Leita í fréttum mbl.is

Menn verða að gæta hvers þeir óska

Ég man eftir því fyrir nokkuð mörgum árum, að þá var takmörkun á fjölda útlendinga sem máttu vera í liði í Evrópumótum félagsliða.  Þrír útlendingar máttu vera inni á vellinum í einu.  Mig minnir að það hafi gerst á dögum "stóra" Ron Atkinson sem framkvæmdarstjóra Manchester United, að búið var að stilla upp liði og skrifa leikskýrslu, þegar dómari leiksins benti honum vinsamlega á að hann mætti bara nota takmarkaðan fjölda útlendinga.  Stjórinn kváði, þar sem hann var með einn Íra og svo alla hina Breta.  Þá var honum bent á að allir utan Englands væru útlendingar.  Liverpool lenti í svipuðu og þurftu að grafa eftir leikmönnum ofan í varalið sitt til að geta stillt upp löglegu liði, enda skartaði liðið þá upp á leikmenn eins og Kenny Daglish, Graham Souness, Alan Hansen, Jan Mölby, Bruce Grobular til að nefna fáa.  Ég held að mönnum á Englandi hætti dálítið til að telja leikmenn frá Wales, Skotlandi og Norður-Írland gjaldgenga sem heimamenn í svona tilfellum.  Í frægum leik lenti þjálfari Stuttgart í því að skipta svona "útlendingi" inn á fyrir "leyfilegan" leikmann og í stutta stund voru fjórir "útlendingar" inni á vellinum.  Enginn tók eftir þessu nema hann, en hann benti UEFA á þetta og Stuttgart var dæmdur leikurinn tapaður 0:3.

Í leik ManU við Arsenal á laugardaginn stillti United upp fjórum Englendingum í byrjunarliði og einn var á bekknum.  Það er vissulega mun meira en Arsenal getur státað af, en SAF er vill greinilega með þessu koma höggi á Arsenal. Ef þessi regla hefði verið við líði undanfarin 5 ár eða svo, þá hefði Wenger örugglega haldið í Steve Sidwell, David Bentley, Matt Upson, Jereme Pennant og Steven Taylor bara til að nefna nokkra enska leikmenn sem voru á mála hjá Arsenal, en voru of óþolinmóðir til að bíða eftir að röðin kæmi að þeim. 

Svo er spurningin hvort þessi regla hefur áhrif á leikmenn sem fengið hafa evrópskt vegabréf, eftir að hafa spilað 3 ár á Spáni.  Eru þeir þá Spánverjar?  Svona reglu má ekki setja, nema menn skilji nákvæmlega hvað í henni felst og hvernig hún er útfærð.

Ég held að þessi regla, ef hún verður tekin upp, eigi eftir að reynast okkur Íslendingum dýrkeypt.  Verði hún að veruleika munu möguleikar íslenskra leikmanna á að spila með erlendum félagsliðum takmarkast verulega.  Þeir munu vissulega geta æft með liðunum, en aðeins þeir allra bestu munu fá tækifæri til að spila eða hlutskipti þeirra verður að spila í lakari deildum eða með lakari liðum.  Hugsanlega mun þetta verða til þess að íslenska deildin mun styrkjast, en landslið okkar mun veikjast.  Ég skora því á KSÍ að beita sér gegn þessum hugmyndum FIFA og UEFA. 


mbl.is Ferguson samþykkur kvóta á erlenda leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

5 leikmenn er stór tala að mér finnst. 3 leikmenn er betri hugmynd.

En hey, það er eitt sem ég skil ekki við þig og aðra sem hafa eitthvað að segja um orð Sir Alex. Þið viljið endalaust meina að að allt sem hann segir sé 'sálfræði' eða tilraun til að koma 'höggi' á andstæðinginn. Það útaf fyrir sig er ótrúlegt finnst mér. Því eins og margir aðrir bretar er Sir Alex stoltur af uppruna sínum og er hann dyggur stuðningsaðili breskrar knattspyrnu. Er ekki líklegra að hann sé í raun og veru bara að styðja styrkingu breskrar knattspyrnu og auka möguleika breskra framyfir aðra útlenda leikmenn. Eða finnst þér það 'sálfræði'? Hann var í ummælum sínum aðeins að tala um staðreyndir og stöðu mála. Liverpool og Arsenal (sérstaklega) tefla ekki nægum Englendingum í liðum sínum. Það er náttúrulega hræðilegt þegar að lið frá Englandi inniheldur enga breska leikmenn í stórleik í ensku knattspyrnunni. Svona hlutir gerast vegna reglu og agaleysis í reglubók enska knattspyrnusambandsins.

Sem dæmi má nefna viðtal við Sir Alex fyrir leik Arsenal og Manchester United um síðustu helgi. Þar hælir hann ungu liði Arsenal, en í staðin fyrir að taka því sem hrósi í góðum anda, fussa Arsenal menn og segja að hann sé að reyna að taka Arsenal-menn úr jafnvægi.

Vanþakklæti? Vanmat? Jafnvel grófur infeldningsháttur?

Aftur segir Sir Alex það sem öllum finnst, Arsenal eru góðir, ungir og ferskir... staðreynd.

Samt virðast allir mótmæla.

Hilmir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hilmir, það var SAF sjálfur sem hnýtti í Arsenal, þó það hafi ekki komið fram í frétt mbl.is, þannig að ég gerði ekkert annað en að draga það atriði fram. 

Það sem ég er fyrst og fremst að vekja athygli á gagnvart breskum knattspyrnumönnum, er að þeir eru ýmist enskir, skoskir, norður-írskir eða Walesverjar.  Eingöngu Englendingar teljast innfæddir í ensku deildarkeppninni.  Vissulega eru til leikmenn sem gætu leikið með fleiru en einu landsliði vegna reglu FIFA um þjóðerni afa og ömmu viðkomandi, en hafi leikmaðurinn valið að spila með einhverju landsliði, þá telst hann samkvæmt reglum FIFA af því þjóðerni.

Það sem mér finnst vanta í hugmyndir FIFA/UEFA er að leikmenn geti unnið sér stöðu innfædds eftir tiltekinn fjölda leiktímabila í viðkomandi landi.  Þetta er gert á Spáni.  Einnig að einstaklingar sem ganga til liðs við félag fyrir 18 ára aldur teljist innfæddir.  Þetta er t.d. til að gera leikmönnum, sem hafa flutt búferlum sem fjölskyldu sinni milli landa, kleift að teljast innfæddir í sínu nýja heimalandi, þó svo að vegabréfið segi eitthvað annað. 

Marinó G. Njálsson, 6.11.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband