18.12.2007 | 16:49
Evrópudómstóllinn dæmir sænskum verkalýðsfélögum í óhag
Það var frétt á BBC World áðan þar sem fram kom að Evrópudómstóllinn hefði dæmt erlendu fyrirtæki með starfsemi í Svíþjóð í hag í máli sænskra verklýðsfélaga gegn fyrirtækinu. Sænsku verkalýðsfélögin héldu því fram að sænskir kjarasamningar giltu fyrir starfsmenn fyrirtækisins, en fyrirtækið hélt því fram að þar sem engin lög um lágmarkslaun væru í Svíþjóð, þá væri ekki lagagrundvöllur fyrir því að sænskir samningar giltu fyrir fyrirtækið. Dómstóllinn dæmdi því fyrirtækinu í hag og getur það því gert launasamninga við starfsfók, sem eru með lægri taxta en gildandi kjarasamningar.
Það verður fróðlegt að fá nákvæmari fréttir af þessum úrskurði, þar sem nokkuð öruggt er að hann hafi fordæmisgildi fyrir Ísland, ef skilningur minn á fréttinni er réttur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er ekki rétt ályktun af niðurstöðu Evrópudómstólsins. Samkvæmt lögum hér á landi hafa kjarasamningar almennt gilti sem svo er kallað skv. lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks. Af þeim lögum leiðir að erlendum verktakafyrirtækjum sem hér starfa tímabundið ber skilyrðislaust að fara að íslenskum kjarasamningum og lögum á vinnumarkaði. Þau eru í raun í sömu stöðu og innlend vertakafyrirtæki. Þessi meginregla er síðan nánar útfærð í lögum nr. 45/2007. Á þessu sviði sem öðrum eru hins vegar alltaf ákveðin vandamál tengd framkvæmd og eftirfylgni. Sjá nánar frétt á heimasíðu Alþýðusambands Íslands www.asi.is. Í Svíþjóð er þegar farin af stað umræða um setja lög um almennt gildi kjarasamninga í byggingariðnaði til að koma í veg fyrir að mál sem þessi endurtaki sig þar í landi.
Ingvar Sv. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 20:51
Dómstóllinn byggði úrskurð sinn á því að í sænskum lögum (alveg eins og íslenskum) eru engin ákvæði um lágmarkslaun, þá gætu verkalýðsfélögin ekki þvingað fyrirtækið sem á í hlut til að borga þau lágmarkslaun sem ákveðin hafa verið á atvinnusvæðinu.
Marinó G. Njálsson, 18.12.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.