Leita í fréttum mbl.is

Við skulum varast að hreykja okkur hátt

Umhverfisvísitala þýsku umhverfissamtakanna Germanwatch fyrir árið 2008 hefur verið kynnt í Bali.  Þar er Ísland í 3. sæti og hefur hækkað sig einhver ósköp á milli ára, úr 14. sæti í fyrra.  Sé farið tvö ár aftur í tímann, þá kemur í ljós að Ísland hefur fallið um tvö sæti.  Samanburður á milli ára virðist ekki mögulegur, því það er eins og gögn um Ísland hafi breyst mjög mikið á tímabilinu.  Meira en svo að þeim sé hreinlega hægt að treysta.  Þannig er gildi Íslands fyrir 2006 0,65, fyrir 2007 0,31 og fyrir 2008 er gildið 62,5. 

Við nánari skoðun kemur í ljós að gildin eru stillt af þannig að fyrir 2008 er lægst hægtt að fá 0 og hæst 100.  Einkunn upp á 62,5 þætti nú ekkert sérstök í skóla og því gefur þessi staða enga ástæðu til að hreykja sér hátt.  Einnig er munurinn á milli ára óútskýrður, þ.e. hvernig stendur á því að gildin sveiflast jafnmikið og raun ber vitni.  (Gefum okkur að 62,5 jafngildi 0,62 á fyrri skala.)  En niðurstaðan er að Ísland fær lélega aðra einkunn og er það ekkert til að monta sig af, þó að setji okkur ofarlega meðal þjóða heims.  Okkar metnaður hlýtur að vera meiri en svo að þetta skor dugi okkur.

 


mbl.is Ísland í fremstu röð í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband