Leita í fréttum mbl.is

Hversu hátt var verð á bensíni og dísel 8. maí?

Getur einhver sagt mér hversu hátt verðið á bensín og díselolíu var 8. maí sl.?  Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú, að þann dag var heimsmarkaðsverð á hráolíu svipað og það var í lok dag í gær eða í kringum USD 122.  Þann dag var sölugengi USD = 78,47 samkvæmt vef Glitnis, en á þegar þessi færsla er rituð er sölugengi USD = 79,90.  Miðað við þessar forsendur ætti lítrinn af bensíni og díselolíu að vera u.þ.b. 2% dýrari í dag en 8. maí.  Nú man ég ekki hve hátt verðið var þennan dag, þannig að ég veit ekki hvort verðið sé hagstæðara eða óhagstæðara núna.

oliuverd.jpg


mbl.is Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bensín 156,6 kr

Diesel 168,5 kr

Þetta miðast við sjálfsafgreiðslu.

http://www.shell.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=700

Hér er svo hægt að finna verðlista frá 1.1.2007

http://www.shell.is/Einstaklingar/Eldsneytisverd/Verdlistar

Balsi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:20

2 identicon

169,5 kr var það víst.

Balsi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:25

3 identicon

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/13/ekkert_lat_a_haekkun_bensinverds/

Kíktu á þennan link frá 13 maí, þá var bensín 159kr og olía 169kr, en var líka búið að vera hraðri leið upp.

olíu félögin skulda okkur 20kr í lækkun aðminnsta kosti. 

Þetta eru þjófar og aumingingjar sem stýra olíufélugunum sem eru búinr að vera að nýta sér sveiflur á heimsmarkaði til ræna okkur.

Halda þeir virkilega að fólk sé svo heimskt að sjái ekki gegnum þetta. 

Reynir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:27

4 identicon

Við erum því að horfa upp á 15 króna verðmun á bensíni og 20kr á dísil miðað við verðið í dag.

Í raun ætti munurinn að vera mestalagi 5 krónur.

Balsi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Balsi, takk fyrir upplýsingarnar.  Við verðum að hafa í huga að olíufélögin hafa hugsanlega verið að halda aftur af hækkunum þarna í maí í von um að hækkunahrynan gengi hratt yfir, þannig að hugsanlega er verðið þá lægra en tilefni var til.

Marinó G. Njálsson, 30.7.2008 kl. 12:38

6 identicon

Samkvæmt þessari töflu
http://www.fib.is/?ID=1951&adalmenu=13
var meðal álagning olífélaganna í maí rúmar 30 kr á bensín lítrann sem er hærra en allt síðasta ár.

Miðað við nýlegar upplýsingar frá FÍB er álagningin hærri nú en hún hefur verið það sem af er ári þannig að hún er væntanlega farin að nálgast 40kr á bensínið.... og það miðast við sjálfsafgreiðslu.  

Á sama tíma er álagning í Svíþjóð 12kr og meðalálagning í Evrópu tæpar 9 kr á lítrann.

Við eigum ekki að þurfa að sætta okkur við þetta.

Balsi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:47

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Forsendur mínar fyrir þessari dagsetningu er það sem ég las út úr myndriti sem ég var að bæta við færsluna.

Marinó G. Njálsson, 30.7.2008 kl. 12:49

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við þurfum að senda olíufélögunum tilkynningar í tölvupósti um fréttir af lækkun heimsmarkaðsverðs og styrkingu krónunnar.

Líklega lesa þeir ekki vefmiðlana og vita ekkert af þessum fréttum.

Theódór Norðkvist, 30.7.2008 kl. 13:20

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er náttúrulega með oliúverð og gengi, að það sem lítur vel út kl. 10 getur allt verið farið til fjandans til kl. 15.

Marinó G. Njálsson, 30.7.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband