30.7.2008 | 12:04
Hversu hátt var verð á bensíni og dísel 8. maí?
Getur einhver sagt mér hversu hátt verðið á bensín og díselolíu var 8. maí sl.? Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú, að þann dag var heimsmarkaðsverð á hráolíu svipað og það var í lok dag í gær eða í kringum USD 122. Þann dag var sölugengi USD = 78,47 samkvæmt vef Glitnis, en á þegar þessi færsla er rituð er sölugengi USD = 79,90. Miðað við þessar forsendur ætti lítrinn af bensíni og díselolíu að vera u.þ.b. 2% dýrari í dag en 8. maí. Nú man ég ekki hve hátt verðið var þennan dag, þannig að ég veit ekki hvort verðið sé hagstæðara eða óhagstæðara núna.
Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Bensín 156,6 kr
Diesel 168,5 kr
Þetta miðast við sjálfsafgreiðslu.
http://www.shell.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=700
Hér er svo hægt að finna verðlista frá 1.1.2007
http://www.shell.is/Einstaklingar/Eldsneytisverd/Verdlistar
Balsi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:20
169,5 kr var það víst.
Balsi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:25
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/13/ekkert_lat_a_haekkun_bensinverds/
Kíktu á þennan link frá 13 maí, þá var bensín 159kr og olía 169kr, en var líka búið að vera hraðri leið upp.
olíu félögin skulda okkur 20kr í lækkun aðminnsta kosti.
Þetta eru þjófar og aumingingjar sem stýra olíufélugunum sem eru búinr að vera að nýta sér sveiflur á heimsmarkaði til ræna okkur.
Halda þeir virkilega að fólk sé svo heimskt að sjái ekki gegnum þetta.
Reynir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:27
Við erum því að horfa upp á 15 króna verðmun á bensíni og 20kr á dísil miðað við verðið í dag.
Í raun ætti munurinn að vera mestalagi 5 krónur.
Balsi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:29
Balsi, takk fyrir upplýsingarnar. Við verðum að hafa í huga að olíufélögin hafa hugsanlega verið að halda aftur af hækkunum þarna í maí í von um að hækkunahrynan gengi hratt yfir, þannig að hugsanlega er verðið þá lægra en tilefni var til.
Marinó G. Njálsson, 30.7.2008 kl. 12:38
Samkvæmt þessari töflu
http://www.fib.is/?ID=1951&adalmenu=13
var meðal álagning olífélaganna í maí rúmar 30 kr á bensín lítrann sem er hærra en allt síðasta ár.
Miðað við nýlegar upplýsingar frá FÍB er álagningin hærri nú en hún hefur verið það sem af er ári þannig að hún er væntanlega farin að nálgast 40kr á bensínið.... og það miðast við sjálfsafgreiðslu.
Á sama tíma er álagning í Svíþjóð 12kr og meðalálagning í Evrópu tæpar 9 kr á lítrann.
Við eigum ekki að þurfa að sætta okkur við þetta.
Balsi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:47
Forsendur mínar fyrir þessari dagsetningu er það sem ég las út úr myndriti sem ég var að bæta við færsluna.
Marinó G. Njálsson, 30.7.2008 kl. 12:49
Við þurfum að senda olíufélögunum tilkynningar í tölvupósti um fréttir af lækkun heimsmarkaðsverðs og styrkingu krónunnar.
Líklega lesa þeir ekki vefmiðlana og vita ekkert af þessum fréttum.
Theódór Norðkvist, 30.7.2008 kl. 13:20
Það er náttúrulega með oliúverð og gengi, að það sem lítur vel út kl. 10 getur allt verið farið til fjandans til kl. 15.
Marinó G. Njálsson, 30.7.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.