Leita í fréttum mbl.is

Spennan í ensku Coca-Cola deildinni mikil

Á sunnudaginn fer fram síðasta umferð í ensku Coca-Cola Football League Championship eða það sem við köllum almennt ensku 1. deildinni.  Fyrir þess síðustu umferð eru aðeins 9 lið af 24 liðum deildarinnar viss um að spila í deildinni á næsta keppnistímabili. (Auk þess hefur Swansea tryggt sér sæti með sigri í 2. deild og Derby er löngu fallið úr Úrvalsdeildinni.)  Nú 2 eru fallin, en örlög 9 annarra liða í 1. deild ráðast á sunnudaginn og síðan fara 4 lið í umspil um laust sæti í Úrvalsdeild. 

Spennan í deildinni á sér engar hliðstæður.  Þrjú lið, Stoke (78 stig, markamunur +14), WBA (78 stig +30) og Hull (75 stig +19), geta ennþá tryggt sér sjálfkrafa sæti í Úrvalsdeildinni og sigur í deildinni.  Raunar má segja að WBA, eða West Brasilian eins og þeir eru uppnefndir þessa dagana, hafi þegar tryggt sig upp, þar sem ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér annað af tveimur efstu sætum deildarinnar.  Baráttan stendur því á milli Stoke og Hull og þarf Stoke 1 stig til að tryggja sig upp eða að Hull takist ekki að vinna Ipswich.  Stoke á leik við Leicester og getur með sigri sent Leicester niður í 2. deild (ef Southampton fær stig úr sínum leik).  Það þætti Stokurum ekki leiðinlegt, þar sem síðast þegar liðið var á þröskuldi Úrvalsdeildar, þá var það einmitt Leicester sem vann þá í umspili og komst síðan upp með sigri á Wembley.  Auk þess eru þetta nágrannalið og því yrði hefndin ennþá sætari fyrir vikið.  Tapi Stoke aftur og Hull vinnur, þá hafa liðin sætaskipti og Hull fer upp og Stoke í umspil.  Sé ég ekki fyrir mér að Stoke fari upp í gegnum umspilið.

Keppnin um sæti í umspili um laust sæti í efstu deild er þannig að fyrir þessa síðustu umferð er aðeins eitt lið öruggt um að taka þátt í því, þ.e. Bristol City (71 stig).  Það er líka eins gott fyrir BC að vera búið að tryggja sig, þar sem liðið hefur aðeins náð í 5 stig úr síðustu 8 leikjum.  Síðan mun annað hvort Hull eða Stoke bætast við, en um þau tvö sæti sem þá eru eftir keppa 5 lið, þ.e. Watford (69 stig +6), Crystal Palace (68 stig +11), Wolves (67 stig +4), Ipswich (66 stig +8) og Sheff. Utd. (66 stig +6).  Öll eiga þau möguleika, en þrjú þau síðarnefndu verða þó að treysta á að Watford og CP misstígi sig til að eiga möguleika.  Og sá möguleiki er bara nokkuð góður, þar sem Watford virðist ekki geta unnið leik um þessar mundir og hefur aðeins náð í 1 stig úr síðustu fjórum leikjum.  Watford sækir Blackpool heim, en Blackpool þarf nauðsynlega 1 stig til að forða sér endanlega frá falli.  Crystal Palace er aftur eitt af bestu liðum deildarinnar um þessar mundir og ætti að vinna Burnley.  Ég spái því að í umspili verði Hull, BC, CP og Ipswich og CP fari upp.

Á botninum er spennan engu minni eftir að Southampton náði jafntefli við WBA á mánudaginn.  Tvö neðstu sætin eru ráðin, en fimm lið geta ennþá lent í þriðja neðsta sætinu, þ.e. Southampton (51 stig -17), Leicester (51 stig -3), Sheff Wed (52 stig -4), Coventry (53 stig -9) og Blackpool (53 stig -5).  Mestar líkur eru á því að annað hvort Southampton eða Leicester falli, þar sem þessi lið eiga bæði mjög erfiða leiki, en sigri Southampton sinn leik, þá þurfa hin liðin að ná hagstæðum úrslitum.  Falli Leicester, þá verður það í fyrsta skipti sem liðið spilar utan tveggja efstu deilda, en sem stendur er liðið eitt níu liða sem það á við um.  (Hin eru Arsenal, Chelsea, Everton, Liverpool, Manchester United, Newcastle, Tottenham og West Ham.)  Ég spái því að Southampton fari niður.

 Staðan fyrir síðustu umferð (Lið - leikir - stig - markamunur - skoruð mörk):

West Brom 45783186 
Stoke 45781469 
Hull 45751965 
Bristol City 4571-251 
Watford 4569661 
Crystal Palace 45681153 
Wolverhampton 4567452 
Ipswich 4566864 
Sheff Utd 4566654 
Plymouth 45641160 
Burnley 4562-260 
Charlton 4561259 
Cardiff 4561156 
QPR 4558-460 
Preston 4556-350 
Norwich 4555-748 
Barnsley 4555-1052 
Blackpool 4553-558 
Coventry 4553-951 
Sheff Wed 4552-450 
Leicester 4551-342 
Southampton 4551-1753 
Scunthorpe 4545-2343 
Colchester 4537-2459 

Leikir í síðustu umferð og mikilvægi þeirra:

Blackpool - Watford - hefur áhrif á umspil og fall, Blackpool þarf stig til að bjarga sér frá falli óháð öðrum úrslitum og Watford þarf sigur til að tryggja sig inn í umspil.  Blackpool ætti að sleppa við fall þó liðið tapi, þar sem liðið fellur eingöngu ef Southampton og Leicester vinna og Coventry og SW ná a.m.k. jafntefli.  Jafntefli gæti dugað Watford, en þá má Wolves ekki vinna of stórt eða CP bara ná jafntefli.

Bristol City - Preston - skiptir máli upp á heimaleikjaréttinn í umspili.  Sigur tryggir BC 4. sætið, en tap gæti þýtt 6. sæti.

Cardiff - Barnsley - hefur enga þýðingu

Charlton - Coventry - Coventry þarf stig til að bjarga sér frá falli óháð öðrum úrslitum, en hangir uppi þó liðið tapi ef önnur úrslit eru hagstæð

Crystal Palace - Burnley - skiptir máli fyrir umspil, þar sem CP þarf að jafna úrslit Wolves og ná a.m.k. einu stigi þó Wolves tapi, ef Ipswich eða SU vinna.

Ipswich - Hull - skiptir máli fyrir umspil og topp 2.  Ipswich þarf sigur til að eiga möguleika á umspili og teysta á hagstæð úrslit í leikjum Watford, CP og Wolves. Hull þarf sigur til að eiga möguleika á 2. sæti og treysta á að Stoke tapi.

QPR - WBA - hefur áhrif á það hver vinnur deildina.  WBA þarf að jafna úrslit Stoke til að vinna deildina.

Scunthorpe - Colchester - bæði liðin fallin, leikið upp á stoltið

Sheff Wed - Norwich - Sheff W þarf sigur til að bjarga sér endanlega frá falli eða treysta á hagstæð úrslit í leikjum Leicester og Southampton.

Southampton - Sheff Utd - Southampton þarf hagstæðari úrslitum en Leicester til að forða sér frá falli eða sigur á meðan Balckpool, Coventry eða Sheff W tapa.  Sheff U þarf sigur til að eiga möguleika á að komast í umspil og treysta á hagstæð úrslit í leikjum Watford, CP, Wolves og Ipswich.

Stoke - Leicester - Stoke þarf 1 stig til að tryggja sig upp.  Ef liðið nær hagstæðari úrslitum, stigalega, en WBA verður liðið deildarmeistari.  Leicester þarf að ná jafn mörgum stigum og Southampton eða jafntelfi á meðan Sheff W tapar.  Sigri Leicester er liðið sloppið.

Wolves - Plymouth - Wolves þarf sigur til að eiga möguleika á að komast í umspil og treysta á hagstæð úrslit í annað hvort leik Watford eða leik CP. 

Það er náttúrulega með ólíkindum að aðeins tveir leikir af 12 hafi enga þýðingu um tilfærslu á milli deilda á síðasta leikdegi.  Eða að aðeins tvö lið viti með vissu í hvaða sæti þau lenda í lokatöflunni, þegar þau ganga inn á völlinn á sunnudaginn.  En svona á deildarkeppnin að vera og ekki er verra að ýmislegt bendir til að keppni Úrvalsdeildarinnar verði álíka spennandi.

Nú leikur Stoke og Leicester verður sýndur beint á Sky Sport og er vonandi að Stöð 2 Sport sjái sér fært að sýna hann hér á landi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær samantekt.

Sá fyrirsögnina á forsíðu MBL.is - ánægður að það skuli vera fleiri áhugamenn um Championship deildina.

Hjörvar Hafliðason (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir það, Hjörvar.

Marinó G. Njálsson, 30.4.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband