27.3.2009 | 17:19
Falsanir í niðurstöðum skoðanakannana
Ég hef í dag átt í skoðanaskiptum við bloggarann Svanborgu um skoðanakannanir. Þekki ég svo sem engin frekari deili á bloggaranum, en hitt er að ég furða mig á ýmsum ummælum hans (bloggarans).
Ég er þeirrar skoðunar að aðferðafræði sumra fyrirtækja, sem sjá um skoðanakannanir, virki gegn nýjum framboðum og vinni með ríkjandi flokkakerfi. Ég vil raunar ganga svo langt að segja, að niðurstöður skoðanakannana séu hrein og bein fölsun á þeim skoðunum sem gefnar voru upp. Er þetta m.a. vegna þess, að fyrirtækin eru að rugla saman könnun á viðhorfi fólks til stjórnmálaflokka og svo spá þessara sömu fyrirtækja á hugsanlegri útkomu flokkana í kosningum. Þetta eru nefnilega tveir ólíkir hlutir.
Rök mín eru:
1. Hluti óákveðinna er vísvitandi minnkaður með þvinguðum spurningum.
Þessi aðferð viðheldur gamla flokkakerfinu á þann hátt að hlutfall óákveðinna er ekki birt eins og það kemur út úr fyrstu spurningu. Með því eru færri sem sjá tilgang í því að kjósa nýja flokka, þar sem líkurnar á því að þeir komi manni að minnka. Fólki finnst það vera að eyðileggja atkvæðið sitt með því að kjósa þá. Ef það kæmi í ljós að hlutfall óákveðinna er í raun 40%, þá lítur dæmið allt öðruvísi út.
2. Hluta óákveðinna er dreift hlutfallslega á önnur framboð en D í sama hlutfalli og þeir ákveðnu dreifðust.
Ég held ég geti fullyrt að stærsti hluti kjósenda getur sagt til um hvort líklegt sé að hann kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða ekki. Að segja að allir aðrir óákveðnir hagi sér eins og hjörðin viðheldur flokkakerfinu og er fölsun á skoðunum fólks.
Ég man eftir skoðunarkönnun einhvers fyrirtækis í janúar. Þá kom í ljós að hátt í 50% neituðu að svara eða voru óákveðnir. Samt var fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði 32% fylgi, Samfylkingin 28% og aðrir flokkar minna. En í raun hafði Sjálfstæðisflokkurinn bara 16% fylgi og Samfylkingin 14%. Þannig að í staðinn fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu stuðning meirihluta landsmanna, eins og sagt var í fréttinni, þá studdi eingöngu 30% landsmanna flokkana. Það má ekki hunsa vilja óákveðinna í skoðanakönnunum og menn mega ekki blanda saman niðurstöðum könnunarinnar og spá þeirra um úrslit í kosningum. Í tilfellinu með um 50% sem neita að svara eða eru óákveðnir, þá er bara einfaldlega ljóst samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hvernig helmingur þingsæta skiptist, en hinn helmingurinn er óljós. Svo einfalt er það. Þetta er það sem ég á líka við um, þegar ég tala um falsaðar niðurstöður kannana.
Skoðanakannanir um fylgi flokka snúast ekki um að sýna fjöldann sem fylgir flokk heldur hundraðshluta. Fjöldinn skiptir því ekki máli. Ef atkvæðum þeirra sem svara spurningunni "hvort heldurðu að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða ekki?" þannig að þeir ætla ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkin, er dreift jafnt á alla hina miðað við afstöðu annarra sem voru búnir að svara, þá er ekki verið að breyta neinum hlutföllum í þeim hópi. Það er verið fullyrða að hlutföllin haldist óbreytt. Í þessu fellst m.a. fölsunin. Síðan er fækkað í hópi óákveðinna, þó svo að fjöldi þeirra sem er óákveðinn hafi ekkert breyst. Önnur fölsun.
Enn og aftur, það má ekki blanda saman niðurstöðum skoðanakönnunar og spá um fylgi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.