24.1.2008 | 10:12
Ótrúlegt að þetta sé hægt
Verðbréfamiðlari franska bankans Societe Generale svíkur út 4,9 milljarða evra með röð viðskipta sem áttu sér stað á síðasta ári og fyrstu dögum þessa. Maðurinn, sem var áður einn af yfirmönnum bankans, kemst framhjá öryggisráðstöfunum vegna þess að hann þekkti leiðirnar. Samkvæmt fréttum eru svikin talin sýna að ekki er allt sem sýnist í franska bankakerfinu.
Orðrómur er á kreiki um að bankinn hafi ekki haft sérstaka deild sem sér um áhættustýringu, sem verður að teljast gáleysi af hæstu gráðu ef satt reynist. Aðrir segja að bankinn sé að reyna að breiða yfir mikið tap á bandarískum húsnæðislánum, en samhliða tilkynningu um svikin tilkynnti bankinn að hann hefði tapað rúmum 2 milljörðum evra á undirmálslánum.
Ef satt reynist, munu svikin hafa mikil áhrif á franska banka og jafnvel víðar. Hlutabréf í SocGen höfðu þegar lækkað um 50% það sem af var ári, en viðskiptum með þau voru stöðvuð við opnum markaða í morgun. Áhrifana gæti gætt hér á landi, þar sem íslenskir bankar eru með starfsemi eða dótturfélög í Frakklandi og svona lagað á það til að smita út frá sér.
Viðbót:
Samkvæmt frétt France 24, þá er verðbréfamiðlarinn týndur. Þetta mun vera karlmaður á fertugsaldri sem hafði innan við 100.000 evrur í árslaun. Hann mun hafa starfað einn og verið að veðja á framtíðarsamninga. Ekki er talið að hann hafi sjálfur hagnast á viðskiptunum, þannig að hugsanlega er hér fyrst og fremst um gengistap að ræða en ekki svik í þeim skilningi. Vandamálið var að færslurnar voru faldar fyrir innra eftirliti með flóknum aðferðum, þannig að hvorki innri eftirlit né yfirmenn mannsins áttuðu sig á því sem var að gerast. Þessir aðilar hafa víst allir misst störf sín.
Fyrir nokkrum vikum var hinn alræmdi Nick Leeson hér á landi. Honum tókst að setja Beringsbanka á hausinn með sínum viðskiptum sem fóru að hluta til fram með samþykki yfirmanna hans. Leeson tókst að tapa rúmlega GBP 860 milljónum sem er eitthvað um 1,2 milljaðrar evra eða um fjórðungur af því sem þeim franska hefur tekist að tapa.
Þó tapið sé mikið, þá er fjárhagsstaða SocGen traust og eignir hans voru metnar á 467 milljarða evra í júní sl., sem hefur líklegast lækkað eitthvað í kreppu síðustu mánuða.
Viðbót 2:
Samkvæmt nýjustu upplýsingum var verðbréfamiðlarinn 31 árs tölvuséní, Jerome Kerviel. Menn eru ennþá að furða sig á því hvernig einn miðlari geti haft svo mikið umleikis að honum takist án aðstoðar að tapa 5 milljörðum evra á nokkrum mánuðum. Starfsmenn bankans um allan heim velta því fyrir sér hvort SocGen verði að öðru Arthur Andersen, en endurskoðunarfyrirtækið sem varð uppvíst að því að eyðileggja sönnunargögn í Enron-málinu um árið liðaðist í sundur og hætti starfsemi. (Er nú til undir nafninu Protiviti.) Menn velta því fyrir sér hvort orðspor bankans hafi beðið slíkan hnekki að viðskiptavinir snúi sér annað. Hafa verður í huga að peningarnir sem Kerviel tapaði nema um 16% af markaðsvirði bankans miðað við gengi í gær.
Nánari skoðun á málinu hefur leitt í ljós villu í upplýsingakerfi bankans, sem opnaði Kerviel leið framhjá öryggisventlum kerfisins. Vegna þessarar villu tókst Kerviel að blekkja fimm kerfi sem ætluð eru til áhættustýringar og hefðu hvert um sig átt að koma í veg fyrir það sem hann gerði. Margir óttast að þetta atvik geri það að verkum að menn muni vantreysta sjálfvirkum áhættustýringarforritum. Sérstaklega þar sem margir bankar eru að nota sömu forritin. Vissulega hafi Kerviel notið góðs af því að hafa verið hluti af bakvinnsluumhverfi SocGen, en það eigi við um marga starfsmenn annarra banka.
Áhrifin af þessu máli eiga líklegast eftir að verða víðtæk. Fyrsta spurning er hvort SocGen lifi af. Þegar eru farnar af stað vangaveltur um hvort BNP eða einhver annar stór evrópskur banki mun hreinlega yfirtaka bankann. Franska stjórnin er í mun að bankinn lifi þessar hremmingar af vegna þess að menn óttast keðjuverkandi áhrif. Næsta spurning er hvort fleiri svona mál eigi eftir að poppa upp á næstu vikum. Eins og áður hefur verið bent á eru margir bankar að nota sömu áhættustýringarforritin og hugsanlega hafa fleiri fundið þessar holur. Þriðja spurningin er hvaða áhrif mun þetta hafa á regluumhverfi fjármálafyrirtækja. Undanfarin ár höfum við séð mikið regluverk (Sarbanes-Oxley) rísa upp í framhaldi af WorldCom og Enron málunum og gjörbreytingu á 8. fyrirtækjatilskipun Evrópusambandsins. Mjög líklega mun franska fjármálaeftirlitið herða til muna ýmsar reglur og það mun örugglega smitast út. Fjórða spurningin er hvort þetta mál muni auka á fjármálakreppuna í heiminum eða hvort þetta verði til þess að menn nái að beina athyglinni frá undirmálslánunum og þess vegna létta á kreppunni. Ný vandamál eiga það oft til að stela athyglinni. Að minnsta kosti varð þetta mál til þess að tap SocGen vegna undirmálslánanna hvarf í skuggann.
Viðskipti stöðvuð með SocGen vegna fjársvika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Nick Leeson sagði að hann hefði aldrei geta gert það sem hann gerði án samþykkis sinna yfirmanna. Ég held að sagan eigi eftir það sama í ljós núna.
Marinó G. Njálsson, 24.1.2008 kl. 16:32
Þarna átti náttúrulega að standa: Ég held að sagan eigi eftir að leiða það sama í ljós núna.
Marinó G. Njálsson, 24.1.2008 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.