Leita í fréttum mbl.is

Af hverju núna en ekki í október?

Það er svo merkilegt með Sjálfstæðisflokkinn, að hann fer ekki að vinna skipulega fyrr en hann missir völdin.  Hér er flokkurinn að setja á fót endurreisnarnefnd, sem mjög gott framtak. Málið er að ég hef það á tilfinningunni að hún eigi frekar að vera pólitískt tæki í kosningabaráttunni til að tryggja flokknum fylgi, en að raunveruleg alvara liggi þarna að baki.

Ásmundur Stefánsson stjórnaði neyðarnefndum  á vegum ríkisstjórnarinnar í vikunum eftir hrun bankanna.  Þar voru starfandi margir góðir hópar sem unnu í mikilli upplýsingaöflun.  Þegar menn ætluðu að koma með einhverjar tillögur, þá var (að sögn heimildarmanns míns) slegið á fingurna og sagt að þetta mætti, þetta væri ómögulegt og þetta væri ekki hægt.  Á þá að taka það alvarlega, að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að fara að skoða endurreisn atvinnulífsins, þegar búið er að koma flokknum frá völdum.  Hvers konar brandari er þetta?  Í fjóra mánuði meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði tök á að koma einhverju endurreisnarstarfi í framkvæmd, er nánast ekkert gert í þá veru, en daginn sem honum er skipt út af, þá verður hann skyndilega alvitur.  Af hverju fóru þessi 4 mánuðir í súginn?  Er það ekki ljóst að það er betra að hann sitji á hliðarlínunni, þar sem þá þorir hann að koma með hugmyndir?

Málið er að hjá Sjálfstæðisflokknum snýst allt um eigin hag flokksins.  Það snýst um að leiðtoginn geti komið inn á landsfund sem hinn stóri sterki.  Forsætisráðherrann ráðalausi og kraftlausi óx ásmegin og hugmyndaflug daginn sem kærastan sparkaði honum.  Sjávarútvegsráðherrann, sem hafði hafnað hugmyndum um atvinnuhvalveiðar í haust, skreið úr holunni sinni og tilkynnti stórpólitíska ákvörðun daginn eftir að pólitískt vald hans þvarr.

Ég er ekki að kvarta undan því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að vakna til lífsins.  Ég hefði bara gjarnan viljað að hann hefði verið svona vakandi síðustu 4 mánuði, en ekki bara síðustu 4 daga.

Nú bíð ég bara spenntur eftir fleiri góðum hlutum frá flokknum, t.d. að hann átti sig á neyð heimilanna, fáránleika peningamálastefnu Seðlabankans, hvernig þjóðin hefur verið kúguð til samninga af AGS og erlendum þjóðum og spillingunni sem hefur verið innan flokksins í tengslum við útrásina og fall bankanna.


mbl.is Vilhjálmur leiðir endurreisnarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði nú verið gaman ef þeir hefðu kannski vaknað nokkrum árum fyrr. Ég held hins vegar að það sé borin von að neitt af viti komi frá þeim því það myndi höggva óþægilega nærri þeim sjálfum (sem er út af fyrir sig fínt því Sjálfgræðisflokkurinn er orðinn að krabbameini í íslenskri pólitík og því fínt að hann lagist ekkert)

Það er eins og þú segir Sjálfgræðisflokknum er NÁKVÆMLEGA sama um fólkið í landinu. Þetta eru valdasamtök sem ganga bara út á að mylja eins mikið og hægt er undir meðlimi samtakanna. 

Sjálfgræðisflokkurinn hefur verið ótrúlega góður í að blekkja almenning til að trúa því að hagsmunir flokksins og almennings fari saman. Það hefur líka hjálpað þeim að valkostirnir hafa verið frekar lélegir og jafnvel sama sjálfhyglingarmarkinu brenndir og þeir. 

Loks tókst þeim að hanga á völdunum nú síðasta kjörtímabil vegna þess að platgóðæri var tekið af láni af bankavinum flokksins.

Það eina sem er gott við þetta rugl allt saman er að losna við bannsetta aulana úr stjórn.

Jón Stefán (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála Marinó

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.2.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband