Leita í fréttum mbl.is

En hann hefur samt skorað fleiri stig úr vítum en góðu skytturnar

Tölfræði getur stundum verið snúin.  Hér er frétt um skotnýtingu Shaquille O'Neal, þar sem er verið að gera lítið úr hittni hans af vítalínunni.  Það kemur fram að hann hafi "klúðrað" yfir 5.000 skotum, en jafnframt sagt að hann hafi 52,5% nýtingu, sem þýðir að hann hefur skorað meira en 5.100 stig af vítalínunni.  Nokkuð góður árangur, sem er betra en meðaltal 12 bestu vítaskyttna NBA, en þær hafa að jafnaði tekið 1.350 færri vítaskot en Shaq hefur skorað úr!  Eða þá liðfélagi Shaq, Steven Nash, sem vissulega er með 90% nýtingu, en aðeins úr 2.500 skotum.  Miðað við þetta, þá er betra fyrir þau lið sem Shaq hefur spilað með að hann skori bara úr öðru hverju skoti, en að fyrir liðin með 12 bestu vítaskytturnar í NBA að þær skori úr 9 af hverjum 10.  Best væri náttúrulega, að það væri jafnmikil ógn af þessum meistaraskyttum og af Shaq, þannig að menn væru sífellt að brjóta á þeim.

Ekki það, að ég hef aldrei verið aðdáandi Shaq og er alveg sama hvað hann "klúðrar" oft af vítalínunni.  Það er bara tölfræðin í þessari frétt sem vekur áhuga minn.  Stundum er nefnilega lakari árangur betri en góður árangur.


mbl.is Shaq hefur „klúðrað“ yfir 5.000 vítaskotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband