Leita í fréttum mbl.is

Hversu oft hefur mátt horfa upp á krónuna veikjast verulega í lok dags?

Ég hef tekið eftir því ansi oft að gengið hefur styrkst fyrri hluta dags, en síðan snýst allt í öfuga átt síðasta klukkutímann fyrir lokun markaðar.  Ég hef svo sem ekki gert neina greiningu á þessu og hugsanlega tek ég bara eftir því þegar færslan er í "vitlausa átt" miðað við það sem ég hef verið að vonast eftir.  Kannski er minni mitt bara svona valkvætt og vill ekki kannast við breytinguna í hina áttina, þ.e. þegar gengið styrkist verulega í lok viðskiptadags Woundering

Í dag styrktist krónan um allt að 1,2%, en hékk mest allan tímann í kringum 0,5% (miðað við stundargengi Glitnis).  Síðan gerist eitthvað og hún lækkaði um 1,5% á 20 mínútum eða svo rétt um 1 klst. fyrir lokun markaðar. Hreyfingarnar voru mjög svipaðar í gær, þó ekki jafn skarpar.  Hvað gerðist þessa tvo daga sem verður þess valdandi að sveiflurnar eru andhverfar?  Kemur einhver til vinnu milli 2 og 3 sem hefur svona áhrif eða er þetta sá tími þegar tilkynningar eru gefnar út?


mbl.is Krónan veiktist um 0,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkjamarkaður opnar klukkan 13:30, þá eiga hreyfingarnar það til að aukast.

Lara (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Lara, telur þú það vera skýringuna á því að krónan hækkar meðan markaðir þar eru lokaðir, en lækkar stuttu eftir að þeir eru opnaðir.  Það þýðir að einhver vestanhafs hefur mikinn áhuga á íslensku krónunni, ekki satt?  Það væri gaman að kanna þetta betur næstu daga.

Marinó G. Njálsson, 17.7.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband