26.1.2008 | 13:05
Eru svarthol upphaf og endir alheimsins?
Sífellt eru að finnast fleiri og stærri svarthol í alheiminum með hjálp öflugra stjörnusjónauka. Þetta nýjasta sem hefur verið uppgötvað virðist vera svo stórt og öflugt að heilu sólkerfin eru gleypt í einu lagi. Önnur svvarthol eru talin vera í miðju stjörnuþoka og enn önnur á fleygiferð um himingeiminn.
Nýlegar kenningar (frá 2002) um upphaf alheimsins byggja á því að alheimurinn sé í stöðugri hringrás þess að þenjast út eftir mikla sprengingu (Stóra Hvell) og þess að dragast saman sem getur verið afleiðing þess að efnið sé að sogast inn í risa stórt svarthol. Það sé svo þetta svarthol sem springi að lokum og valdi hvelli á við Stóra Hvelli. Hver hringur í hringrásinni taki tug milljarða ára, t.d. er talið að minnst 13,7 milljarðar ára séu síðan núverandi alheimur varð til í sprengingu.
Það er gaman að segja frá því að elstu þekktu hugmyndir um tilvist alheimsins ganga út á svipaða hugmynd. Þær eru frá Hindúum eru hafðar eftir Brahmanda í Rig-Veda hinni fornu bók Hindúa. Þar segir að alheimurinn sé geimegg (cosmic egg) sem er í sífelldri hringrás sem felur í sér að þenjast út og falla saman. Heimurinn er uppruninn í samþjöppuðum punkti sem kallaður er Bindu. Kannski er Bindu bara svarthol sem springur.
Gríðarstórt svarthol fundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 1680023
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Skemmtileg samantekt Marínó. Kenningin sem þú vísar til er líklega Brane theory. Hún er áhugaverð en engin sönnunargögn hafa fundist henni til stuðnings. Etv koma þau einhverntíma fram
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 26.1.2008 kl. 15:23
Það hafa ekki komið neinar "sannanir" fyrir nokkrum kenningum um upphaf alheimsins, þannig að þessi er ekkert verra stödd en aðrar. Við erum eingöngu að skoða vísbendingar, ályktanir og kenningar. Kenningin um Stóra hvell var, t.d., úthrópuð af vísindamönnum fyrir nokkrum áratugum. Vandamálið með vangaveltur um "upphaf" alheimsins, er að enginn þeirra svarar þeirri spurningu hvað var til áður og hvað kom öllu af stað. Byrjaði allt með engu eða byrjaði það með einhverju? Ef það byrjaði á engu: hvernig varð ekkert að einhverju? Ef það byrjaði á einhverju: hvernig varð þetta eitthvað til?
Marinó G. Njálsson, 26.1.2008 kl. 16:01
Ég hélt að nýjustu rannsóknir bendi til þess að alheimurinn muni þenjast út að eilifífu og síðan kólna en ekki dragast saman aftur og svo þenjast enn einu sinni út. Það er mjög margt. t.d. hinn svonefndi bakgrunnkliður" sem mælir með miklahvelli. Hann er ekki bara kenning "eins og hver önnur". Hann er mjög nærri því að vera sannaður. Í heimsfræðinni er Það svo ekki neitt vandamál hvað var áður. Hún fæst ekki um það heldur bara eftir að "eitthvað" varð til, efnið sjálft og alheimurinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 21:19
Já, Sigurður, var það ekki þannig að þetta svokallaða "Dark Matter", væri að draga alheiminn í sundur á meðan þyngdaraflið væri að draga hann saman. Að lokum vann Dark Matter baráttuna og það útskýra þeir með því að allstaðar í alheiminum er jafn mikið af Dark Matter, þ.e. það er sama magn í hverjum einasta rúmfermetra af Dark Matter sama hvar þú mælir. Fyrst að það er svo þá vitum við að það er ekki nokkur staður sem að er ekki með neitt Dark Matter og þá getum við útilokað það að þyngdaraflið nái nokkurn tíman yfirhöndum.
Þetta las ég í Lifandi Vísindi tímariti sem kom út snemma á árinu 2007, það var nú eiginlega bók. Einhver samantekt á því allra helsta sem gerðist á árinu 2006. Það getur vel verið að ég hafi misskilið þetta allt saman, en þetta las ég í þessari Lifandi Vísindi bók.
Já, ég man ekki alveg hvað þeir kölluðu Dark Matter.. Myrkt efni, Myrk orka ... það var eitthvað þannig.
Birkir Helgi Stefánsson, 26.1.2008 kl. 23:06
Rétt Marínó. Þú tekur etv eftir því að ég nota orðið "sönnunargagn" en ekki sönnun. Með því á ég við vísindalegan rökstuðning. Það sem ég átti við er að Brane theory er utan þessara marka sem Miklahvellskenningin setur. Það eru ákaflega sterk rök með Miklahvelli en lengra er heimsfræðin ekki komin.
Birkir: Þú ert að tala um Dark Energy eða Hulduorku. Hún veldur hinum sívaxandi útþensluhraða.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 27.1.2008 kl. 19:54
Það er þetta með sönnunargögnin. Vísindamenn eru að gera tilraun til að skýra út upplýsingar/vísbendingar sem þeir telja sig hafa fundið (það sem þú nefnir vísindalegan rökstuðning). Ég er ekki að segja að eitthvað af þessum upplýsingum/vísbendingum séu ekki raunverulegt, en þetta þarf ekki að þýða það sem þeir halda. Við höfum fullt af slíkum tilfellum í vísindasögunni. það breytir samt ekki því að menn eiga að halda áfram að rýna í upplýsingar og draga ályktanir af þeim.
Marinó G. Njálsson, 27.1.2008 kl. 22:34
Hjartanlega sammála!
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 29.1.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.