Leita í fréttum mbl.is

Hagkerfið í niðursveiflu og Seðlabankinn bíður átektar

Það verður bara að viðurkennast að peningamálastjórnun Seðlabankans er ekki að virka.  Meðal þess sem ég lærði í hagfræði í háskóla var að aðhaldsaðgerðir eiga að hefjast áður en uppsveiflan er orðin of mikil og þennsluvekjandi aðgerðir áður en kreppir of mikið að.  Þetta er sú hagfræði sem seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu fylgja.  Seðlabankinn Íslands er ekki að fylgja þessari hagfræði, svo mikið er víst (nema að hann telji að núverandi ástand sé ekki alvarlegt).  Við höfum undanfarna mánuði verið að ganga í gegnum tímabil með skörpum samdrætti.  Tímabil þar sem háir stýrivextir veikja hagkerfið í staðinn fyrir að örva það.  Seðlabanki Bandaríkjanna brást við húsnæðislánakreppunni með því að lækka stýrivextina fyrirvaralaust.  Hér á landi gerist ekkert og raunar hækkuðu vextir óvænt eftir að bankakreppan svokallaða skall á.  Það á ekki að vera markmið Seðlabankans að dauðrota hagkerfið, þó hann vilji kæla það.  Samkvæmt hagfræðikenningunni sem ég bent á að ofan, þá hefðu stýrivextir átt að byrja að lækka í september nákvæmlega eins og þeir hefðu átt að hækka strax og áhættustuðull vegna fasteignalána var lækkaður hér um árið.  (Lækkun þessa áhættustuðuls, sem kennd er við Basel-II, tvöfaldaði útlánagetu banka til fasteignalána á einni nóttu.)


mbl.is Segir stýrivaxtalækkun nauðsynlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1680026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband