13.9.2008 | 22:30
Gömlu bragði beitt - kenna hinum um
Það er ekki í lagi með þá forráðamenn ríkja á Vesturlöndum sem halda því fram að ógn stafi af hernaði Rússa. Ef það er virkilega það sem menn halda, af hverju dettur mönnum þá í hug að storka Rússum við hvert tækifæri? Eldflaugavarnir Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu er ekkert annað en tilraun til að raska hernaðarlegu jafnvægi. Héldu menn virkilega að Rússar stæðu hljóðir hjá?
Heiminum stendur í dag mest ógn af hernaðarbrölti Vesturlanda. Herir NATO hafa farið án umboðs alþjóðasamfélagsins inn í Afganistan og ýmsir herir einstakra landa hafa á sama hátt farið umboðslausir inn í Írak. Bandaríkjamenn ætla að byggja upp eldflaugavarnir í Austur-Evrópu til að verjast hugsanlegum árásum frá Íran! Af hverju fá þeir ekki að setja slíkar varnir upp á Indlandi, ef Írönum dytti í hug að skjóta flaugunum í þá áttina? Bandaríkin hafa líka róið að því öllum árum að fjölga sem mest má í NATO. Og hver er tilgangurinn? Númer eitt, tvö og þrjú að einangra Rússa vegna þess að Bandaríkjamenn eru búnir átta sig á því að Rússland er orðið efnahagslegt stórveldi. Það er þetta þrennt sem er mest ógn við heimsfriðinn í dag, ekki að Rússar sitji ekki hljóðir hjá borði.
Íslendingum stendur engin ógn af Rússum. Íslendingum stendur ógn af endalausum ögrunum Bandaríkjanna og "leppríkja" þeirra í NATO gagnvart Rússum sem munu á endanum verða til þess að til átaka mun koma. Besta trygging fyrir heimsfriði er að Bandaríkin og fylgiþjóðir þeirra hætti þessu hernaðarbrölti og hætti að ögra Rússum við hvert tækifæri. Hætti að troða sínum siðferðisgildum upp á þjóðir um allan heim án þess að þær hafi beðið um það. Hætti að ákveða hvaða stjórnarfar eigi að vera við líði í ríkjum sem hafa kosið aðrar lausnir. Hætti að bjarga heiminum frá ímynduðum hættum.
Okkur Íslendingum stendur mun meiri ógn af erlendum glæpagengjum, en rússneskum herafla. Okkur stendur meiri ógn af óstjórn í efnahagsmálum, ónýtri peningamálastefnu og verðlausum gjaldmiðli, en því að fáeinar rússneskar herflugvélar fljúgi um lofthelgi okkar. Við eigum ekkert sökótt við Rússa og þeir eiga ekkert sökótt við okkur. Við þurfum því ekki að óttast neitt af hálfu Rússa.
Sökin í þessu máli er ekki Rússa. Þeir sýndu viðbrögð við endalausum ögrunum Bandaríkjamanna og "leppríkja" þeirra (lesist Georgía). Viðbrögð sem hingað til hafa verið mjög hógvær og mun hógværari en viðbrögð Bandaríkjamanna þegar þeim var "ögrað" af Sadam Hussein (sem reyndist ekki ögrun heldur sannleikur). Það má ekki gleymast í máli Suður-Ossetíu og Abkhasíu að það var Georgíuher (búinn nýjustu vopnum frá bandarískum hernaðaryfirvöldum) sem fór með hervaldi gegn löndum sínum í þessum héruðum. Héruðum, sem höfðu notið sjálfsstjórnar í hátt í tvo áratugi og voru engin ógn við stöðugleika á svæðinu. Héldu menn virkilega að Rússar tækju slíku þegjandi og hljóðalaust. Þarna var forseti Georgíu að reyna að slá pólitískar keilur og um leið hjálpa repúblikönum í kosningabaráttunni vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum. Það má heldur ekki gleymast að Vesturlönd höfðu í andstöðu við vilja Sameinuðu þjóðanna, samþykkt sjálfstæði Kosovo. Hver er þjóðréttarlegur munurinn á Suður-Ossetíu og Abkhasíu annars vegar og Kosovo hins vegar? Enginn. Nákvæmlega enginn. Öll svæðin höfðu verið sjálfstjórnarsvæði innan sinna landa. Öll svæðin eru byggð hópum sem eru að miklu leiti af öðrum uppruna en aðrir íbúar þessara landa. Öll svæðin hafa átt í erfiðum samskiptum við ríkjandi stjórnvöld hvert í sínu landi. Eini munurinn var að Kosovo-Albanar reyndu að fá aðskilnað með hervaldi sem snerist upp í borgarastríð, en á hinum tveimur svæðunum var búinn að ríkja friður og jafnvægi þar til forseti Georgíu fékk vopn frá Bandaríkjunum til að efna kosningaloforð!
Síðan má ekki gleyma því, að ráðamenn í Washington hafa undanfarin ár reynt allt hvað þeir geta til að færa áhrifasvæði sitt lengra inn í Austur-Evrópu. Eftir lok kaldastríðsins hafði þar myndast nokkuð hlutlaust svæði, sem hvorki var undir áhrifum Rússa né Bandaríkjanna/NATO. Smátt og smátt hefur ríkjum i NATO verið fjölgað, en um leið hefur Rússum verið gert það ljóst, að þeir fái ekki inngöngu. Hvað gæti stuðlað betur að friði, en að hleypa Rússum inn í NATO? Þar með væri ógninni sem sumum virðist steðja af Rússum, eytt eins og hendi væri veifað. Að segja við Rússa, að þeir megi ekki vera með, en um leið segja við alla fyrrverandi bandamenn Rússa að þeir séu velkomnir, er eins og að bjóða öllum krökkunum nema einum í bekkjarafmæli. Ég skil ekki svona lagað og get ómögulega séð að það sé gert til að koma á jafnvægi og friði í heiminum. Þetta er miklu fremur gert til að auka ójafnvægið og aukið ójafnvægi eykur líkur á ófriði. Þetta er gamaldags kaldastríðs hugsunargangur sem er engum til gagns.
Enn stafar ógn af hernaði Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þakka þér fyrir góða grein, sem ég er algjörlega sammála því sem fram kemur í henni. Það er merkilegt í mínum augum að Utanríkisráðherra okkar kyssir vöndinn og étur allt upp er kemur frá Bandaríkjamönnum. Henni virðist ekki vera sjálfrátt.
haraldurhar, 13.9.2008 kl. 23:16
Ástandið í heiminum er verra en flestir gera sér grein fyrir. Íslendingar halda t.d. ennþá að þeir séu ein ríkasta þjóð heims þrátt fyrir hátt í 40% gengisfellingu. Síðan bætist við hækkun á olíu, hráefnum og matvöru um tugi prósenta til viðbótar. En þetta er ekki svo slæmt miðað við verðtryggð húsnæðislán sem ungar fjölskyldir hafa tekið og síðan lækkandi húsnæðisverð. Ætli við séum ekki að tala um 50% lækkun á lífsstandard. Þökk sé D, F og S.
Björn Heiðdal, 14.9.2008 kl. 09:16
Góð grein hjá þér. Merkilegt hvað lítið heyrist frá Utanríkismálanefnd um þessa síðustu atburði í austri. Kannski að friðurinn á stjórnarheimilinu þoli ekki vitræna umræðu um varnar- og öryggismál?
Hagbarður, 14.9.2008 kl. 09:54
Ég er alveg hjartanlega sammála þessari grein og þykir mjög leitt hversu "vestrænn" fréttaflutningurinn, hér á landi, er af þessum átökum. Síðan fannst mér Geir H. toppa allt með því að reyna að koma aftur á kaldastríðs andrúmslofti í ræðu sinni um daginn. Ætti hann ekki frekar að einbeita sér að alvarlegri málum?
Minni spámaður (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:29
Eins og talað úr mínum munni! Það er með ólíkindum hvað íslenskir ráðamenn (og ráðakonur?) eru ósjálfstæðir í hugsun er kemur að utanríkismálum og líka ótrúlegt hvað fjölmiðlar á Íslandi virðast hliðhollir USA og Co. er kemur að málefnum rússa og georgíumanna svo dæmi séu tekin.
Björgvin Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.