13.11.2007 | 20:33
Í minningu Silla
Hún móðir mín hringdi í mig áðan og sagði mér að hann Silli á Húsavík væri dáinn. Hann lést í morgun á sjúkrahúsinu á Húsavík.
Sigurður Pétur Björnsson fæddist 1. nóvember 1917 og varð þar með 90 ára fyrir bara nokkrum dögum. Ég er búinn að þekkja hann alla mína ævi eða eigum við að segja að hann hafi þekkt mig frá fæðingu. Það var alltaf gaman, þegar hann kom í heimsókn, enda maðurinn kominn langt að eða alla leið frá Húsavík. Það var ekki að ósekju að sagt er að fjarlægðin geri fjöllin blá og langt til Húsavíkur, eins og ég sá einhvern tímann málað á gamlan Volswagen rúgbrauð.
Ég man eftir ferðum til Húsavíkur til að heimsækja Silla frá þeim tíma er ég var ennþá það lítill að ég sofnaði auðveldlega í stuttum bíltúr. Í einum slíkum ókum við eftir Garðarsbrautinni í norður og áleiðis út úr bænum. Ég sofnaði vært og vaknaði svo þegar við ókum aftur inn í bæinn. Ég man alveg hvað það var skrítið að til væri annar bær alveg eins og bærinn hans Silla. Ferðirnar urðu ekki margar á þessum árum, enda ekki jafn auðvelt með ferðalög eins og síðar. Þó var hægt að taka áætlunarflug til Húsavíkur á þessum tímum, sem er talsvert meira en hægt er að segja í dag.
Ég kynntist ekki Silla almennilega fyrr en ég gerðist dagmaður í vél á olíuskipum Skipadeildar Sambandsins á unglingsárunum og síðar þegar ég tók út skyldur mínar sem farandsölumaður fjölskyldufyrirtækisins. Á 8 ára tímabili heimsótti ég hann a.m.k. tvisvar á sumri og fékk oftar en ekki að halla höfði í einu af herbergjunum fyrir ofan Landsbankann. Í íbúðinni hans Silla áttum við margar góðar stundir við spjall. Hann saumaði út, hvort það var stóll eða klukkustrengur, og við ræddum um heima og geima. Einu sinni fékk ég meira að segja að aka um í bílnum hans góða, sem hann síðar gaf Þjóðminjasafninu. Spjall okkar fór um víðan völl, en alltaf hafði það viðkomu í kvennamálum. Hann vildi vita allt um mig og í staðinn þá fékk ég að vita eitt og annað um hann. Hann afsakaði sig (í gríni) með að konan væri ekki heima, hún væri væntanleg eða hefði rétt skroppið frá. En hann þurfti ekkert að afsaka sig með, því hann var höfðingi heim að sækja. "Maddi Gunni, má ekki bjóða þér kex?" "Maddi Gunni, viltu mjólk?" og svo voru veitingarnar sóttar og bornar á borð.
Ég man sérstaklega eftir tveimur skiptum, þegar ég heimsótti hann. Fyrra skiptið var á Sjómannadaginn árið 1978. Kom upp á 4. júní, ef mig brestur ekki minni. Ég var á Litlafellinu og sem dagmaður í vél mátti ég ekki vinna þennan dag. Við vorum á Sauðárkróki og áttum að fara þaðan til Húsavíkur. Mér datt í hug að gaman væri að fara á puttanum til Húsavíkur í staðinn fyrir að hanga yfir engu um borð í skipinu. Ég fékk faraleyfi og hoppaði frá borði. Innan við fjórum tímum síðar hringdi ég á bjöllunni hjá Silla. Hann var að sjálfsögðu hissa á að sjá smyrjarann á tröppunum hjá sér en tók mér fagnandi. Höfðum við báðir félagsskap hvor af öðrum á góðri Sjómannadagshátíð. Hitt skiptið var 18. ágúst 1986. Þetta var á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Horfðum við á alla hátíðardagskránna í sjónvarpsholinu hans, meira að segja flugeldasýninguna í lokin.
Öll þessi skipti sem ég kom til hans brást það ekki, að hann þurfti að fara út á elliheimili að lesa fyrir gamla fólkið. Skipti það engu máli, þó hann hafi sjálfur verið komin á eftirlaun. Þessi óþreytandi elja hans var einkennandi fyrir hann, hvort heldur í starfi sínu hjá Landsbanka Íslands, fyrir Völsunga, sem fréttaritari Morgunblaðsins eða við skráningu leiða í kirkjugörðum. En nú er komið að hvíldartíma manns sem hefur nýtt tíma sinn vel.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Marinó Gunnar Njálsson
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 14.12.2007 kl. 13:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Silli var góður maður og reyndist mörgum mjög vel á ævi sinni. Ekki síst gladdi hann einmitt eldra fólkið með lestri sínum og spili á orgel. Amma mín lá í 20 ár á sjúkrahúsinu á Húsavík og voru hennar mest spennandi kvöld eða dagar þegar Silli kom til þeirra. Hann reyndis Húsavík og Húsvíkingum vel og á allar heiður skilinn. Blessuð sé minning hans.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 20:51
Maddi minn í gegnum systur mína Dr. Ingobjörgu Söru og bróður þinn Helga (my favorite) söknum við sárt Silla bankastóra) Maðurinn var þér greinilega kær en mér fjarlægur.
Guð geymi Silla , sem við öll héldum að væri ódauðlegur...Hann stjórnaði lífinu úti á land.
kær kveðja,
Jónína Ben
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:15
Jónína mín, Silla var fyrst og fremst góður maður sem var tengdur fjölskyldunni og ég á mér bara jákvæðar minningar af honum. Hann var eins og uppáhalds frændi sem var ekki hægt annað en að líka vel við.
Marinó G. Njálsson, 13.11.2007 kl. 21:26
Ég veit aðeins eitt að ef Silli væri einn af áhrifamönnum í íslenska bankakerfinu þá væri þjóðin ekki skuldug. Í eina skiptið sem ég kom til hans að biðja um víxil þá spurði hann mig: Hvar er maðurinn þinn? Hann var mér eins og Jónínu fjarlægur en hann var merkilegur maður og án hans hefði Húsavík varla verið jafn litrík og svipmikil og hún var þegar ég bjó þar.
María Kristjánsdóttir, 14.11.2007 kl. 09:48
Silla gleymir enginn maður sem hefur kynnst honum.
Mín kynni af Silla voru þegar ég fór með honum afa mínum (Kalla í Dvergasteini) gangandi niður í bæ og hann þurfti aðeins að koma við í bankanum og hitta hann Silla. Örfá andartök í lífinu greypast einhvern veginn eins og ljósmynd inn í hugann og geymast. Í mínu tilfelli sé ég ljóslifandi fyrir mér bankaafgreiðsluna í Landsbankanum í Húsavík (ca. 1968) og Silla taka á móti afa mínum og mér. Gott ef hann gaf mér ekki brjóstsykur líka.
Karl Ólafsson, 21.11.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.