Leita í fréttum mbl.is

Á óvenjulegum tímum duga engin venjuleg ráð

Í dag sendu Hagsmunasamtök heimilanna sendur frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag:

Á óvenjulegum tímum duga engin venjuleg ráð

Hagsmunasamtök heimilanna telja tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum, sem fela m.a. í sér almennar aðgerðir vegna skuldavanda þjóðarinnar, skref í rétta átt þó útfæra þurfi þær frekar.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt ríka áherslu á að gripið verði til almennra aðgerða þar sem jafnræði og jöfnun áhættu milli lánveitenda og lántakenda sé höfð að leiðarljósi.

Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru m.a.:

Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja stjórnvöld til að afgreiða frumvörp laga um frestun fullnustuaðgerða og greiðsluaðlögun sem allra fyrst.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

·         Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt

·         Spornað við frekari hruni efnahagskerfisins

·         Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins

·         Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af lánum

·         Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar

·         Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný

Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld að tilkynna nú þegar um þær aðgerðir sem stjórnvöld muni grípa til, hvernig þær aðgerðir verða útfærðar og hvenær þær komi til framkvæmda.

26. febrúar 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Mig langar til að spyrja;

 Ef verðtryggingin er færð niður, hver tekur á sig tapið, ef um tap er að ræða ?

Erum við að tala um tap í beinhörðum peningum eða erum við að tala um bókhaldslegt tap þ.e. kemur þetta annarstaðar fram en í bókhaldi ?

Hjalti Tómasson, 26.2.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hjalti, getum við ekki alveg eins sagt "úr hverju varð verðtryggingin"?  Verðtryggingin verður í reynd til úr engu.  Það er yfirleitt ekki verðmætaaukning bak við hana, þannig að hún er bara pappírsfærsla.  Ég er því að mestu að tala um bókhaldslegt tap.

En svo ég svari fyrri spurningunni, þá dugar ekki að fella bara niður verðtrygginguna á útlánum fjármálafyrirtækjanna, heldur verður að fella hana líka niður á lánunum sem þau tóku, þ.e. bæði innlánum og lánum frá öðrum fjármálafyrirtækjum.  Það verða því að lokum fjármagnseigendur sem bera "tapið".  Hluti af "tapiinu" færist til, þ.e. "tap" við niðurfærslu verðtryggingarinnar kemur í veg fyrir "tap" síðar vegna afskrifta á lánum.  Svo er mikilvægt að skoða ekki bara kostnað heldur líka ávinninginn.  Í mínum huga er hann margfalt meiri en "tapið".  T.d. mætti spyrja sig:  Hverjum ætla bankarnir að lána, þegar fólk á ekkert eigið fé og ekkert veð til að setja á móti?

Marinó G. Njálsson, 26.2.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Offari

Ég vill þakka hagsmunasamtökum heimilina fyrir að reyna að finna leiðir til úrbóta meðan stjórnmálamenn eru frekar að leita að leiðum til að halda sætum sínum.  Ég vona að á ykkur verði hlustað og þið(eða við því ég er að hugsa um að ganga í þessi samtök ykkur til stuðnigs) náið að koma stjórvöldum í skilning um hvað sé nauðsynlegast að gera.

Hjalti ég held að minni hagnaður þurfi ekki endilega að þýða tap.

Offari, 26.2.2009 kl. 15:49

4 identicon

Að hverju stefnið þið með bílalán?  Fólk getur verið með gengistryggt bíllán af venjulegum fólksbíl sem hækkaði yfir 100% á 15 mánuðum.  Sama fólkið getur líka verið með fasteignalán.  Ég eyddi ekki miklu en þannig er mín saga.  Hafði aldrei fyrr tekið bíllán, vildi ekki dýrt gengistryggt bíllán, en hélt ég væri að taka hagstætt gengislán.

EE elle (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvenær ætla menn að læra að tala ekki um kostnað. Í huga flestra þýðir kostnaður aðeins eitt, að taka upp veskið og borga. Þegar talað er um niðrfellingur skulda og brottnám verðtrygginga á húsnæðislánum koma sumir sjóðir og stofnanir að verða fyrir skerðingu tekna. En að sjálfsögðu er það áhrifameira hjá eim sem standa í vegfyrir Hagsmunum Heimilanna að nota orðið KOSTNAÐ því það skilja allir sem neikvætt og eitthvða erfitt.

Haraldur Haraldsson, 26.2.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband