sem þeir eru ekki með neitt lánakerfi. Á aðra sjóði eru áhrifin 2% af heildareignum. Miðað við allt annað sem hefur horfið, þá eru áhrifin ekki mikil. Fyrir utan að búast má við að stór hluti af þessum 2% (alls um 32 milljarðar sem dreifast á alla sjóðina) sé þegar tapaður, þar sem tiltekin hluti lánanna fást aldrei til baka. Hugsanlega verður það því 16 milljarðar sem þegar eru tapaðir og aðrir 16 sem yrðu gefnir eftir. Ég hef líka skoðað hvernig sjóðirnir geta bætt sér upp skaðann. Það er gert með þvi að skipta á hluta af erlendum eignum sjóðanna og jöklabréfum og öðrum eignum erlendra aðila hér á landi. Með því að gera það væri auðveldlega hægt að vinna til baka stórar upphæðir. Þá er ég að tala um tugi ef ekki hundruð milljarða.
Marinó G. Njálsson, 25.4.2009 kl. 00:38
Þaka þér fyrir svörin Marinó.
Verð að viðurkenna að ég átti nokkuð erfitt með að skilja þína útreikninga og útskýringar. Minn lífeyrissjóður samanstendur að stærstum hlut af innlendum skuldabréfum. Sjóðurinn metur ca. 80 % af þeim trygg en ca. 20 % ótrygg. Ef 20 % niðurfelling skulda verður framkvæmd mun það þýða verulega skerðingu á höfuðstól sjóðsins. Eða er ég að misskilja eitthvað?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:24
Ég gef ekki mikið fyrir það sem Avant er að gera núna og Vilhjálmur bendir á að ofan. Fólk er búið að lemja höfðinu utan í vegg í tæp 2 ár yfir þessu rotna fyrirtæki sem þagði yfir gengishættunni á meðan grunlaust fólk skrifaði undir stórhættulegan gengissamning. Og minntust ekki einu orði á að þeir mundu líka endalaust hækka vextina. Og hvað á það að þýða að hækka endalaust vexti af japönskum jenum (stýrivextir Seðlabanka Japan eru 0,3%) og svissneskum frönkum (stýrivextir Seðlabanka Sviss eru 0,5%):http://www.centralbankrates.com/ Og merkilegt með þessi gengilán þeirra, þeir lánuðu fólki enga franka og jen. Þeir millifærðu/lögðu inn vissa upphæð í ísl. kr. inn á reikning bílasölunnar.
EE elle (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:58
Já, nú er Avant farið að semja við fólk og spurningin er af hverju allt í
einu nú. Getur það verið vegna þessa?:http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/16/lantakendur_stefna_og_vilja_lanum_hnekkt/
Og þessa: http://eyjan.is/blog/2009/04/17/hagsmunasamtaka-heimilanna-segja-logmaeti-
gengistryggdra-husnaedislana-vafasamt/
Og vegna þessara orða lögmanns:"Ekki skrifa undir ný skuldaskjöl né skilmálabreytingar án fyrirvara"http://eyjan.is/silfuregils/2009/02/13/hugleidingar-logmanns/
EE elle (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.