25.7.2008 | 13:04
Spáin breytist um 17% á tveimur mánuðum
Það hefur heldur betur orðið viðsnúningur í spám greiningardeildar Glitnis. Í þjóðhagsspá Greiningar Glitnis sem kom út í lok maí kemur fram að gert er ráð fyrir að meðalgengisvísitala ársins verði 142, en lokagildi 135. Ég bloggaði um þessa spá (sjá Glitnir: Svartsýni fyrir þetta ár, en bjartsýni fyrir það næsta) og taldi m.a. að til þess að þessi spá Glitnis gæti gengið eftir, þá þyrfti gengið að veikjast talsvert frá því sem þá var:
Mér virðist því Glitnir spá því að gengisvísitala á bilinu 143 til 147 verði það sem við stöndum frammi fyrir alveg til nóvemberloka og það verði ekki fyrr en í desember sem gengið takist að styrkjast svo heitið getur. Annar möguleiki er að ástandið eigi eftir að versna aftur áður en það tekur að batna.
Nú er komið annað hljóði í strokkinn hjá Glitni og fólk hjá Glitni orðið svartsýnna. Spáð er gengisvísitölu upp á 158 í árslok, sem er heilum 17% lægri vísitala en spáð var í lok maí! Þetta er umtalsverð breyting á ekki lengri tíma, sem sýnir að menn hafa raunar ekki hugmynd um hvernig hlutirnir munu þróast. Og á meðan ríkisstjórn og Seðlabankinn gera ekkert til að styðja við gengi krónunnar, þá er alveg öruggt að engum öðrum dettur það í hug. Ég væri hins vegar til í að taka hátt erlent lán á næstu dögum, ef einhver er til í að veita mér það.
Spá lítilli styrkingu krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er rétt, núna er líklegast tíminn til að taka erlent lán.
Það verður að taka yfirlýsingum greiningardeildanna með miklum fyrirvara. T.d. spáði Glitnir því í upphafi árs að úrvalsvísitalan myndi hækka um 40% á árinu. Síðan þá hefur gengið fallið um 25%
Karma (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.