Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægt að varðveita þessar minjar

Ég vil hvetja Alþingi og ríkisstjórn til að vernda þessar minjar eins vel og kostur er.  Þarna eru greinilega ómetanlegar miinjar um það sem gerðist "fyrir landnám", þar sem svo virðist sem þessar minjar séu eldri en landnámsskálinn.  Ég hef heyrt að Alþingi muni fórna bílakjallara sem átti að vera þarna og einnig eigi að tengja saman svæðið á Alþingisreitnum og landnámssýninguna.  Annars verðu forvitnilegt að fá nákvæma aldursgreiningu frá svæðinu og kannski breytast ártöl Íslandssögunnar eitthvað.

Ég hef líka heyrt, að mjög líklega sé að finna frekari menjar á svæði við Suðurgötu og á horni Suðurgötu og Túngötu. Nú er lag að leggja fjármagn í frekari rannsóknir og gera svæðið að okkar Akrópólis.  Það gæti vissulega haft mikil áhrif á umferð á svæðinu, en það er þess virði.


mbl.is Fótspor Ingólfs við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leifarnar liggja "rétt ofan á landnámslaginu". Varð fyrir smá vonbrygðum með þetta. Enn á eftir að finna minjar sem eru sannanlega frá því "fyrir landnám" þó minjar og mannvirki séu til sem "líklega" eru frá því fyrir landnám.

Það er vel geymt leyndarmál að líkur eru taldar á að á Íslandi hafi verið töluverð byggð - yfir 20,000 manns - þegar Ingólfur og félaga "námu" hér land.

sigurvin (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurvin, það er alveg á hreinu að hér á landi var umtalsverð byggð írskra manna um það leyti þegar landnám norrænna manna átti sér stað.  Írski munkurinn Dicuil skrifaði um eyjuna Thule í bók sinni De mensura orbis terrae, en hún er talin vera frá um 825.  Færa má gild rök fyrir því að Írarnir hafi byrjað að koma hingað talsvert fyrr, jafnvel upp úr 500.  Í flóru Íslands er, t.d., að finna plöntur, sem menn eiga erfitt með að staðsetja í þeim kenningum sem gilda um dreifingu tegunda, og því má alveg eins álykta að þær hafi borist með pöpunum.  Örnefni benda líka til þess að papar hafi búið víða um land.  Það hentaði bara ekki höfundum Landnámu og Ara fróða í Íslendingabók að nefna þetta, þar sem það gat rengt tilkall manna til þess lands sem forfeður þeirra höfðu "numið".

Kaldhæðnin í þessu er að ýmis örnefni hér á landi benda til þess að landið hafi verið byggt "kristnu" fólki áður en norrænir menn komu.  (Ég segi "kristnu" vegna þess að trúarbrögð þessa fólks gátu alveg eins hafa verið í átt við það sem við köllum spíritalisma, nýhilisma eða önnur andleg fræði.)  Raunar hafa menn haldið því fram að orðið Ísland hafi tvær merkingar, þ.e. Hrafna-Flóka merkinguna og síðan að "ís" sé sama forskeyti og í Ísrael, þ.e. guð.  Ég sat einu sinni áhugaverðan fyrirlestur um þetta, þar sem bent var á samspil örnefna og andlegra kenninga og því hafnað að slíkt gæti verið upprunið frá norrænum landnemum.

Marinó G. Njálsson, 31.10.2008 kl. 22:52

3 identicon

Gaman að finna samherja um þessar skoðanir, þeir eru vandfundnir. Írarnir (sem líklega voru frá Skotlandi og eyjunum þar í kring) sigldu líklega hingað uppúr 500 á kúðum sínum. Sagnir eru til um að þeir hafi siglt á þassum kúðum til Ameríku um þetta leiti.

Okkar landnámssaga byggir eingöngu á Landnámu og íslendingabók. Hvesvegna var landnáma skrifur? Jú, deilur risu milli Kelta og norðmanna um "tilkall til landsins" og Ari Fróði var fenginn til að skrifa bókina til að taka af allan vafa um rétt norðmanna.

Víkingarnir drápu þá sem fyrir voru í landinu, hröktu þá burt, gerðu að þrælum sínum og sömdu við suma, þeir fengu að halda landi gegn því að skaffa menn til orustu ef til kæmi.

Las eftir skoskum sagnfræðingi að heimildir væru til um "mikinn straum fólks frá norðri til suðurs" yfir stóra Bretland um 870 - myndi í dag kallast "flóttamannastraumur"

Og þeir voru kristnir, orthodox, enda var fyrsta þing á Íslandi kristið - á KROSSnesi - Jónas Hallgrímsson rannsakaði staðinn um 1840 og taldi frekari rannsókna þörf - en nú er Krossnesið farið undir vatn, við þurfum jú rafmagn.

sigurvin (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:19

4 identicon

Það var Pithius sem uppgötvaði Thule (sem án efa var Ísland) um 200 fyrir. kr. og Dicuil skrifaði um. Hann var grískur og sigldi frá Marselles.

sigurvin (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurvin, þú mátt alveg vera viss um að það leynast fleiri svona sérvitringar í felum.

Ég var búinn að skrifa texta áðan, sem var nokkurn veginn alveg eins og það sem þú segir, en ég þurrkaði hann út, þar sem ég vissi ekki hvað ég mátti ganga langt.  En ég læt hann flakka núna.

Erfðarannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti kvenna er erfðafræðilega skyldur konum frá norðurhluta Bretlandseyja.  Það hefur alltaf verið talið að víkingarnir hafi tekið þær sem þræla, en mér finnst fjöldinn sem um ræðir, þ.e. hlutfall þeirra miðað við kvenna með norrænan uppruna, vera of hátt til að hægt sé að skýra það með því.  Eðlilegasta skýringin sé því sú, að hér hafi verið stór byggð fólks frá Bretlandseyjum (nokkurs konar frumbyggjar Íslands).  Norrænir menn hafi drepið flesta karla og drengi, en tekið konurnar sem þræla og viðhald.

Þetta er náttúrulega ekki stutt neinum vísindalegum sönnunum, enda bara vangaveltur.

Marinó G. Njálsson, 31.10.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Lesa má frekar um Pytheas í umfjöllun um Thule á Wikipedia.  Samkvæmt Pytheas var Thule í 6 daga siglingu norður af Bretlandi, náði að heimskautsbaugi og þar voru aldrei nótt um miðsumar eða dagur um miðjan vetur.

Marinó G. Njálsson, 1.11.2008 kl. 00:03

7 identicon

Þetta er einmitt sú kenning sem ég hallast að eftir að hafa skoðað erfðafræðirannsóknirnar, þ.e. að að víkingarnir hafi drepið flesta karlmenn (eðlilega) en konum hafi verið haldið sem ambáttum.

Annars eru athyglisverðar sagnirnar um siglingu Íranna til vesturheims, að þar hafi verið vestræn kristin byggð, Stóra Írland, sem náði frá Flórida norður til Chesapeak flóa - 500 árum á undan Leifi heppna og 1000 árum á undan Kólumbusi...

sigurvin (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband