Leita í fréttum mbl.is

Að halda uppi atvinnu skiptir sköpum

Það er sama hvert litið er, alls staðar blasir við sama sjónin.  Samdráttur, uppsagnir, þrengingar og gjaldþrot.  Þetta minnir mig á það sem sagt var um ástandið í Finnlandi á sínum tíma.  Af því sem ég hef heyrt frá fólki sem upplifði finnsku kreppuna, þá virðist fólk almennt vera sammála um að þar hafi ein reginn mistök verið gerð.  Þess var ekki gætt að fólk héldi vinnunni sinni.  Það þótti betra að fólk hrúgaðist inn á atvinnuleysisskrá og mældi göturnar.  Bent er á að í sumum héruðum Finnlands hafi atvinnuleysi farið upp í 50% og á mörgum stöðum verið yfir 30%.  Þjónusta lagðist af, fyrirtæki lokuðust.  Fólk svalt af því að það hafði ekki efni á mat.  Börnum var gefinn morgunmatur í skólum á mánudagsmorgnum, þar sem þau höfðu lítið fengið að borða frá því í hádeginum á föstudögum.  Ástandið var ískyggilegt.

Ég nefni þetta hér, bæði vegna þess að þessar lýsingar rifjuðust upp fyrir mér þegar ég hlustaði á viðtal um þetta efni í útvarpinu í gær og eins vegna þess að þetta er nokkuð sem við verðum að forðast.  Það er betra að ríkið komi til móts við atvinnurekendur með því að greiða þeim andvirði atvinnuleysisbóta til að lækka launakostnað, en að þau segi fólki upp. Meðan fólk er í vinnu, þá er það í verðmætasköpun eða að veita þjónustu.  Við getum kallað þetta atvinnubótavinnu, gott og vel, en allt er betra en stórfellt atvinnuleysi.  Ríkið getur líka hrint í framkvæmd mannfrekum verkefnum sem það hefur ekki viljað fara út í.  Ég get nefnt sem dæmi að koma skjölum Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafna í það horf sem er söfnunum til sóma.  Að færa gamlar sjúkraskrár yfir á tölvutækt form.  Að taka í gegn hinar mörgu byggingar ríkisins, þar sem viðhald hefur dregist.  Ég gæti vafalaust haldið svona áfram lengi og aðrir eru með sínar hugmyndir.  Allt er betra en fjöldaatvinnuleysi.  Jóhanna Sig. og Árni Mat. nú er komið að ykkur að láta verkin tala.


mbl.is Um 70% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta eru tillögur sem ættu að fara beint inn á borð ríkisstjórnarinnar því atvinnuleysi hefur fleiri alvarlegar afleiðingar en hér verða taldar upp. Það er þó ljóst að atvinnuleysi eyðileggur manneskjur og eyðilagðar manneskjur eyðileggja út frá sér.

Stórfelld atvinnuleysi veldur alvarlegum félagslegum vanda. Hann er nú þegar miklu meiri en heilbrigðis- og meðferðarstofnanir hafa fjármagn og burði til að sinna. Þessi málaflokkur er einn þeirra þátta í samfélaginu sem hafa nánast verið hundsaðir í ofuráherslu stjórnvalda á markaðshyggju undanfarin ár. Reykvíkingar þurfa sennilega ekki lengra en niður á Austurvöll til að horfa upp á afleiðingarnar af þessu. Ég vil ekki einu sinni leiða hugann af því hve útigangsmönnum þar á eftir að fjölga við stóraukið atvinnuleysi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þð eru nú þegar til reglur um svokallaða starfsþjálfunarsamninga sem er til þriggja mánaða og svo eru reglur sem fyrirtæki sem verið er að byggja upp og eru ekki í samkeppni. Þar er hægt að fá bæturnar inn í fyrirtækið i 6 mánuði. Nú er líka búið að lengja þann tíma sem bætur eru greiddar á móti haálfu starfi (ef starf fer úr 100% í 50%) úr 3 mánuðum í 6. Það eru kölluð sérstök verkefni. Hefur t.d. verið notað hjæa sveitarfélögum vegna sumarvinnu og fl.

Þessi ábending þín er mjög þörf og nauðsynlegt að bregðast við stórfelldu atvinnuleysi og það sem allra fyrst.

Það vantar ekki verkefni og má þar líka nefna sprotfyrirtæki og hverskyns nýsköpun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 02:56

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru nú þegar til reglur um starfsþjálfunarsamninga til þriggja mánaða og svo geta fyrirtæki sem verið er að byggja upp og eru ekki í samkeppni fengið bæturnar inn í fyrirtækið i 6 mánuði.

Það eru kölluð sérstök verkefni. Hefur t.d. verið notað hjá sveitarfélögum vegna sumarvinnu og fl.

Nú er líka búið að lengja þann tíma sem bætur eru greiddar á móti hálfu starfi (ef starf fer úr 100% í 50%) úr 3 mánuðum í 6. Þessi ábending þín er mjög þörf og nauðsynlegt að bregðast við stórfelldu atvinnuleysi og það sem allra fyrst.

Það vantar ekki verkefni og má þar líka nefna sprotafyrirtæki og hverskyns nýsköpun. Þarna eru til reglur sem verður að rýmka verulega meðan mesti skellurinn dynur yfir

Var til skamms tíma að vinna við skráningar atvinnulausra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 03:02

4 identicon

Ég er sammála þér, atvinnuleysi er vont og bein ávísun á að allt kerfið okkar hrynji.

En staðreyndin er að ennþá er til almenningur sem á pening! Samkvæmt tölum um seðla í umferð sem ég heyrði í kvöldfréttunum, geymir fólk þessa peninga heima hjá sér í dag.

Ég er svolítið hrædd um að miklum hluta þessa penings verði ráðstafað framhjá "kerfinu" þar sem Kerfið hefur ekki verið að standa sig.

Þjóðverjar fundu upp, eða amk hafa notað, 1 EUR störf þar sem mér skilst að fyrirtæki geti ráðið atvinnulaust fólk og fengið launin niðurgreidd af ríkinu. (Hef líka heyrt af mikilli misnotkun þar).

Þýskaland tilkynnti stuttu fyrir bankakreppuna að í fyrsta skipti í fjöldamörg ár væru fleiri námsstöður í boði en umsóknir.

Ég þori ekki að dæma um hvað er rétt að gera, mér fannst súrt á sínum tíma þegar tekjuhæstu ríkisfyrirtækin voru seld. Ég sá fyrir mér að Bankarnir, Síminn & Co. gætu greitt fyrir samneysluna og við yrðum öll rík...

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband