Leita í fréttum mbl.is

Þjófagengi að tæma hús í Kópavogi!

Innbrotafaraldur virðist vera í gangi í Kópavogi.  Gengið er skipulega á hús í vissum hverfum og þau tæmd af auðseljanlegum verðmætum.  Lögreglan telur sig vita að litháísk glæpagengi séu að verki, en er ráðþrota.  Ferðir heimilisfólks eru kortlagðar og lagt til atlögu þegar vitað er að enginn er heima.  Þau hús sem óhætt er að fara inn í eru aðgreind frá hinum sem eru með öryggiskerfum.  Það kemur þó ekki í veg fyrir að brotist sé inn í hús með öryggiskerfum, heldur geta þjófarnir verið nákvæmari í leit sinni þar sem ekki eru öryggiskerfi.  Þýfið er síðan flutt úr landi í gámum.

Lögreglan er, eins og áður sagði, ráðþrota vegna þessara innbrota.  Undirmönnun er helsta vandamálið.  Einhverjir segja að jafnmargir lögregluþjónar séu við störf á höfuðborgarsvæðinu núna og fyrir meira en 30 árum.  Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Það er slæmt að þurfa að vakta húsið sitt allan daginn til að verjast þessari ógn.  Mjög margir eru með öryggiskerfi í húsunum sínum, en þau virðast ekki duga. Lögreglan telur að nágrannavakt sé besta vörnin við þessu og hvetur fólk til að bregðast við, ef það heyrir þjófavarnarkerfi fara í gang.  Ekki sé nóg að bíða eftir að lögregla eða öryggisverðir mæti á staðinn, þar sem það geta liði a.m.k. 5 - 10 mínútur áður en það gerist og á þeim tíma er hægt að gera ýmislegt.

Það mætti samt ætla að í ekki stærra þjóðfélagi væri hægt að einangra þessa aðila sem stunda þessi innbrot.  Það væri hægt að útbúa kort af þeim svæðum, þar helst er brotist inn og auka vakt á þeim.  Það er t.d. ekki eins og Hjallarnir í Kópavogi séu það flóknir.  Þetta er það svæði sem er einna auðveldast að loka af fyrir bílaumferð með í megin atriðum einni langri götu og þremur hliðar götum út úr hverfinu.  Ekki fara menn fótgangandi með þýfið.  Einhvers staðar þurfa þessir menn að meðhöndla góssið, fá gáma til sína, fá annan varning til sín til að fela góssið.

Það sem vekur líka furðu mína í þessu máli, er að vitað er að þýfið fer út í gámum.  Af hverju er ekki hægt að stoppa gámana?  Er ábyrgð flutningafyrirtækjanna enginn? Ef gámarnir eru stoppaðir, hverfur ávinningurinn.  Er það virkilega ódýrara fyrir tryggingarfélögin að greiða skaðann, en fyrir þjóðfélagið að stoppa þessa aumingja.  Ef ég ætti að stjórna aðgerðum í þessu máli, myndi ég setja fókusinn á að finna hvar góssið er sett í gámana og skoða alla gáma sem ekki koma frá traustum útflytjendum.  Það þýðir að virkja þarf tollinn og auka ábyrgð flutningafyrirtækjanna.  Ég er alveg viss um að starfsfólk þess veit hvaða útflytjendur eru grunsamlegir.  Sérstaklega þarf að skoða gáma sem eiga að fara til móttakenda á svæðum sem þekkt eru fyrir verslun með góss.

Hugsanlega eru menn að gera allt til að uppræta þetta, en það virðist ekki vera nóg.  Þessi innbrotaalda nálgast heimili mitt hægt og rólega og þætti mér gott að búið væri að stoppa hana áður en við verðum fórnarlömb hennar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan D Kjartansson

 Það á að senad alla þessa þjófa og fjölskildur þeirra ef þær eru hér á landi, beint í fót og hadjárn beinustu leið í jeilið í þeirra heimalandi

Kjartan D Kjartansson, 18.1.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fá sér Schaferhund og láta hann ,,passa húsið" þetta hef ég gert og átt í kaupbæti yndisegar stundir með hvuttunum.

Ásta Dóra getur svo aðstoðað fólk með uppeldið ef það vefst fyrir þeim.

Galleryið hjá henni í Mosfellsdalnum er einstakt.

Semsagt, Hund af stærri gerðinni til að taka á móti þessum rumpulýð.

Annars kortleggja þessir aumingjar líka hvar hundur er í húsi fyrir.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.1.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband