10.10.2008 | 14:06
Við þurfum að brjóta odd af oflæti okkar
Eftir því sem lengra líður, þá virðast fleiri brestir koma í ljós og nýir myndast. Skál hagkerfisins er að molna. Ég geri mér grein fyrir því að stjórnvöld eru að róa lífróður, en margt bendir til að það þurfi fleiri að leggjast á árarnar. Annars sekkur einfaldlega þjóðarskútan og við vitum ekki hve margir bjargast. Mig grunar að það sé með hana, eins og Titanic, að björgunarbátarnir séu bara fyrir takmarkaðan hóp. Við verðum að nýta okkur alla hjálp sem okkur býðst, þar með frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Ég held líka að það sé tímabært að virkja einhverja neyðaráætlun vegna viðskipta/vöruskipta til og frá landinu. Það getur verið að vandamálin sem stoppa peningafærslur á milli landa í dag séu bara spurning um skrifræði, en hvað tekur síðan við? Ég veit að það er til neyðaráætlun vegna farsótta og spurningin er hvort hana megi nota, ef aðrar neyðaráætlanir hafa ekki verið útbúnar.
Ég var með færslu hér fyrir viku undir heitinu Viðnámsþol þjóðarinnar. Ég átti ekki von á því þá, að viku seinna værum við farin að velta fyrir okkur að nauðþurftir gæti farið að skorta. Að í millitíðinni hafi þurft að ganga í að tryggja að næg lyf væru í landi og fullnægjandi aðgang neyðarbirgðum. Að ekki væri hægt að millifæra greiðslur á milli landa. Ég er ekki að vera svartsýnn, bara raunsær, en meðan FME er að rétta af bankana, þá þurfa aðrar stofnanir þjóðfélagsins að fara að huga að öðrum hugsanlegum afleiðingum. Við þurfum strax að fara í að tryggja að nauðsynlegustu aðföng haldi áfram að berast til landsins hvað sem á dynur á næstu dögum, vikum og mánuðum. Það er ekki nóg að byrja verkið þegar vörurnar hætta að berast. Það er ekkert gagn af ráðstöfunum, sem ekki hafa verið undirbúnar.
Auðvitað vona ég að þessar áætlanir séu til og ekkert mál sé að hrinda þeim í framkvæmd. En sé svo ekki, þá þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Ég sem ráðgjafi á sviði stjórnunar rekstrarsamfellu mun taka mjög jákvætt í að koma að slíkri vinnu, verði til mín leitað.
Eitt að lokum. Ef fjármálakreppan dýpkar erlendis, þá gætum við einfaldlega horft upp á mikið hikst á viðskiptum milli landa. Þar sem þjóðfélagið þrífst ekki án þessara viðskipta, þá gæti það haft ófyrirsjáanleg áhrif á daglegt líf hér á landi. Erum við undir slíkt búin?
Baksvið: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - með góðu eða illu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þau virðast vera máttug orðin mín. Búið að takmarka útstreymi gjaldeyris og samgönguráðherra er komin með aðgerðaráætlun.
Marinó G. Njálsson, 10.10.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.