Ég hef skrifað um þessi mál áður og fullyrt að rökin fyrir háum stýrivöxtum standist ekki. Nú er enn einu sinni verið að telja okkur trú um að við verðum að hafa stýrivexti háa til að styrkja gengi krónunnar. Mér finnst þetta ekki standast. Mikilvægasta ástæðan fyrir veikri stöðu krónunnar er nær ekkert framboð af gjaldeyri. Seðlabankinn viðurkenndi það um daginn að hafa varla sett nokkurn gjaldeyri í umferð frá því í byrjun desember. Ef ekkert er framboðið umfram það sem kemur frá útflytjendum og næg er eftirspurnin, þá helst krónan veik. Eina leiðin til að styrkja krónuna er að dæla gjaldeyri á markaðinn og skapa þannig offramboð á erlendum gjaldeyri. (Vissulega er gott að hafa krónuna veika fyrir þá sem vilja flytja fjármagn til Íslands og ég hef mælt með því að erlendu fjármagni verði hleypt óheftu úr landi í stuttan tíma meðan krónan er veik. En það kemur stýrivöxtum ekkert við. Það er herfræði sem byggir á því að slík tilfærsla kosti okkur sem minnstan gjaldeyri.)
Háir stýrivextir veikja hagkerfið. Eftir því sem hagkerfið er veikara verður gjaldmiðill hagkerfisins veikari. Þetta getur hver heilvita maður sagt sér. Háir stýrivextir hækka líka greiðslur til erlendra aðila sem eru með fé bundið á Íslandi. Þar með auka háir stýrivextir eftirspurn eftir gjaldeyri og veikja þar með krónuna. Þeir auka líka útgjöld ríkissjóðs og þar með hallann á ríkissjóði. Háir stýrivextir mælast til hækkunar á vísitölu neysluverðs og auka því verðbólgu, sem grefur undan gjaldmiðli þjóðarinnar. Allt bendir til þess að lækka eigi stýrivexti, þar sem það sé skjótvirkasta leiðin til að styrkja hagkerfið.
Í dag er staðan í íslenska hagkerfinu það sem heitir "stagflation", sem er hugtak yfir stöðnun eða samdrátt samhliða verðbólgu. Hagfræðingar hafa bent á að í því ástandi sé það versta sem gert er að halda stýrivöxtum háum, þar sem það eykur áhrif stöðnunarinnar eða samdráttarins og getur orðið til þess að hagkerfið sogast ofan í hringiðu niðursveiflu með fjöldagjaldþrotum, fjöldaatvinnuleysi og hruns gjaldmiðils. (Lesa má um þetta með því að googla um "stagnation".)
Háir stýrivextir eru alls ekki til að verja íslenska hagsmuni. Þeir eru hættulegir hagkerfinu og þeir eru hættulegir gjaldmiðlinum. Þeir verða til þess að stór hluti verðmætasköpunar í þjóðfélaginu sogast út úr atvinnulífinu og frá heimilunum og verða til þess að auka samdráttinn. Eins og ástandið er núna, er nauðsynlegt að fyrirtæki haldi veltufé og heimilin ráðstöfunartekjum. Af öðrum kosti hægist á veltunni í þjóðfélaginu. Meðan fjármálafyrirtæki soga til sín 25-50%% af öllu fjármagni, ef ekki meira, þá fer þessi sami peningur ekki í að viðhalda veltunni. Það næsta sem gerist er að fyrirtækin og heimilin hafa ekki lengur efni á brýnustu nauðsynjum. Þá gerist það sem gerðist í Bandaríkjunum. Þessi aðilar hætta að greiða af lánum. Þeim verður alveg sama, þar sem þeir sjá ekki tilganginn í því að greiða fjármálafyrirtækjum himinháa vexti á sama tíma og allt annað situr á hakanum. Skítt með húsnæðislánin, skítt með bílalánin. Og hvað gerist? Undirstöður fjármálafyrirtækjanna brest og krónan fellur ennþá meira.
Það er sama hvernig ég lít á þetta. Háir stýrivextir og hátt vaxtastig er dragbítur á allt. Þetta er hengingarólin sem er hægt og sígandi að loka fyrir súrefnisflæði til fyrirtækja og heimilanna. Þetta er akkeriskeðjan sem er að sökkva krónunni, en ekki björgunarhringurinn sem átti að halda henni á floti.
Einn gallinn við peningamálastefnu Seðlabankans, er að hún er sífellt að bregðast við verðbólgunni að baki. Það er satt að verðbólga síðustu 12 mánuði var 18,1% og þegar tölur fyrir janúar birtast, þá getum við búist við að breyting á vísitölu neysluverðs sýni hátt í eða rúmlega 20% hækkun á einu ári. En 12 mánaða verðbólga sem er framundan er vonandi ekki nema 4%. Það er lífsnauðsynlegt fyrir hagkerfið að peningamálastefna Seðlabankans endurspegli þá sýn. Menn verða að ákveða að það liðna sé liðið og horfa fram á veginn. Ætli Seðlabankinn að miða peningamálastefnu sína við fortíðina næstu 12 mánuði, þá mun það leiða til fjöldagjaldþrota og fjöldaatvinnuleysis.
Næstu 12 mánuði eða jafnvel lengur mun 12 mánaða verðbólga vera mörgum prósentum hærri en 3 mánaða verðbólga. (Undantekningin er mælingin núna í janúar.) Strax í febrúar munum við sjá fram á að þessi munur verði kominn a.m.k. í 4%, 7% í mars og 8% í apríl. (Þetta fer að sjálfsögðu eftir verðbólguþróun.) Dragi hraðar úr hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða, en ég geri ráð fyrir, þá verður þessi munur meiri. (Ég geri ráð fyrir á bilinu 0,5-0,6% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða í febrúar, mars og apríl, sem er mögulega of mikil.) Þessi mikli munur á 3 mánaða verðbólgu og 12 mánaða verðbólgu mun haldast um og yfir 6% fram á haust. Afleiðingin af þessu, er að allt þetta ár verðum við að greiða fyrir það í vöxtunum okkar að verðbólga ársins 2008 var hátt í 20%. Allt þetta ár munum við líða fyrir verðbólgu fortíðarinnar, þar sem peningamálastefna Seðlabankans hefur hingað til verið háð þeim takmörkunum að stýrivextir séu hærri en 12 mánaða verðbólga sýnir á hverjum tíma. Af þeirri ástæðu einni munum við þurfa að greiða 6-8% hærri vexti nær allt þetta ár en verðbólgumæling á hverjum tíma segir til um. Og vegna skuldsetningar fyrirtækja og heimilanna mun bankakerfið soga til sín allt of stóran hluta af ráðstöfunartekjum fyrirtækja og heimila. Jafnvel hóflega skuldsett fyrirtæki og heimili munu eiga í erfiðleikum með að lifa þetta af. Þeir sem eru meira skuldsettir munu þurfa að horfa upp á gjaldþrot.
Leiðin út úr þessu er að lækka stýrivexti strax og það hratt. Jafnframt þarf að setja vaxtaþak sem er miðað við einhver prósent umfram 3 mánaða verðbólgu. Þessu til viðbótar þá þarf að auka peningaflæði í umferð. Við þurfum að koma blóðstreymi hagkerfisins af stað. Þetta er bara eins og fyrsta hjálp. Lífkerfin þrjú verða að virka. Fyrir hagkerfið er það fyrirtækin, heimilin og peningaflæðið. Ef lokast á eitthvað af þessu, þá er hagkerfið dautt - game over.
Veik staða krónu meginástæða hárra stýrivaxta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eins og alltaf áður hefur þú á réttu að standa Marinó.
En líkur á því að ruslið í Seðlabankanum og á Alþingi átti sig á þessu eru minni en 0%.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:40
Það sem er gallinn við núverandi efnahagsstjórn er að mínu mati sá einbeitti vilji til að koma aftur á sama kerfi og var fyrir hrunið. Það er engin launung að sjálfstæðismenn voru mjög stoltir af því og vilja bjarga því hvað sem það kostar. Það er því ekki að ástæðulausu að við höfum sömu persónur og leikendur núna og fyrir október 2009.
Það mun verða dýrt að verja þetta kerfi og það verður að ná peningum af skattborgurum til að niðurgreiða og skuldajafna hjá stærstu skuldurunum svo þeir geti haldið áfram starfsemi sinni. Því miður hafa menn ekki aðrar féþúfur en almenning og smærri fyrirtæki.
Samfylkingin hefur stutt þessa viðleitni og verður þeim meiri álitshnekkur eftir því sem lengra líður. Það er alveg sama hvað sjálfstæðismenn eiga eftir að samþykkja um ESB. Stjórnin mun ekki lifa út febrúarmánuð (nema sem starfsstjórn fram að kosningum etv). Samfylkingin hefur svo miklu að tapa núna á þessu "samstarfi" að það þýðir pólitíska lömunarveiki um langa hríð. Samfylkingin getur farið ver en Sjálfstæðisflokkurinn því lengra sem líður.
Gísli Ingvarsson, 8.1.2009 kl. 15:47
Gott innlegg Marinó. Á síðustu misserum var vaxtastefnan rökstutt með því að það væri verið að reyna að slá á þennslu og þ.a.l. að fylgja eftir verðbólgumarkmiðum S.I. Margir hagfræðingar bentu þá á að þegar munur á stýrivöxtum er kominn í þetta 3-4% m.v. nágrannalöndin, þá hætta stýrivaxtahækkanir að bíta sem tæki til að slá á þennslu. Heimili og fyrirtæki fjármögnuðu sig bara í staðinn að miklu leyti í erlendri mynt.
Núna eru rökin þau að ekki sé hægt að hafa neikvæða raunvexti, þess vegna verða stýrivextir að vera svona háir. Ef þau rök duga ekki, þá er sagt að það þurfi að stöðva fjármagnsflótta úr landinu og styðja við gengi krónunar.
Á meðan þessi helstefna ríkir, þá blæðir fyrirtækjum og heimilum eins og þú bendir á. Vilhjálmur Egilsson sagði að einu atvinnugreinarnar sem þola svona hátt vaxtastig séu vopnasala, vændi og eiturlyfjasala. Það er alveg rétt hjá honum. Það eru engar aðrar atvinnugreinar sem þola þetta vaxtastig til lengdar enda stefnir í fjöldagjaldþrot fyrirtækja(og heimilia) á þessu ári.
Reyndar eru flest þessi fyrirtæki og heimili nú þegar gjaldþrota, það á bara eftir að ganga frá formsatriðum í því sambandi.
Það er skelfilegt að horfa upp á hvernig stjórnvöld virðast ætla að klúðra málum endanlega fyrir Ísland með aðgerðarleysi í bland við illa ígrundaðar og tilviljunakenndar aðgerðir.
Guðmundur Pétursson, 8.1.2009 kl. 16:44
Guðmundur, takk fyrir gott innlegg. Ég hef ítrekað bent á að forsendur stýrivaxtaákvarðana séu rangar. Það á ekki að byggja á 12 mánaða verðbólgutölum, heldur eigi að styðjast við 3 mánaða tölur, bæði horfur og fortíð. Ásstæðan er einföld. Ef menn ætla að slá á verðbólgu, þá verður að taka á sjúkdómnum ekki einkennunum og menn verða að draga hratt úr áhrifum hárra vaxta með skarpri lækkun. Ef ég veit að stýrivaxta hækkun gengur til baka á max 3 mánuðum, þá er ég vísari til að grípa strax til tímabundins niðurskurðar og draga þannig úr þenslu. En ef ég sé fram á að stýrivextir haldist háir lengi, þá fer ég í hagræðingu, uppsagnir og jafnvel lokanir. Ég held að flestir vilji frekar aftakastorm sem stendur stutt yfir og síðan helst veðrir gott, en leiðingaveður í heilt ár.
Marinó G. Njálsson, 8.1.2009 kl. 16:56
Ég hef séð það svart á hvítu hvernig verðbólga eltir vextina, því hærri vextir, því meiri verðbólga - eins og þú segir. Enginn af hinum háu herrum virðast taka eftir því.
Það verður ekkert gert til að létta á fólkinu, held ég. Ég er viss um að þeir eru viljandi að reyna að rústa hagkerfinu.
Ég veit ekki af hverju þeir eru að því. Mig grunar að það sé bara heimska sem valdi.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.1.2009 kl. 17:14
Hegðun þeirra sem halda utan um peningamál á Íslandi og það með háa vexti, heitir á mannamáli "að læra EKKI af reynslunni" og við hana er ég er afar ósátt. Tek að öðru leiti mjög undir þín skynsamlegu skrif MGN.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 06:14
Ég meinti, ég tek að ÖLLU leiti undir skrifin þín MGN
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 06:16
Nokkuð gott innlegg um vont mál. Mér hefur reynst erfitt að skilja rökin fyrir þessu vaxtastigi, nema ætlunin sé að "reka út illa anda", s.s. setja alla á hausinn.
Ef menn fara ekki að átta sig á þessu, þá hrynur spilaborgin endalega því stór hluti fyrirtækja og fólks mun einfaldlega gefa skít í að borga það sem það ræður hvort eð er ekkert við... og hvað þá?
Magnús Þór Friðriksson, 9.1.2009 kl. 08:53
Magnús: Einfalt er að svara þessu "hvað þá".
Í mínu tilviki þá myndi ég einfaldlega hætta að borga og koma mér héðan, lánadrottnar mínir (engin furða að notað sé orðið drottnar) gætu þá bara fengið að dútla sér við að ná einhverju út úr verðlausum eignum mínum og lagt í það umtalsverða fjármuni.
Það er enginn ábyrgðarmaður að mínum lánum þannig að samviska mín væri hrein, og jafnframt loku fyrir það skotið að blóðsugurnar gætu skaðað mína nánustu.
Já, ég ber ómælda virðingu fyrir fólkinu sem mætir á Austurvöll...ekki endilega fyrir að mótmæla heldur fyrir að halda ró sinni. Alls staðar annarsstaðar væri búið að draga þetta fólk út á götu og kasta í það eggjum.
Ellert Júlíusson, 10.1.2009 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.