Leita í fréttum mbl.is

"Það er ekki kreppa"

Þetta sagði Kristján Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum kvöldsins á Alþingi.  Rök Kristjáns voru að það væri móðgun að kalla það ástand sem núna er kreppu, þar sem í kreppunni miklu hefði fólk farið svangt að sofa og þúsundir manna hefðu ekki haft atvinnu.  Jæja, þá skulum við ekki heldur kalla uppgang síðustu ára sem góðæri, vegna þess að það kemst ekki með tærnar þar sem góðæri stríðsáranna var með hælana.  Önnur rök Kristjáns voru að eitthvert barn lýsti því sem kreppu að ekki væri hægt að kaupa flatskjá.  Heldur er það lítilmannlegt að fara með orð barns í ræðustóli á Alþingi, þegar menn eru að reyna að fela getuleysi sitt til að varna þrengingunum og hafa eingöngu getu og dug til að bregðast við löngu eftir að það skaðinn er skeður.  Staðreyndin er að ríkisstjórnin var tekin í bólinu, þar sem beita átti davíðsku aðferðinni að bíða ástandið af sér og vona að tíminn læknaði öll sár.

Ég segi nú bara, sem betur fer er ástandið ekki eins slæmt og í kreppunni miklu, en þær þrengingar sem mörg íslensk heimili eru að ganga í gegnum um þessar mundir og það högg sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir eru meiri en gengið hefur yfir íslenskt þjóðfélag í mjög langan tíma.  Verðbólgan 1983 var öðruvísi, þar sem hún var eingöngu bundin við Ísland.  Hvarf síldarinnar 1968 var líka öðruvísi, þar sem áhrif þess var staðbundið.  Það sem við stöndum frammi fyrir núna kann að verða byrjunin á miklu meira, en það getur líka verið að þetta skot sé gengið hjá.  Það kemur ekki í ljós fyrr en síðar.  Þar fyrir utan er það áfall sem fjármálakerfi heimsins hefur orðið fyrir, það versta sem riðið hefur yfir það frá því í kreppunni miklu. 

Fjármálaráðherra hélt því fram í dag, að ástæða vandans væri vandræðagangurinn með undirmálslánin í Bandaríkjunum.  Vá, þetta er eins og með apana þrjá:  Ég sé ekkert illt, ég heyri ekkert illt, ég mæli ekkert illt.  Árni, það hefur enginn annar gjaldmiðill í hinum vestræna heimi fallið eins illilega og íslenska krónan.  Það hefur ekkert land í hinum vestræna heimi fengið eins háðulega útreið hjá matsfyrirtækjum og Ísland.  Það hefur ekkert annað ríki veikt svo peningalegar undirstöður sínar eins heiftarlega og Ísland og boðið þannig upp á ótæpilega spákaupmennsku með gjaldmiðilinn og stærstu fyrirtæki þess.  Ekkert af þessu kemur undirmálslánunum nokkurn skapaðan hlut við.  Þetta var svo ámátlegt yfirklór hjá ráðherra að það lýsir best þeirri "ekki mér að kenna" afneitun sem ríkisstjórnin er í.  Það er greinilegt að ráðherrar hennar keppast við að sannfæra hver annan um að þetta sé allt útlendingum að kenna.  Vandinn er að mestu leiti heimatilbúinn og taka verður á honum heima fyrir með hagfræðilega viðurkenndum aðferðum.  Ríkisstjórnin græðir ekkert á því að stinga höfðinu í sandinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Marinó

Hressilegur að vanda. Efnahagsvandi okkar er e.t.v. fólginn í fjórum megin þáttum.

1. Alþjóðleg lánsfjárkreppa sem jú byrjaði með undirmálslánunum í Bandaríkjunum.

2. Hækkun matarverðs og olíuverðs sem er alþjóðlegt vandamál.

3. Slök efnahagsstjórnun sérstaklega síðastliðin tvö ár. Það er hárrétt hjá þér að það er frekar dapurt að ráðherrar hafi ekki manndóm til þess að viðurkenna mistök sín.

4. Íslenska krónan sem mjög margir telja að sé of veikur gjaldmiðill.

 Þegar efnahagsmálin eru skoðuð nú og það samdráttarskeið sem hafið er, er beinlínis verið að blekkja þegar a.m.k. þessir fjórir þættir eru ekki teknir inn í myndina. Við verðum að veita ráðamönnum aðhald, en við verðum líka að taka þessa þætti með í myndina þegar við gagnrýnum þá.

Sigurður Þorsteinsson, 28.5.2008 kl. 06:55

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, hækkun matarverð og olíuverðs myndi eitt og sér ekki valda neinum verulegum vanda, enda kemur í ljós að áhrif þessara þátta á vísitölu neysluverðs var ekki mikil í síðustu mælingu.  Helstu áhrifin sem ég hef séð er að síðustu tvo mánuði eða svo hefur dregið verulega úr umferð á Hafnarfjarðarvegi á morgnanna.

Það er rétt að undirmálslánakreppan er utan áhrifasviðs Seðlabanka og ríkisstjórnar, en Hafnarfjarðarbær sýndi nú fram á að hægt var að fá lán þó það væri kannski í af þeirri stærðargráðu sem ríkissjóður ætlar að fá heimild til að taka.  Undirmálskreppan sem slík er því ekki ástæða hruns krónunnar og að skuldatryggingarálag bankanna hafi verið himin hátt.  Ástæðurnar fyrir því standa okkur nær og má alfarið rekja til aðgerða eða aðgerðaleysis Seðlabanka Íslands (eins og ég hef rakið áður).

Marinó G. Njálsson, 28.5.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1680019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband