Leita í fréttum mbl.is

FSA vill skylda banka til að fjárfesta í ríkisskuldabréfum

FSA í Bretlandi (FME Bretlands) er að skoða leiðir til að draga áhrifum sem lausafjárkreppa getur haft á breska banka í framtíðinni.  Lausnin er í sjálfu sér einföld, en gæti gerbreytt viðskiptalíkani flestra banka.  Hún gengur út á að bankar verði skyldaðir til að kaupa ríkisskuldabréf.  Með þessu væri búinn til varasjóður fyrir lausafé í bönkunum, sem hægt væri að grípa til með skömmum fyrirvara.  Talað er um að ríkisskuldabréf þyrftu að nema 6 - 10% af eignasafni bankanna.  Stærri bankar hafa gjarnan haft að jafnaði 5% af eignasafni sínu í ríkisskuldabréfum, meðan þetta hlutfall hefur verið lægra hjá minni bönkum.

Nú veit ég ekki hvert þetta hlutfall er hér á landi, en hefðu Glitnir, Kaupþing og Landsbanki átt ríkisskuldabréf (frá helstu viðskiptalöndum þeirra) sem numið hefðu 7-10% af eignasöfnum þeirra, þá hefði það mjög líklega komið í veg fyrir fall bankanna í byrjun október.  Vissulega gefa ríkisskuldabréf ekki sömu ávöxtun og ýmsir aðrir pappírar, en stundum þarf að setja öryggið á oddinn.  Þetta sé nokkurs konar tryggingariðgjald.  Munurinn á ríkisskuldabréfum og AAA metnum pappírum einkabanka, er að bankarnir geta farið á hausinn (því hefðu pappírarnir kannski ekki geta fengið AAA mat).

FSA virðist eitthvað hnýta í íslensku bankana, því stofnunin vill einnig gera þá kröfu til útbúa erlendra banka í Bretlandi, að þau séu sjálfum sér nóg um fjármögnun, nema móðurbankinn uppfylli ákveðin skilyrði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hljómar svolítið eins og bindiskyldubróðir!

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kallst þetta ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 82
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 357
  • Frá upphafi: 1680645

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband