4.10.2008 | 02:58
Gengistryggð lán eða verðtryggð lán, það er spurningin
Ástandið á gjaldeyrismarkaði er skuggalegt. Nokkuð sem varla hefur farið framhjá nokkrum manni hér á landi. Gengisvísitala krónunnar hefur á 14 mánuðum farið frá því að vera 110,7 24.júlí 2007 í 120,5 um áramót í það að vera 156,3 28. mars og núna er hún 206,0. Breytingin frá því 24/7/07 er 86%, sem þýðir 53,7% lækkun íslensku krónunnar. Gengisvísitala lýsir vegnu meðaltali ákveðinna mynta og því geta einstakar myntir hafa breyst meira en aðrar. Tvær myntir skera sig úr, þ.e. svissneski frankinn með um 100% hækkun og japanska jenið með um 114% hækkun.
Sem afleiðing af þessu blæðir mörgum sem eru með lán í erlendri myntkörfu. En málið með myntkörfulán er að höfuðstóll þeirra sveiflast upp og niður með genginu. Af þeirri ástæðu eru miklar líkur á að höfuðstóll lánanna eigi eftir að lækka talsvert á næstu mánuðum. (Ég læt mig dreyma um að ástandið skáni nú eitthvað.)
En hvernig standa þessi lán samanborið við verðtryggð lán? Málið er að til lengri tíma, þá standa þau sig bara vel. Ég er með alls konar lán sem húsnæðislán, þ.e. nokkur verðtryggð lán frá Íbúðarlánasjóði og nokkur myntkröfu lán. Eitt erlendu lánanna er 100% í svissneskum frönkum, annað er blönduð karfa jen, frankar, dollarar og evrur og þriðja lánið er jen og frankar. Þegar ég ber saman stöðu þessara lána og breytingu á höfuðstól þeirra, þá kemur ýmislegt í ljós.
Verðtryggðu lánin eru til 40 ára og er ég búinn að greiða af þeim í tæp 9 ár. Meðalgreiðsla af þeim er um kr. 7.500 á hverja milljón á mánuði. Þrátt fyrir að hafa borgað af þeim allan þennan tíma hefur höfuðstóll þeirra hækkað um 48,8%. Inn í þetta eiga svo eftir að koma verðbætur vegna verðbólgu frá 15. ágúst.
Svissnesku frankarnir eru til 30 ára og er ég búinn að borga af þeim í rúm 4 ár, en auk þess var fyrsta árið bara vaxtagjalddagar. Meðalgreiðsla af þeim hefur verið um 6.000 kr. á mánuði á hverja milljón. Þrátt fyrir 100% hækkun frankans á 14 mánuðum, þá hefur höfuðstóll þessa láns aðeins hækkað um 51,8% og þar af um 16% á rétt um viku.
Blandaða karfan með jenum, dollurum, frönkum og evrum, er 10 ára lán. Meðalgreiðsla af því láni hefur verið innan við 13.000 kr. á hverja milljón á mánuði og hefur höfuðstóll lánsins lækkað um 7,9% á þeim 5 árum sem ég hef greitt af því. Verðtryggt lán með sömu lengd hefur lækkað um 12% á sama tíma, en þar eiga nýjustu verðbætur eftir að koma ofan á.
Miðað við þessar tölur, þá standa gjaldeyrislánin sig síst verr en verðtryggðu lánin, þrátt fyrir hrun krónunnar! Vissulega koma lán sem tekin hafa verið á síðustu tveimur árum illa út varðandi hækkun höfuðstóls, en þar sem ég ætla að greiða af þeim næstu 20 - 30 árin, þá finnst mér það ekki vera marktækt. Stærsti munurinn á þessum tveimur tegundum lána, eins og ég benti á áðan, er að höfuðstóll gjaldeyrislánanna á eftir að lækka um leið og krónan styrkist (sem getur ekki annað en gerst) og síðan með hverri afborgun, meðan höfuðstóll verðtryggðu lánanna heldur áfram að hækka í hvert sinn sem verðbætur eru meiri en nemur afborgun af verðbættum höfuðstóli. Ef krónan styrkist ekkert að ráði næstu mánuði, þá verður greiðslubyrðin af erlendu lánunum frekar þung, en greiðslubyrði verðtryggðu lánanna mun einnig aukast. Við síðustu mælingu á verðbólgu var hún 14%. Síðustu 30 daga hefur krónan veikst um rúm 22% og eiga áhrifin af því eftir að koma inn í verðbólgumælingar. Við getum því reiknað með að verðbólgan fari upp í 20 - 25% áður en hún fer að lækka. Styrkist gengið hratt á næstu mánuðum, þá gæti það vissulega gerst að í stuttan tíma verði verðhjöðnun, en hún verður aldrei nóg til að vega upp þær miklu verðbætur sem hafa og munu bætast á verðtryggð lán í tengslum við þær efnahagshremmingar sem núna eru í gangi.
Milljón dollara spurningin er: Hver verður þróun gengis annars vegar og vísitölu neysluverðs hins vegar næstu mánuði og ár? Ef eitthvað er að marka fortíðina, þá megum við búast við að verðbólga verði 4-5% á ári að meðaltali og að krónan (eftir að hún hefur náð nýju jafnvægi) veikist um 1 - 2% á ári. Miðað við slíkar forsendur, þá verður uppsöfnuð 10 ára verðbólga á milli 48 og 63% meðan uppsöfnuð 10 ára veiking krónunnar milli 11 og 22%. Við skulum hafa í huga, að það mun taka krónuna skemmri tíma að finna jafnvægið sitt, en það tekur verðbólguna. Ástæðan er einföld: 20 - 25% verðbólga mun hafa mikil ruðningsáhrif í þjóðfélaginu svo sem mikilli hækkun launa, sem skilar sér út í verðlagið og veldur meiri verðbólgu. Þó svo að Seðlabankinn miði alltaf við að ná verðbólgumarkmiðum sínum á 2 árum, þá er það óraunhæft við núverandi aðstæður af framangreindum ástæðum. Nær er að búast við því að verðbólgumarkmið náist á 3 - 4 árum með stöku víxlspori upp og niður á tímabilinu.
Verði þróun gengis og verðbólgu í dúr við það sem ég er að spá, þá liggur í augum uppi að gjaldeyrislánin verða hagstæðari til lengri tíma litið. (Það veltur þó á vöxtunum.) Þau taka í núna, en það er betra að láta þau bíta mann fast og vita af því, en að vera með verðbætt lán sem éta mann án þess að maður verði þess var. Loks má ekki útiloka að við verðum komin með einhvern allt annan gjaldmiðil innan nokkurra ára og þá getum við bara skipt öllum lánum yfir í óverðtryggð, lágvaxta lán sem ofgera ekki greiðslugetu okkar með jöfnu millibili. (Það er allt í lagi að láta sig dreyma.)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ekkert lán er hagstæðasta leiðin.
Páll Geir Bjarnason, 4.10.2008 kl. 04:16
Góð dæmi um það hvernig lán virka, það er alltaf gott að skíra þetta með sönnum dæmum eins og þú gerir hér. Þú átt þakkir skilið.
Þegar öllu er á botnin hvolt ætti það að vera forgangsverkefni að afnemema verðtrygginguna því að sennilega hefur hún átt stóran þátt í því að sú atburðarás fór af stað sem felldi gengið svona hrikalega.
Magnús Sigurðsson, 4.10.2008 kl. 09:01
Páll, þetta er líka viðhorf, en fyrir þessa peninga sem ég hef greitt og þrátt fyrir hækkun höfuðstóla, þá hefur eigið fé mitt í húsnæðinu margfaldast. Og það þó svo að raunverðmæti þessi hafi lækkað um 20% frá því í janúar.
Marinó G. Njálsson, 4.10.2008 kl. 12:27
Verðbólgan tekur alltaf fram úr gengisdýfum, það tekur bara lengri tíma. Ástæðan liggur að miklu leiti í viðskiptasiðferði á íslandi. Það eru allir tilbúnir að hækka verð þegar gengi hækkar, en lækka aldrei þegar gengið lækkar.
Þetta sést greinilega þegar vísitala neysluverðs er borin saman við gengisflökt krónunnar yfir langt tímabil. Vísitalan fer af stað þegar gengið hækkar, en stendur í stað þegar gengið lækkar.
Þetta siðferði mun ekki breytast þó svo evra verði tekin upp.
Þetta er góð ábending hjá þér, fréttamiðlar hafa undanfarið skapað mikla histeríu kringum erlend lán að óverðskulduðu. Verðtryggð lán til lengri tíma eru að jafnaði miklu verri en erlend lán. Fólk þarf að þekkja eðli erlendu lánanna áður en það tekur á sig slíkar skuldbindingar. Þeir sem geta ekki tekið á sveiflunum þegar þær koma eiga ekki að taka slík lán. Annað hvort að minnka lánsupphæðina eða sætta sig við að taka íslenskt verðtryggt lán þar sem hækkun afborgana er meiri en jafnast yfir lengra tímabil.
Fréttamiðlar á íslandi virðast vera að þróast í þá átt að reyna að skapa histeríu í kringum flestar fréttir og jaðrar það við að um skipulagðan heilaþvott sé að ræða. Fréttaflutningur er oft gegnsósa af áróðri, rangfærslum og ófagmennsku.
Jóhann Gunn (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.