26.5.2008 | 09:55
Lægri verðbólga en efni stóðu til
Þrátt fyrir fyrirsögn fréttarinnar, þá eru þessar verðbólgutölur jákvæðar fréttir. Verðbólga milli mars og apríl mældist 3,41% en 1,37% milli apríl og maí. Það þýðir mun skarpari lækkun milli mánaða en venjulega hefur fylgt gengisfalli. Þrátt fyrir þetta er útlit fyrir að verðbólgan haldist á milli 12 og 13 af hundraði fram í september. Ástæðan er fyrst og fremst sú hvað hækkun vísitölu neysluverðs var mikil milli ágúst og september í fyrra. Eftir það hefst lækkunarferli, sem ætti að skila okkur í um 10% verðbólgu um áramót og innan við 4% verðbólgu í apríl á næsta ári. Þetta gæti þó gerst hraðar, ef lækkun fasteignaverðs verður mikil á næstu vikum eða mánuðum.
Það verður fróðlegt að sjá hvort þessar verðbólgutölur, sem ég ítreka að eru að mínu mati jákvæðar, verði til þess að gengið styrkist og lánamarkaðir opnist.
Mesta verðbólga í tæp 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 424
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó, gott að einhver sér góðu hliðarnar á verðbólgunni. Vonandi reynist þetta rétt hjá þér.
Lúðvík Júlíusson, 26.5.2008 kl. 10:35
Ég myndi nú telja það mjög jákvætt að verðbólga milli mánuða lækki um 2/3.
Marinó G. Njálsson, 26.5.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.