Leita í fréttum mbl.is

Glitnir: Svartsýni fyrir þetta ár, en bjartsýni fyrir það næsta

Það er ekki mikil bjartsýni ríkjandi hjá greiningardeild Glitnis fyrir þetta ár. Meðaltalsgengi (gengisvísitala) upp á 142 á þessu ári og lokagengi um 135.  Þetta þýðir vissulega nær 10% styrkingu krónunnar það sem eftir er árs.  En skoða verður þessar tölur með það í huga, að þrátt fyrir mikið fall krónunnar í mars, þá stendur meðalgengi ársins í 139,3 stigum.  Til þess að meðalgengi ársins nái 142, þá má búast við að gengisvísitalan haldist um eða yfir 145 talsvert fram á haustið og síðan komi snörp styrking krónunnar.  Að öðrum kosti sé ég ekki að bæði náist meðalgengi upp á 142 og lokagengi upp á 135.  Mér virðist því Glitnir spá því að gengisvísitala á bilinu 143 til 147 verði það sem við stöndum frammi fyrir alveg til nóvemberloka og það verði ekki fyrr en í desember sem gengið takist að styrkjast svo heitið getur.  Annar möguleiki er að ástandið eigi eftir að versna aftur áður en það tekur að batna

Mér finnst bjartsýnin umtalsverð hjá Glitni fyrir þróun gengis á næsta ári og ég vona innilega að sú spá gangi eftir.  Með meðaltalsgengi upp á 128 og byrjunartöluna 135, þá verður gengisvísitalan að haldast undir 128 langtímum saman.

Þá er bara að draga andann djúpt og vona að raunveruleikinn fyrir þetta ár verði betri en Glitnir les úr spilunum. 


mbl.is Glitnir: gengishækkun í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón V Viðarsson

Greiningadeildin veit nú lítið um það hvernig þróunin verður út í hinum stóra heimi. Fyrst þarf að sjá hvernig staðan verður þar áður en hægt er að fullyrða eitthvað um hvernig staðan verður hér á landi næstu 2 ár. Eina sem er alveg klárt er að atvinnuleysi mun aukast hér og það veður hörð lending. Það mun myndast ör sem aldrei mun gróa.

Jón V Viðarsson, 28.5.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég þekki ágæta konu sem sér meira en við hin.  Ég var einhvern tímann að "öfundast" út í hana um að það væri lítið að marka hana, hún sæi inn um dyrnar, en við hin stæðum í 10 metra fjarlægð og sæjum bara ljósið í gegnum skráargatið.  Hún svaraði um hæl í léttum tóni: "Nei, nei, nei, Marinó.  Ég stend bara nær skráargatinu og sé meira í gegnum það."

Ég held að þessu sé nokkuð líkt farið með greiningardeildirnar.  Þær þekkja framtíðina ekkert betur en við, en þar sem þær standa nær skráargatinu (hafa betri spáprik), þá er líklegt að meira vit sé í því sem frá þeim kemur, en okkur hinum.

Svona hagspá, eins og Glitnir birti í gær, er bara vangaveltur og líklegasta niðurstaða að gefnum þeim forsendum sem eru notaðar.  Bregðist forsendurnar, þá breytist niðurstaðan.  Spálíkanið getur aftur hagað sér rétt, að gefnum breyttum forsendum. 

Ég lærði ákvörðunarfræði í mínu sérnámi og þar lærðum við fljótt að góð ákvörðun tryggir ekki góða útkomu.  Hún bara eykur líkurnar á henni.  Þess vegna spila ég ekki í lottó, þar sem tölfræðilega séð er það slæm ákvörðun.

Marinó G. Njálsson, 29.5.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 1680811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband