3.6.2008 | 11:59
Sorgleg niðurstaða
Það er sorgleg niðurstaða, ef satt er, að björninn hafi verið felldur. Menn bera því við að hafa ekki viljað missa hann upp í þokuna. Eftir því sem best er vitað hefur björninn verið á svæði í langan tíma og ekki verið til neinna vandræða. Hverju hefði það skipt þó hann hefði fengið að hverfa í nokkra tíma til viðbótar? Eru menn svona hræddir við það óþekkta að eina leiðin er að útrýma því?
Ísbjörninn felldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 21
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 218
- Frá upphafi: 1679913
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 196
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
já, Látum ísbjörninn hverfa í þokuna. Ísbirnir er ein af fáum dýrum sem sjá menn sem mat og hika ekki við að ráðast á þá.
Það stendur í einhverri fréttinni að ísbjörninn hafi hlaupið að þeim sem voru að elta hann, svo þeir þurfa líklegast að hafa haldið sig í dágóðri fjarlægð frá honum til þess að hætta ekki sínum lífum í eitthvað kjaftæði.
Og á sama tíma og Lögreglan er að missa hann í þokuna þá eru allir hálfvitar í 2klst fjarlægð frá svæðinu á leiðinni þangað í þeirri von að sjá ísbjörn, já leyfum stórhættulegu dýri að labba um þar sem hellingur af fólki er að fara. Mjög gáfulegt, eða hvað?.
Hvernig væri að hugsa útí stóru myndina, og Ísbirnir eru ekki alþjóðlega friðaðir. Það eru 5 lönd sem eru með sáttmála um að veiða hann ekki í sporti og Ísland er ekki eitt af þeim löndum svo það eru engir sáttmálar sem komu í veg fyrir að við hefðum drepið hann um leið og löggan sá hann.
Jóhannes H (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:54
Jóhannes, niðurstaðan er sorgleg, þó hún hafi líklegast verið óhjákvæmileg miðað við aðstæður.
Marinó G. Njálsson, 3.6.2008 kl. 13:01
Sammála síðasta ræðumanni: Sorglegt en sennilega nauðsynlegt.
Landfari, 3.6.2008 kl. 13:19
Alldeilis óþarft.
Það er alveg pottétt aðferð við að lokka svangt dýr í nánast hvað sem er, gildru eða gerði.
Ef löggimenn hefði haft skynsemi til, að loka veginum (til varnar forvitnum vegfarendum, lífi þeirra og limum), hefði auðveldlega mátt lokka bangsa og koma honum í ró, með slæfandi lyfjum í ætinu.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 3.6.2008 kl. 13:46
Auðvitað hefði mátt svæfa dýrið eða slíkt. En reynslan frá Jan Mayen og fleiri svæðum er slíka að ef dýrið hefði gengið fram á manneskju hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.
Frekar vil ég sjá þessa fyrirsögn frekar en að Ísbjörn drap manneskju og þá hefði nú heyrst í einhverjum ef dýrinu hefði verið hlíft.
En kannski vekur þetta menn upp og það séu gerðar ráðstafanir til að hafa svæfingarlyf eða slíkt á svæðinu. Þetta er nú víst líklegasti staðurinn til að svona gerist.
Ingvar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:44
Það sem mestu skiptir núna er að læra af reynslunni. Hefði ekki mátt loka veginum og takmarka þannig umferð? Var það ekki þessi forvitni sem hrakkti dýrið í felur í þokunni? Þar sem engin viðbragðsáætlun var til staðar, þá klúðruðust hlutirnir líklega eitthvað.
Björninn var búinn að vera á landinu í einhvern tíma og við vitum ekkert hvað hann hafði aðhafst frá því að hann kom að landi. Við vitum heldur ekki hve lengi hann hafði verið, en mér fannst hann nú orðinn nokkuð horaður að sjá. A.m.k. sáust rifbeinin vel, þegar hann hreyfði sig. Út frá því má álykta að hann hafi verið fæðislaus í einhverjar vikur, ef ekki mánuði, uppi á heiðinni. Það verður því að teljast heppni og ótrúleg tilviljun að enginn hafi orðið á leið bjarnarins fyrr.
Hvað sem öðru líður, þá finnst mér sorglegt að menn hafi séð sig tilneydda að fella dýrið.
Marinó G. Njálsson, 3.6.2008 kl. 16:07
svona svipað og menn lærðu af því að hengja björninn í kringum '95.
breyttu lögunum um dráp á ísbjörnum, en gleymdu bara að fatta hvað á að gera í staðinn.
fínar leiðbeiningar um þetta hjá sýslumanninum á Svalbarða þar sem ég hef lent í þessum aðstæðum sem fararstjóri, og kemur reglulega upp á Grænlandi, þar sem ég bý.
íslendingar hafa einfaldlega ekki staðið sig í að læra af breyttum aðstæðum (sem voru forsendur fyrir lagabreytingunni síðast). þess vegna héldu væntanlega heimamenn að þetta væri það eina sem hægt væri að gera. slæm niðurstaða vegna sofandihátts í kerfinu.
Baldvin Kristjánsson, 3.6.2008 kl. 17:13
Þegar maður les fréttir af atburðarásinni, þá er eins og menn séu að lýsa ólíkum atburðum. Einn segir að björninn hafi verið á niðurleið, annar inn í land, sumir segja að menn hafi átt fótum fjör að launa og síðan segja myndir allt annað. Maður sem ákveður að ganga inn á akbraut, þar sem umferð er, á fótum fjör að launa. Hann sýnir líka heimskulega hegðun. Menn sem nálgast hættulegt rándýr of mikið geta átt von á því að þurfa að taka til fótanna. Hegðun þeirra ber vott um litla skynsemi og verður að túlkast sem ögrun. Það hefði líklegast verið hægt að hafa stjórn á vettvangi með einföldum þotulúðri eða gjallarhorni. Er ég nokkuð viss um að björninn hefði þá hrökklast í burtu. Ég get ekki gert að því, en mér finnst að skotgleði hafi ráðið för og ekkert annað. Það er ekki á hverjum degi sem menn komast í tæri við ísbjörn til að skjóta.
Marinó G. Njálsson, 3.6.2008 kl. 18:30
´
Marinó Varðandi lýsingarnar sem þú vísar til hér að ofan, þá verður þú að gera þér grein fyrir því að þú ert að hafa eftir Skagfirðingum í fyrsta stað og einnig Húnvetningum sem eru örlítið ljúfari í annan stað, en sögumenn miklir einnig. Langt er síðan Örlygsstaðabardagi átti sér stað, Flugumýrarbrenna, og drápin miklu við Mannskaðahól, svo aðeins sé minnst á nokkur atriði úr fortíðinni. Skagfirðingar eru snillingar í að gera úlfalda úr mýflugu, og.... mannstu eftir sögunni eftir Hans Christian Andersen um þrjár fjaðrir sem urðu að sjö dauðum hænum? Mér skilst að Örlygsstaðabardagi hafi nú bara verið nokkrar fjaðrir til að byrjameð.........ekkisins vitleysa er þetta í mér annars. Nú er ég hættur.
Kv. Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 3.6.2008 kl. 23:28
Sæll Björn bóndi. Ég geri mér grein fyrir að frásagnareiginleikinn er misjafn eftir því hvar menn eru fæddir og sérstaklega hefur mér sagt að Skagfirðingar séu miklir sagnamenn, þó þeim hafi alltaf líkað um þá hefur verið sagt eða ort. (Bólu-Hjálmar er gleggsta dæmið um það.) Meira um þetta í nýjasta innleggi mínu um málið, Er Skagfirðingum illa við sundkappa?
Marinó G. Njálsson, 4.6.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.