Leita í fréttum mbl.is

Áhrif lánakreppunnar á sjóðsstjóra

Ég var að fá í tölvupósti skýrslu sem tekin var saman af KPMG um áhrif lánakreppunnar (credit crisis) á sjóðsstjóra fjárfestingasjóða (fund managers).  Skýrslan er unnum upp út svörum 333 stjórnenda frá 57 löndum, m.a. Íslandi, og viðtölum við 16 forstjóra.  Hún er því talin gefa nokkuð góða mynd af því hvað stjórnendur telja vera afleiðingar lánakreppunnar á fjárfestingar og fjárfestingasjóði.  Svarendur voru alls staðar af úr heiminum, þó flestir eða 31% séu frá Norður-Ameríku.  Þá voru 29% svarenda frá Vestur-Evrópu, 23% frá Asíu/Kyrrahafssvæðinu og 17% annars staðar frá.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru:

  • Fjárfestar hafa ekki lengur áhuga á að nota flókin tól við fjárfestingaákvarðanir
  • Sjóðsstjórar hafa glatað trausti vegna lánakreppunnar, þó ekki jafnmikið og bankageirinn
  • Menn hafa áhyggjur af skorti á hæfu og reyndu starfsfólki
  • Áhættustjórnun, matsaðferðir og stjórnskipulag er í uppnámi
  • Sjóðsstjórar þurfa, ef þeir ætla að ná árangri í framtíðinni, að huga betur að uppástungum viðskiptavinanna
Það væri fróðlegt að vita hvort þetta er það sem íslenskir fjárfestingasjóðir eru að upplifa þetta líka.  Ég hef svona pínulítið á tilfinningunni, eftir að hafa lesið skýrsluna, að menn telji ekki lengur nóg að sækja klára "krakka" beint úr skóla, heldur sé nauðsynlegt að hafa sjóaða einstaklinga sem geta beitt innsæi og þekkingu til viðbótar við flott tól.  Gegnsæi í ákvörðunartöku þarf að aukast á kostnað flókinna ákvörðunarlíkana, sbr. þau sem notuð voru til að hreinlega fela óásættanlega áhættu í tengslum við bandarísku undirmálslánin.

Annars er forvitnilegt að sjá, að fyrirtæki ætla á næstunni að efla áhættustjórnun (75%), rannsóknir (49%), rekstrar- og áhættuhlítingu (operational and risk compliance) (45%) og áreiðanleikaprófanir á sjóðum/tólum (due diligence on funds/instruments) (43%).  Svo er bara að sjá hvort þetta verði til þess að fyrirtæki styrkist og sjóðir aukist eða hvort eitthvað annað stjórni verðmæti sjóðanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband