Leita í fréttum mbl.is

Er Skagfirðingum illa við sundkappa?

Á Sturlungaöld var síðast tekist verulega á í Skagafirði.  Voru þá menn vegnir á báða bóga og stærsta orrusta Íslandssögunnar fór fram við Örlygsstaði.  Skagfirðingar eru ákaflega stoltir af sögu sveitar sinnar, enda má segja að hvert strá í firðinum hafi sína sögu að segja.  En eitthvað hefur mönnum þótt vera langt síðan að víg í firðinum vakti aðdáun landsmanna og því lögðust menn í mikið stórvirki.  Fundu menn verðugan andstæðing í líki sundkappa mikils.  Hann hafði unnið sér það til sakar að synda óboðinn í land og leynast í héraði. 

Það verður að viðurkennast að margt er líkt með hinum nýja sundkappa og öðrum sem var á ferð í héraði fyrir tæpum 1000 árum, þ.e. Gretti Ásmundarsyni.  Þó verður að segja að sundkappi nútímans var fremri gömlu hetjunni í sundlistinni.  Sem fyrr þá hugnast Skagfirðingum lítt af köppum sem synda í land óboðnir.  Síðast var sótt að sundkappanum út í Drangey, en í þetta sinn upp í fjall.  Báðir voru búnir að leynast á sínum verustað í nokkurn tíma áður en sveitungar vissu af þeim.  Síðast vildu menn ekki þreyja þorrann og leyfa sundkappanum að vinna sig út úr vandræðunum (mig minnir að Grettir hafi átt nokkra mánuði eftir af útlegð sinni þegar hann var veginn) og er líkt farið nú.  Aðför var nauðsynleg og engu tauti um það komið.  Síðast hræddust menn sundkappann af því að hann öskraði á þá og aftur gerðist það í þetta sinn.  Vegna þess að bangsi teygði úr sér og líkaði ekki að menn nálguðust hann, þá var hann ægileg ógn sem varð að uppræta.  Hvorugur hafði gert neitt á nokkurs hlut eftir að þeir komu í dvalastað sinn og líkaði illa fjölmennið sem að þeim sótti.  Og samlíkingunni er ekki lokið, þar sem Grettir var svo sjúkur að hann gat varla staðið þegar lokaatlagan var gerð að honum og bangsa var lýst sem svo þreyttum og máttlitlum að hann þurfti að leggjast öðru hverju.  Loks voru það Skagfirðingar sem lögðu atgeira sína til sundkappanna að atbeinan skagfirskra valdsmanna.

Er nema von að spurt sé hvort Skagfirðingum sé illa við sundkappa. Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Af hverju skaustu manninn með haglabyssunni?

Af hverju?  Sástu ekki hvernig hann horfði á mig?  Svo labbaði hann í áttina til mín!  Hvað annað átti ég að gera?

(Takk annars fyrir góða, fyndna og upplýsandi grein.) 

Bólu Hjálmar kvað:

Víða til þess vott ég fann

þótt venjist oftar hinu

að Guð á margan gimstein þann

sem glóir í mannsorpinu.

Þarna var Bólu Hjálmar ekki að yrkja um Skagfirðinga, heldur utansveitarmenn sem höfðu (höbbðu) vikið að honum matarsendingu o.þ.h. 

Bless, Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 5.6.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 212
  • Frá upphafi: 1679907

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband