Leita í fréttum mbl.is

Það verður spennandi að sjá hvernig menn leggja göng

Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn er meðfylgjandi frétt á visir.is.  Ég er nú alveg sannfærður um að menn ætla annað hvort að bora göngin eða sprengja þau, en ef búið er að finna upp nýja tækni þannig að hægt sé að leggja þau, þá er ég viss um að viðkomandi aðilar verða moldríkir.  Ætli menn hafi einhvern rörbút sem er lagður ofan á fjallið þar sem göngin eiga að koma og svo sekkur hann bara inn í bergið?

 

Vísir, 08. apr. 2008 16:31

Samið um lagningu Óshlíðarganga

mynd
Frá undirritun samninga í dag. MYND/Hafþór Gunnarsson

Skrifað var undir samning um lagningu Óshlíðarganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur í dag.

Samningurinn var gerður á milli Vegagerðarinnar annars vegar og Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors frá Sviss hins vegar en samið var við fyrirtækið að undangengnu útboði.

Framkvæmdir við göngin hefjast innan tíðar. Þau verða fimm kílómetra löng en auk þess verða byggðar tvær nýjar brýr og vegakaflar beggja vegna ganganna. Þegar til kemur verður einn hættulegasti vegarkafli á landinu úr sögunni. Þar fellur grjót iðulega á veginn, snjóflóð falla á hann að vetrarlagi og í stórviðrum gengur sjór stundum upp á veginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1680026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband