24.10.2008 | 15:16
Að rugla saman orsök og afleiðingu
Mér finnst sem menn rugli oft saman orsök og afleiðingu. Hræðilegt atvik verður til þess að fólk vaknar til vitundar um ógn og heldur því fram að hættan sem stafar af þessari tilteknu ógn hafi aukist. Hér er um rökvillu að ræða, þar sem ógnin breytist líklegast ekkert við það, að fleiri séu meðvitaðir um hana. Það sem meira er, að mjög oft eykst öryggi mikið við það að vitund fólks um ógnina batni.
Skoðum fyrst afstöðu og mat matsfyrirtækjanna gagnvart innkomu ríkisins/Seðlabanka í Glitni. Það að ríkið/Seðlabanki hafi ákveðið að fara þá leið, sem farin var gagnvart Glitni, sýndi getu ríkisins/Seðlabanka til að hjálpa bönkunum. Það breytti ekki getu ríkisins/Seðlabanka. Þessi aðgerð hefði því ekki átt að verða til þess að lánshæfismat versnaði og allra síst átti það að leiða til þess að lánshæfismat Glitnis versnaði. Rökin eru einföld: Ríkissjóður/Seðlabanki notaði peninga, sem þegar voru eyrnamerktir svona aðgerð og skyldi nóg eftir til að geta hjálpað öðrum. Glitnir fékk aukið hlutafé inn í bankann, sem þar með styrkti eiginfjárstöðu bankans og minnkaði þörf fyrir lánsfé. Staða Glitnis sem rekstrareiningar batnaði við aðgerðina, en staða ríkissjóðs/Seðlabankans var óbreytt. Staðan sem matsfyrirtækin voru að refsa fyrir, hafði myndast mun fyrr og matfyrirtækin voru líklegast búin að lækka lánshæfismatið út af því.
Mér finnst rök matsfyrirtækjanna hafa verið eins og maður sem kemur að stað, þar sem snjóflóð hefur fallið, og heldur því fram að hættan á snjóflóðum hafi aukist við það að snjóflóðið hafi fallið. Því er einmitt öfugt farið. Eftir að snjóflóð fellur, þá eru minni líkur á því að annað falli á sama stað. Vissulega geta önnur fallið allt í kring, en að annað falli á sama stað eru nokkurn vegin hverfandi. Þörf fyrir aðstoð er mikil, en ógnin sem stafar af snjóflóði á sama stað er horfin. Hugsanleg orsök er horfin en við erum að kljást við afleiðingarnar.
Annað dæmi er 11-9-2001. Því er statt of stöðugt haldið fram að heimurinn hafi orðið óöruggari 11-9-2001. Það er einfaldlega rangt. Hryðjuverkin 11-9-2001 voru birtingarmynd þess, að heimurinn hafði orðið óöruggari árin á undan. Heimurinn varð frekari öruggari eftir 11-9-2001 vegna þess að þá fóru menn að gera eitthvað til að sporna við ógninni. Það hefur, svo dæmi sé tekið, líklegast aldrei verið eins öruggt að fljúga innan Bandaríkjanna, en einmitt dagana eftir 11-9-2001.
Enn eitt dæmi er þar sem fólk býr á jarðskjálftasvæði. Mesta þörfin fyrir varúðarráðstafanir vegna jarðskjálfta er þegar langt er síðan að síðasti jarðskjálfti reið yfir, þegar kominn er "tími" á jarðskjálftann, ekki á dögunum eftir að hann reið yfir.
Öruggast er að ganga á Heklu 1-2 árum eftir síðasta eldgos (þegar svæðið hefur kólnað nægilega), en hættan eykst eftir því lengra líður frá gosi.
Við megum ekki rugla saman vitund okkar fyrir hættunni (sem er oftast mest strax eftir atvik) og líkum á því að atvik verði. Við getum a.m.k. alveg örugglega sagt að líkur á atviki aukast eftir sem lengri tími líður án þess að nokkuð gerist. Síðan geta tveir 100 ára stormar komið sama árið, en samt verið 100 ára stormar. Annar er fyrsti stormurinn af þessari stærð í 100 ára og hinn er sá eini sem kemur næstu 100 árin.
Hvað sem öllum svona pælingum líður, þá veit ég fyrir víst, að þeir sem gera ekkert til að búa sig undir afleiðingar atviks, geta lent í miklum vanda. Flestar, ef ekki allar, orsakir atvika eru fyrirsjáanlegar, ef nægt hugmyndaflug er fyrir hendi. Stór hluti þess vanda, sem íslenskt þjóðfélag er að fást við núna, er að menn höfðu ekki áætlanir til að bregðast við svona alvarlegum atvikum, hvort sem mönnum fannst líklegt eða ekki að svona lagað gæti gerst. Það er óraunhæft að ætlast til þess að til séu áætlanir vegna allra hugsanlegra atvika, en ákvörðun um hvaða áætlanir þarf að útbúar verður að taka með því að fylgja formlegu ferli, þar sem líkur og afleiðingar eru metnar. Þetta eru það sem heitir á fagmáli viðbúnaðaráætlun, neyðaráætlun og stjórnun rekstrarsamfellu. Að slíkt skipulag/áætlanir sé ekki fyrir hendi er í besta falli kæruleysi, í verst falli glæpsamleg vanræksla. Hvet ég því alla aðila, sem ættu að hafa slíkt skipulag/áætlanir, en hafa ekki, að huga sem fyrst að þessum málum. Ein af orsökum þess hve núverandi ástand í þjóðfélaginu er alvarlegt, er að viðbragðsáætlanir, neyðaráætlanir eða skipulag stjórnunar rekstrarsamfellu voru/eru ekki til staðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 1680044
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Marinó - góður texti og gott innlegg.
Snjóflóðalíkingin er góð en hún vakti einnig um hugsun um þorpið okkar undir hlíðinni þar sem húsin hafa meira og minna verið samtengd hvað burðarvirkið varðar. Krosstré ganga stafna í millum í byggðinni þannig að hættan á að eitt brysti skapaði hættu á að önnur myndu ríða til falls eða hið minnsta raftar þeirra. Þannig skóp flóðvörn fyrir hluta byggðarinnar ekki það öryggi fyrir hana sem ella hefði mátt ætla að væri til staðar.
Þú nefnir svo sannarlega þungavigtarmálaflokk með umræðunni um skort á fyrirhyggju til að mæta hinu ólíklega hvað þá hinu sem fyrirsjáanlegt þykir að líkur muni aukist á að kunni að gerst. Að sama skapi vekur áminning þín upp vangaveltu um hversu þröngan stakk við ættum að sníða okkur nú eftir að þetta hefur riðið yfir. Hvort við endum með að reisa okkur hurðarás um öxl með ofurskjóli til allra átta sem forgangsmál 1, 2 og 3.
Jafnframt nefnir þú það sem mest er um vert í dag fyrir hvern og einn í okkar samfélagi þegar þú nefnir mikilvægi þessa að sérhver búi sig undir afleiðingar þess sem riðið hefur yfir. Hér tel ég að við sem þjóð getum gert okkur mikinn greiða með því að eiga frumkvæði að því ( hvert og eitt) að leggja á borðið það sem við teljum að geti hjálpað í stöðunni eins og hún er. Að við sjálf köstum fram þeim úrræðum sem við vitum að koma að gagni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Nú væri dýrmætt ef allir gætu gert sér það að leik að greina í hörgul og af köldu raunsægi muninn á nauðsynlegum hlutum og ónauðsynlegum hlutum - því sem við getum sleppt að viðhafa í lífi okkar – getum í raun verið án. Þennan leik kalla ég endurreisnarleikinn og óska þjóðinni að eignast hann sem jólaspilið í ár í góðum anda.
Munurinn á því að eiga sjálfur frumkvæðið að tillögum um niðurskurð annars vegar og því að láta slíta ónauðsynlega hluti úr hendi sér hins vegar er gríðarlega mikill við þessar aðstæður. Hér er einfaldlega spurning um að sjálfið nái að halda sönsum. Líkurnar þess eru allnokkrar að stór hluti þjóðarinnar gangi inn í þessa helgi í afneitun gagnvart stöðunni eins og hún hefur verið kynnt. Telji sér trú um að leikreglurnar sem kynntar verða eftir helgina komi ekki til með að breyta mjög miklu um lífsmunstur sitt og frelsi að öðru leiti en því að einhver samdráttur mun eiga sér stað.
Það væri óskandi að sem flestir nái að gera sér það að leik að leggja fram leikreglur sem viðbúið er að verði að finna á spjöldum endurreisnarspilsins sem kynnt verður á næstu dögum og vikum. Við höfum þegar fengið að lesa á nokkur spjöld úr þjóðhagfræðibunkanum en erum ekki búin að tengja okkur enn við spjöldin í rekstrahagfræðibunka heimilanna eða fyrirtækjanna Hvað þá spjöldin í valfrelsisbunkunum, atvinnufrelsi, neysluvörufrelsi, ferðafrelsi, veðraskjólsfrelsi, ...
ÞJÓÐHAGFRÆÐIBUNKINN
Spjald-1: Þjóðartekjur minnka um 10% 2009Spjald-2: Verðbólga verður á bilinu 20% +/- 5% 2009 Kaupmáttur almennings minkar.
Spjald-3: Atvinnuleysi verður á bilinu 15 +/- 5% á árinu 2009.
Spjald-4: Gjaldeyrisskömmtun verður viðhöfð á árinu 2009.
Spjald-5: Vöruskiptajöfnur batna- frá 15% nettó innflutningi 2007 í nettó útflutning 2009
Spjald-6: Skuldir ríkisins aukast um 1200Mkr +/- 200Mkr á árinu 2008 og 2009
Spjald-7: Verðbólgan hjaðnar í 10% +/- 5% á árinu 2010
Spjald-8: Greiðslubyrgði ríkisins vegna erlendra lána verður þung á árunum 2012-2015
NEYSLUVÖRUBUNKINN
Spjald-1:
Þetta er spennandi leikur.
Í matarskápnum hjá mér mætti 95% valkosta hverfa án þess að mér og mínum yrði meint af.
Frumkvæði um innlegg í leikinn óskast
Góða helgi
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:49
Takk fyrir innleggið, Einar. Þú kastar langt í þessari hugvekju, eins og forðum með spjótið, og vekur athygli á hlutum sem allir ættu að taka til sín. Ég held einmitt að það verði málið að breyta neysluháttum, en við verðum samt að passa okkur að skera ekki það mikið niður, að tiltekin þjónusta leggist ekki af.
Annars langar mig ekki síður til að hvetja fólk til að horfa á frumkvæðið, sprotafyrirtækin sem er að finna í þjóðfélaginu og mun ég fjalla um þau á næstunni.
Marinó G. Njálsson, 24.10.2008 kl. 19:47
Allt er þetta sjálfsagt rökrétt hjá þér en viðbrögð fólks, (það er fólk í ríkisstjórnum, fyrirtækum og stofnunum) eru oft ekki rökrétt og raunar oft nauðsynlegt að reyna að gera sér það ljóst fyrirfram hver hin órökréttu viðbrögð verði.
Ómar Ragnarsson, 24.10.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.