Leita í fréttum mbl.is

7 mánuðir fyrir grófa líkamsárás!

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvað maðurinn hefði fengið langan dóm, ef hann hefði ekki brotið skilorð.  Héraðsdómur dæmir hann í 15 mánuði, þar af eru 11 mánuðir vegna brota á skilorði.  Hæstiréttur lengir dóminn í 18 mánuði.  Það má því í reynd segja að aðeins 4 mánuðir hjá héraðsdómi og 7 mánuðir hjá Hæstarétti séu vegna hinnar grófur og hrottafengnu árásar.  Þetta er minna en menn fá fyrir smávægileg auðgunarbrot.

Það getur vel verið að blessaður maðurinn hafi tekið sig á og hann á skilið hrós fyrir það, en það var tilviljun ein sem réð því að hann varð fórnarlambinu ekki að bana.  Ef það hefði gerst hefði maðurinn fengið mun lengri dóm.  Er verið að koma þeim skilaboðum út í samfélagið, m.a. til handrukkara, að það sé allt í lagi að ganga gróflega í skrokk á fólki meðan að fórnarlambið heldur lífi.  Þetta er allt of stuttur dómur sama hvernig á það er litið.


mbl.is Dómur vegna líkamsárásar þyngdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Jónsson

Þetta er hárrétt hjá þér Marinó.

Ég hef margoft ósjálfrátt velt því fyrir mér hvort íslenskir dómarar hafi stærðfræðiþekkingu og málskilning á við 4 ára krakka.
Þeir virðast engan vegin ráða við að lesa út úr lögunum sem þeir eiga að dæma eftir, svo mikið er víst.

Stefán Jónsson, 18.1.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 19
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 190
  • Frá upphafi: 1678912

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband