Leita í fréttum mbl.is

Best að vera stærðfræðingur!

Viðskiptablaðið birtir oft litlar sætar fréttir á vb.is.  Ein slík frétt ber yfirskriftina "Best að vera stærðfræðingur".  Annars hljóðar fréttin svona:

e0261693b212c17cdf9953c2110d0f69_300x225Stærðfræðingar landa bestu störfunum í Bandaríkjunum samkvæmt rannsókn sem CareerCast.com stendur fyrir, en dagblaðið Wall Street Journal greinir frá þessu.

Í rannsókninni voru 200 störf í Bandaríkjunum metin út frá fimm þáttum: umhverfi, tekjum, atvinnuhorfum, líkamlegri áreynslu og stressi. Stærðfræðingar komu best út úr rannsókninni og skógarhöggsmenn verst, en á meðfylgjandi töflu má sjá fimm bestu og verstu störfin.

Miðgildi tekna stærðfræðinga nemur 94 þúsund dollurum á ári, sem samsvarar um 11 milljónum íslenskra króna á ári á núverandi gengi.

Önnur ákjósanleg störf samkvæmt rannsókninni eru sagnfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur. Meðal starfa sem komu illa út úr rannsókninni eru slökkviliðsmaður, málari og hjúkrunarfræðingur.

Þetta er mjög áhugaverð niðurstaða, þar sem það hefur jafnan þótt heldur púkó að vera stærðfræðingur, hvað þá greinandi áhættu og óvissu eða tölfræðingur, en allt þetta hefur þótt heldur nördalegt.  Líffræðingar og tölvunarfræðingar hafa þótt meira spennandi.  Ég ætti samkvæmt þessu að vera í góðum málum, þar sem að ég er tölvunarfræðingur, fæst við að greina áhættu og óvissu og er með tvær gráður í aðgerðarannsóknum, sem er sambland af stærðfræði, tölfræði og hagfræði/rekstrarfræði.  Samkvæmt þessu, þá skora ég hátt í 4 af 5 þeirra faga sem þykir hvað best að stunda í henni Ameríku.  (Síðan vann í 3 ár hjá deCODE.) 

Ég ætti kannski að fara að skrá mig hjá CareerCast.com Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1681251

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband