Leita í fréttum mbl.is

Kæra hefði engu breytt

Svona mál hafa áður komið upp og þeim hefur verið vísað frá.  Síðast kom svona mál upp hér á landi nýlega.  Markastaða á ljósaborði er til upplýsinga fyrir áhorfendur og aðra þá sem staddir eru á leikstað.  Vissulega er æskilegt að sú staða sé rétt samkvæmt skráningu ritara og dómara, en mistök verða og ekkert meira um það að segja.  Hafi dómarar skráð hjá sér mörkin, þá hefði það verið í þeirra verkahring að leiðrétta stöðuna, en mér skilst að eftir að hraðinn jókst í handboltanum, þá hafi það verið vonlaust fyrir dómara að skrá mörkin.  (Af sem áður var, þegar dómarar skráðu meira að segja númer leikmannsins sem skoraði.)

Til upplýsinga fyrir þá sem ekki vita, þá var ég landsdómari í handbolta frá 1978 til 1997 og sat nokkur ár í annars vegar dómaranefnd HSÍ og hins vegar mótanefnd HSÍ á 9. og 10. áratugnum.


mbl.is Svíar kvarta en kæra ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki eftirlitsdómari eða annars sem skráir leikskýrslu á meðan leik stendur?

Það er klárlega þörf á því ef svo er ekki.

En það er rétt hjá þér að stigatafla gildir aldrei formlega og mistök þar geta ekki verið kærð.

Karma (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ritari skráir leikinn og eftirlitsdómari á að fylgjast með því að það sé rétt gert.  Síðan er tímavörður, sem á að sjá um leiktímann og oftast sér hann um markatöfluna líka.  Eftirlitsdómarinn á líka að fylgjast með störfum tímavarðar og umgjörð leiksins.  Í nútíma leik, þar sem hvort lið skiptir um 2 - 3 leikmenn milli sóknar og varnar, mörk eru skoruð það ört að starfsmaður er varla búinn að átta sig á því hver skoraði mark, þegar næsta mark er skorað, og á sama tíma þarf að fylgjast með því að reglur um varamannabekk séu virtar, þá er nánast vonlaust að tveir starfsmenn komist yfir allt þegar hasarinn er mestur.

Hafa skal í huga að ekki er hægt að hafa eina umgjörð um þennan leik og aðra um minna mikilvæga leiki.  Vandamálið er að eftir því sem leikurinn er mikilvægari, þá er háttsettari einstaklingur settur sem eftirlitsmaður.  Og eftir því maðurinn er háttsettari eru minni líkur á að hann viðurkenni mistök.  Eyjólfur, það er því talsverðar líkur á að þó svo að Svíar hafi bent á mistökin í lok fyrri hálfleiks, þá hafi eftirlitsmaðurinn ekki verið tilbúinn til að viðurkenna að honum hafi orðið á í messunni.  Ég var á bæði í hlutverki ritara og tímavarðar á HM 95 og eftirlitsmennirnir sem ég fékk voru allt frá því að vera mjög færir yfir í það að vera á puntvakt.

Marinó G. Njálsson, 1.6.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Marinó.

Þetta er sama málsmeðferð og fengist í flestum hópíþróttum. Það er hins vegar dapur þegar svona umræða fer á stað, ef þessar kæruhugmyndir koma frá sænsku hanboltaforystunni eru þeir fyrst og fremst illa upplýstir. Ofast kemur svona bull hins vegar frá íþróttafréttariturum, en í þá sétt virðist oft veljast einstaklingar sem enga þekkingu eða innsýn hafa í iþróttir. Hafa það oftast sameiginlegt að vera uppfullir af sjálfum sér.

Sigurður Þorsteinsson, 1.6.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, það má lesa það í sænsku pressunni, að menn hafi sagt þetta í hita leiksins og þegar um hægðist, hafi menn áttað sig á því að þeir myndu ekkert græða á kæru.

En dryg timme efter matchens slut lämnades därför den skriftliga protesten in till Internationella handbollsförbundet.
- Vi måste markera när vi har blivit orättvist behandlade. Samtidigt måste vi vara realistiska – under alla mina år har jag aldrig varit med om att någon liknande protest har gått igenom, säger Arne Elovsson, ordförande i Svenska handbollsförbundet.

Þetta er úr Expressen

Marinó G. Njálsson, 1.6.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Ég hef oft starfað sem tímavörður eða ritari á handboltaleikjum í deildarkeppni og bikarkeppni og þá er það yfirleitt þannig að dómarar fara yfir ritaraskýrslu bæði í hálfleik og eftir leik.  Þannig að ef skýrsla ritara stemmir ekki við þau gögn sem dómarar hafa þá er það leiðrétt og hlutaðeigandi látnir vita.  Í þessu tilviki hefði verið fáránlegt að kæra þessi úrslit þar sem þarna er eftirlitsdómari viðstaddur og hann á að gera athugasemd ef eitthvað er að, hvort sem er inni á vellinum eða á ritaraborði.  Þarna gerir eftirlitsdómari greinilega ekki athugasemd þannig að það er ekkert til að byggja kæru á og ég sé heldur ekki hverju kæra hefði breytt.  Kanski því að Ísland hefði bara unnið með þriggja marka mun í stað fjögurra

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 1.6.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kristján, það er það sem ég segi.  Kæra hefði engu breytt.

Við skulum samt halda einu til haga.  Hér á landi hefur hlutverki eftirlitsmanns og eftirlitsdómara verið slegið saman í eitt, en á alþjóðaleikjum eru þetta tveir aðilar.  Hlutverk eftirlitsdómara er fyrst og fremst að fylgjast með dómurunum, en eftirlitsmanns að fylgjast með umgjörð leiksins og störfum ritara og tímavarðar. 

Marinó G. Njálsson, 1.6.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 173
  • Sl. sólarhring: 225
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1680736

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband