7.1.2009 | 16:41
Best að vera stærðfræðingur!
Viðskiptablaðið birtir oft litlar sætar fréttir á vb.is. Ein slík frétt ber yfirskriftina "Best að vera stærðfræðingur". Annars hljóðar fréttin svona:
Stærðfræðingar landa bestu störfunum í Bandaríkjunum samkvæmt rannsókn sem CareerCast.com stendur fyrir, en dagblaðið Wall Street Journal greinir frá þessu.
Í rannsókninni voru 200 störf í Bandaríkjunum metin út frá fimm þáttum: umhverfi, tekjum, atvinnuhorfum, líkamlegri áreynslu og stressi. Stærðfræðingar komu best út úr rannsókninni og skógarhöggsmenn verst, en á meðfylgjandi töflu má sjá fimm bestu og verstu störfin.
Miðgildi tekna stærðfræðinga nemur 94 þúsund dollurum á ári, sem samsvarar um 11 milljónum íslenskra króna á ári á núverandi gengi.
Önnur ákjósanleg störf samkvæmt rannsókninni eru sagnfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur. Meðal starfa sem komu illa út úr rannsókninni eru slökkviliðsmaður, málari og hjúkrunarfræðingur.
Þetta er mjög áhugaverð niðurstaða, þar sem það hefur jafnan þótt heldur púkó að vera stærðfræðingur, hvað þá greinandi áhættu og óvissu eða tölfræðingur, en allt þetta hefur þótt heldur nördalegt. Líffræðingar og tölvunarfræðingar hafa þótt meira spennandi. Ég ætti samkvæmt þessu að vera í góðum málum, þar sem að ég er tölvunarfræðingur, fæst við að greina áhættu og óvissu og er með tvær gráður í aðgerðarannsóknum, sem er sambland af stærðfræði, tölfræði og hagfræði/rekstrarfræði. Samkvæmt þessu, þá skora ég hátt í 4 af 5 þeirra faga sem þykir hvað best að stunda í henni Ameríku. (Síðan vann í 3 ár hjá deCODE.)
Ég ætti kannski að fara að skrá mig hjá CareerCast.com
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.