7.3.2008 | 14:04
Er verið að gera atlögu að krónunni?
Ég er búinn að vera að fylgjast með gengisvísitölunni í dag. Dagurinn byrjaði illa og um kl. 9:30 hafði vísitalan lækkað um 2,35% (samkvæmt stundargengi hjá Glitni). Klukkutíma síðar hafi hluti lækkunarinnar gengið og hún stóð í 1,75%. Um hádegisbil stóð lækkunin í um 2,5%, en klukkutíma síðar eða svo stóð hún aftur í 1,75%. Og nú kl. 13:41 hefur aftur sigið á ógæfuhliðina og lækkunin er orðin 2,61%. Þetta eru nokkuð ýktar breytingar á ekki lengri tíma og fær mann til að velta því fyrir sér hvort verið sé að gera atlögu að krónunni, þar sem ekkert hefur gerst undanfarna tvo daga sem skýrir 5% lækkun krónunnar. Það ætti frekar að vera í hina áttina, þar sem loðnukvóti hefur verið stækkaður og Kaupþing var að taka stórt lán á mun hægstæðari kjörum aðilar úti í heimi hafa sagt opinberlega að banki hafi átt að geta fengið. Ég fæ ekki betur séð en að spákaupmenn séu að leika sér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó.
Ég er á sömu skoðun og þú. Hef einnig verið að fylgjast með þessu. Þetta eru mjög ýktar og harðar sveiflur.
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 7.3.2008 kl. 14:32
já...hef líka fylgst með. Ætli verðbólgan fari nú ekki úr böndunum?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 14:34
Alveg örugglega, Anna, og þá getur Davíð ekki lækkað vextina vegna verðbólgu og svo þegar verðbólgan er gengin niður verður hann að hækka þá til að sporna við þennslu
Marinó G. Njálsson, 7.3.2008 kl. 14:43
þetta er vítahringur Ég er alveg á því að Ísland átti að hefja viðræður um ESB aðild á undan Austur Evrópuþjóðunum og værum við þá ekki í þessum djúpa skít!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:01
Það er víst ástæða fyrir þessu, eitthvað með að gera swappkjör þeirra sem eru í þessum jöklabréfum hafa víst versnað um 30% frá því á föstudaginn. Menn nokkuð staðfastir á því núna innan bankageirans að krónan sé að fara í 150 á næstu vikum.
stefán (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:22
Síðustu mínútur er hækkunin svo búin að sveiflast milli 1,6 og 1,79%!!
Marinó G. Njálsson, 7.3.2008 kl. 15:27
Svo ef það er hvorki fyrirsjáanleg þensla eða verðbólga þá er ekki hægt að lækka stýrivextina vegna ótryggs ástands.
Ég held að Dabbi sé kominn með brúnt í brækur hefur enga stjórn á vindganginum
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:14
Davíð er skítsama...ef ekki hefði hann upplýst sína þjóð betur fyrir löngu síðan. Hann hefur alltaf verið í aðstöðu til að vita betur!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:34
ég hef ákveðna kenningu, sem tengist jöklabréfunum svokölluðu - sumir sem hafa fengið góðan arð af þeim eru teknir að ókyrrast, vegna yfirvofandi umræðu um vaxtalækkun, sem myndi leiða til gengissigs, sem myndi aftur rýra hagnað þeirra. Þeir éru því byrjaðir að baktryggja sig - selja krónur núna fyrir evrur - taka neikvæða stöðu í krónunni meðan þeir sitja á bréfunum. Þeir geta þá tryggt sig gegn gengisfalli krónunnar á þeim tíma, en vandamálið er það að þessi trygging stuðlar sjálf að sigi krónunnar, vegna aukins framboðs á krónum.
Sjáum til eftir helgi - ég býst við að gengissigið gangi að hluta til baka á mánudag/þriðjudag, því það er meira en efni standa í rauninni til.
HItt er síðan annað mál, að krónan er enn allt of hátt skráð. Evran ætti að vera á um 120 ef allt væri með felldu.
Púkinn, 7.3.2008 kl. 18:37
Púki, getur þú skýrt út af hverju þú heldur að krónan sé allt of hátt skráð og hvers vegna evran í 120? Ég myndi halda að gengisvísitala í á bilinu 122 - 125 væri rétt mat á krónunni, ef skoðuð er verðbólga hér á landi (án húsnæðisþáttar) og hún borin saman við verðbólgu í viðmiðunarlöndum. Það kemur nefnilega í ljós að verðbólga hér (án húsnæðisþáttar) er lægri á síðustu 10 árum en í ansi mörgum viðmiðunarlöndum og því hefði gengið ekki átt að lækka sem nokkru nemur gagnvart þessum sömu löndum. Vandamálið er að inn í verðbólgumælingar hér kemur húsnæðisþátturinn og hann hefur ýtt ansi mörgu öðru á undan sér og þar með eyðilagt allan samanburð. Þó má segja að það sé ekki óeðlilegt að krónan sigi að jafnaði um 0,5 - 1% á ári. Ef við tökum meðalgengisvísitöluna í mars 1998, þá var hún 113,39. Hækkum hana um 1% á ári, þá ætti hún að vera í kringum 125,25 núna sem væri þá eðlileg staða krónunnar. Mér finnst raunar 1% rýrnun vera full há tala, en ég hef í sjálfu sér ekkert vit á þessu.
Marinó G. Njálsson, 7.3.2008 kl. 18:56
stutta svarið er "gengdarlaus viðskiptahalli og viðvarandi eyðsla um efni fram", en rekstrarskilyrði fyrirtækja (sér í lagi í útflutningsgreinum) koma hér líka inn.
Púkinn, 7.3.2008 kl. 19:43
Það er sitthvað verðbólga og opinber verðbólga.
Hin raunverulega verðbólga felst í verðfalli peninga (skulda) gagnvart því sem hægt er að kaupa fyrir þá og stafar að sjálfsögðu af offramleiðslu peninga (skulda). Það er elementarí. Opinbera verðbólgan er hönnuð eftir pólitískum hagsmunum og veruleikafirringu þeirra sem heimta réttar mælingar á henni. Hagfræðingar sem klikkuðu á hagtölunum sem Stalín vantaði fóru í Síberíuvist eða voru skotnir sem vissulega sendi kollegum þeirra greinileg skilaboð. En það er farið fínna í hlutina nú á tímum og menn og stofnanir einfaldlega lagðir niður ef þeir kóa ekki með keisum í æðstu stöðum. Þannig læra menn af reynslunni. Það er fatalt að missa vinnuna og síðan verða mælingarnar sífellt vitlausari en þær geta ekki blekkt markaðinn til lengdar og höggið verður enn verra á endanum og núna kostar ein króna minna en eitt evrusent og er því komin í hóp skeinipappírsgjaldmiðla.
Baldur Fjölnisson, 7.3.2008 kl. 20:39
Ég tek undir með Marinó, gengisvísitalan er í jafnvægi um 150 til 120...ef miðað er viðsíðustu 25 ár! Er ekki að fatta hvers vegna þjóðinni allri á að refsa fyrir "gengdarlaus viðskiptahalli og viðvarandi eyðsla um efni fram"...eins og Púkinn réttilega orðar það!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:29
Hérna kemur svarið: viðskipti íslensku bankanna sín á milli og segja má að sömu krónurnar hafi þarna skipt um eigendur mörgum sinnum
Mbl.is í dag. http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/03/08/ahaettuflotti_grefur_undan_gengi_islensku_kronunnar/
Metvelta var á mjög sveiflukenndum gjaldeyrismarkaði í gær og hélt gengi krónunnar áfram að lækka.
Haft eftir Ingólfi Bender, forstöðumanni greiningardeildar Glitnis.
Ingólfur segir að hin mikla velta sem var á millibankamarkaði í gær hafi ekki komið til vegna þess að erlendir aðilar hafi verið að innleysa svokölluð krónubréf eða að losa sig við krónur í miklum mæli. „Þetta eru að mestu leyti viðskipti íslensku bankanna sín á milli og segja má að sömu krónurnar hafi þarna skipt um eigendur mörgum sinnum.“
karl sigurðsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:22
Sammála 'Oskari og þeirrar skoðunar að þetta ætti að vera refsivert það er allavega talið refsivert að hagnast á tölvu villu ´já bönkunum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.3.2008 kl. 15:04
Getur þetta kannski líka verið áætlun til að fá okkur til að henda kronunni ?
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.3.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.