30.1.2009 | 11:13
Hið dulda atvinnuleysi á Íslandi
Þetta er hátt hlutfall, en það má ekki gleymast að á Íslandi er eiginlega ekkert langtíma atvinnuleysi. Þegar Páll Pétursson var félagsmálaráðherra ákvað hann að færa alla sem höfðu verið atvinnulausir of lengi af atvinnuleysisskrá yfir í greiðslukerfi Tryggingastofnunar og á lífeyrissjóðina. Þannig að í staðinn fyrir að hafa t.d. hóp kvenna, sem gátu ekki farið í hvaða störf sem er, atvinnulausar, þá fengu þær alls konar örorkugreiningar sem ekki höfðu verið hafðar í hávegum fram að því. Við þetta fjölgaði gífurlega þeim sem þiggja örorkubætur, en atvinnulausum fækkaði. Þetta er hið dulda atvinnuleysi á Íslandi og er ekkert annað en fölsun á tölum.
Ókosturinn við þetta fyrirkomulag er að örorkugreiðslur eru ákaflega íþyngjandi á marga lífeyrissjóði. Þetta á sérstaklega við þá sjóði sem tengdir eru stórum kvennastéttum og síðan þá sem eru með sjómenn. Það er nefnilega staðreynd að þetta eru þeir hópar sem hverfa fyrst af vinnumarkaði. Þar sem langtímaatvinnuleysi er ekki viðurkennt á Íslandi, þá hefur fólk ekki um annað að velja, en að fara á örorkubætur. Eins og áður segir, greiða lífeyrissjóðirnir háar upphæðir í örorkubætur til sjóðfélaga sinna. Hefur þessi mikla fjölgun þeirra sem þiggja örorkugreiðslur m.a. leitt til þess að hækka hefur þurft iðgjald (þ.e. mótframlag launagreiðenda) til sjóðanna.
Spurningin er hvort sé betra að greiða hærra iðgjald til lífeyrissjóðanna og safna fólki á örorkubætur eða hækka greiðsluna í atvinnuleysistryggingasjóð og greiða fólki atvinnuleysisbætur. Munurinn gagnvart þeim sem þiggur greiðsluna, er að ef hann er öryrki, þá þarf hann ekki að vera virkur í atvinnuleit og nýtur alls konar réttinda/afslátta sem honum býðst annars ekki.
Þessu á núna að snúa við með tvennu móti. Fyrst á að hverfa frá örorkumati og taka upp starfsorkumat og gera þannig stórum hluta fólks kleift að vera í hlutastarfi án þess að missa allan rétt til örorkubóta. Hitt er að stofnaður hefur verið Starfsendurhæfingarsjóður sem á að aðstoða fólk við að efla starfsorku sína í kjölfar slysa eða veikinda, þannig að viðkomandi fer aftur út á vinnumarkaðinn í staðinn fyrir að fara á örorkubætur. Starfsendurhæfingarsjóður tók til starfa núna um áramótin og eru nokkur forverkefni komin í gang. Ég þekki þar aðeins til og verð að segja að þar er í gangi mjög metnaðarfull starfsemi undir stjórn Vigdísar Jónsdóttur hagfræðings.
15 þúsund manns metnir 75% öryrkjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1680813
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
sæll
þú gleymir því að þrátt fyrir "dulið" atvinnuleysi, eru engu að síður rúmlega tvöfalt fleiri vinnustundir á hverja 100 íslendinga en frakka 2006, samkv. OECD (aldur 15-64).
Svo að þrátt fyrir allt, er "dulið" atvinnuleysi á íslandi hlutfallslega minnst hjá ykkur.
mkv frá Grænlandi, þar sem öryrkja og dulið atvinnuleysi blómstrar!
Baldvin Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 12:20
Við fundum ekki þetta fyrirkomulag upp að setja fólk frekar á örorku, en kalla það atvinnulaust. Þetta er því þekkt út um allt og sérstaklega á Norðurlöndum.
Ég er annars fyrst og fremst að koma með sögulega skýringu. Nú síðan skýrir þetta skerðingu sumra lífeyrissjóða á greiðslum fyrir nokkrum árum og hvers vegna ákveðið var að hækka iðgjöld um 2 prósentustig fyrir ekki löngu.
Marinó G. Njálsson, 30.1.2009 kl. 12:43
Sæll aftur
Þrátt fyrir allt, má samt benda á að feluleikur stjórnvalda hefur verið minni á Íslandi en annarsstaðar á Vesturlöndum í þessu samhengi.
Þar nægir að kíkja á opinberar tölur hjá OECD, IMF og WB og draga þá fyrst þá sem eru á vinnumarkaði frá, svo atvinnuleysi, síðan meðalvinnustundir. Út úr því færðu vinnustundir sem unnar eru pr. 100 manns. Niðurstaðan er sláandi - Íslendingum í vil (ekki framleiðninni þó...).
Púðinn til að takast á við kreppu á Íslandi er mun þykkari, þ.e. aðgengi að vinnu. Hvað þá þegar litið er til þess að Íslendingar í vinnu eftir 62 ára aldur - og á skólaaldri er miklu hærri en á öðrum vesturlöndum.
Baldvin Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.