29.7.2008 | 14:27
Hreint út sagt óheppileg tímasetning
Olíufélögin hafa hækkað eldsneytisverð um 2 kr. samkvæmt fréttinni. Á sama tíma og þau gera þetta, þá hefur krónan styrkst um rúm 2% frá opnun í morgun og tunnan á hráolíu er komin niður fyrir 122 USD. Vissulega hefur krónan verið að veikjast undanfarna daga, en olíutunnan hefur á sama tíma lækkað mikið og stendur þegar þetta er ritað í 121,57 USD.
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1680025
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Krónan er reyndar búin að styrkjast um 3,55% í dag.
Balsi (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:38
Sammála þér að tímasetningin er óheppileg. "Light sweet" komið í $121 (2,5%) lækkun og Brentið í $122 þegar þetta er skrifað. Krónan að styrkjast um 3,5%. Dettur helst í hug að þetta sé "innsláttarvilla" hjá olíufélögunum. Verðið hefði átt að lækka.
Finnst að Neytendasamtökin ættu að halda úti síðu þar sem hægt væri að fylgjast með þróun eldsneytisverðs hér heima í samanburði við verð á tunnu t.d. í Rotterdam kl. 12:00 og daglegu lokagengi $ eða gengisvístölunnar. Fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta heldist í hendur og hvort að tímatafirnar væru eins þegar verð hækkar eða þegar verð lækkar.
Hagbarður, 29.7.2008 kl. 14:41
Ég býst við að það fari eftir því hver mælir. Ég styðst við upplýsingar frá Glitni.
Marinó G. Njálsson, 29.7.2008 kl. 14:42
Legg ég hér með bölvun á alla þá sem taka þátt í þeirri ákvörðun að hækka eldsneytisverð hér á landi og er ég illa svikinn ef ekki færi allt á versta veg hjá þessum mönnum í nánustu ramtíð. Ég er orðinn hundleiður á þessum yfirgangi þessara manna og það þarf enginn að segja mér að þessir menn beri hag viðskiptavinarins fyrir brjósti. Nú er nóg komið, endalaust hægt að koma með rök fyrir hækkunum og svo þegar loks gefst tími til að lækka aðeins að þá gerist hið þveröfuga. Ég geri mér grein fyrir því að ég þekki ekki alla þætti sem koma að verði á olíunni hér á landi en er farinn að sjá það að það skiptir engu máli hvað gerist á heimsmarkaðinum, ef verðið lækkar er komið af stað einhverjum tilboðsdögum á olíustöðvunum sem ná yfir næstu tvo daga og svo er bara hækkað aftur og beðið þangað til heimsmarkaðsverðið hækkar aftur. Þetta endar bara á einn veg og það er að fólki fer að verða nóg boðið og þá er spurning hvort þessir menn verða öruggir heima hjá sér...
Spurningamerki (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:45
Jón Frímann, ég gaf þennan tengil upp um daginn, en hér er hann að nýju
Olíuverð
Marinó G. Njálsson, 29.7.2008 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.