Leita í fréttum mbl.is

Flugvöllur í Fljótavík

Hún er einkennileg fréttin á visir.is um flugvöll í Fljótavik í ljósi þess að þar hafa verið tvær flugbrautir í fjölda mörg ár.  Það getur svo sem verið að gera eigi eitthvað meira en það sem sumarbústaðaeigendur í Fljótavík hafa þegar gert.  Þegar ég var þar með gönguhóp, sem ég tilheyri, í rúma 2 daga í fyrrasumar voru a.m.k. daglegar flugsamgöngur þar og gátu menn valið um það að lenda á austur-vestur brautinni eða norður-suður brautinni.

 

Vilja flugvöll á Hornstrandir

mynd
Á Hornströndum

Umhverfisráð Ísafjarðar hefur nú til skoðunar hugmynd um að gera flugvöll í Fljótavík á Hornströndum. Fram kom á fundi umhverfiráðs á miðvikudag að erindi hefði borist frá Hjalta J. Guðmundssyni forstöðumanni hjá Umhverfisstofnun sem vísaði í greinargerð varðandi flugöryggi í Fljótavík og hugsanlega lagningu flugbrautar. Sagði Hjalti að leita þyrfti leyfis Umhverfisstofnunar til framkvæmda í friðlandinu auk þess sem fyrir þyrfti að liggja samþykki sveitarfélags og landeigenda. Málinu var vísað til vinnuhóps aðalskipulags norðan Djúps. - gar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta rétt hjá mér ?

Guðmundur Karlsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Strandir eru paradís á jörð. 

Verð að segja ykkur sögu.... Sumarið 2004 átti ég leið í gegnum Fljótavík á göngu með hóp.  Það vildi svo til að einmitt þegar við áttum leið þarna um var að hefjast brúðkaup í þeim fjölskyldum sem eiga hús í víkinni.  Trússarinn okkar var hluti af þeirri fjölskyldu og tilkynnti okkur að söngkonan í brúðkaupinu hefði forfallast og spurði hvort það væri eitthvað lagvisst fólk í okkar hópi sem gæti tekið lagið við athöfnina. 

Svo ótrúlega vildi til að í hópnum voru hvorki meira né minna en tvær sprenglærðar söngkonur sem tóku áskoruninni.  Þær sungu því í brúðkaupinu og annar úr hópnum okkar spilaði brúðarmarsinn á harmonikku þegar brúðurinn mætti á svæðið í glæsilegum hvítum brúðarkjól úti í móa í sólinni.

Í staðinn fengum við dýrindis silung úr vatninu áður en við héldum í hann gangandi yfir í Aðalvík eins og ekkert hefði í skorist.

Hugsið ykkur, þið eruð að halda brúðkaup í Fljótavík á Ströndum.  Hverjar eru líkurnar að á nákvæmlega sama tíma eigi leið fram hjá tvær söngkonur og harmonikkuleikari?  Þetta var stórkostlegt krydd við frábæra ferð.  Það getur allt gerst á Ströndum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.10.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, já, þetta er rétt hjá þér.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Nah, það er kannski orðum aukið að tala um"austur-vestur" og "norður-suður" brautir í þessu samhengi.  Við heimamenn tölum um að lenda niðri í ós, eða yfir í Tungu.  Svo er einstaka sinnum lent í fjörunni.  En bara þegar allt annað er ófært.  En ég tek undir með Sigurði, " það getur allt gerst á Ströndum".

Sigríður Jósefsdóttir, 27.10.2007 kl. 19:01

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigríður, ég tók nú bara svona til orða, en stefna þessara brauta er samt nokkurn veginn þannig.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2007 kl. 16:07

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæll Marinó, það er greinilegt að ég nota sumarbústaðinn minn ekki nógu mikið.  Þær brautir sem ég vísaði til (yfir í Tungu, og niðri í ós) hafa nánast alveg sömu stefnu.  En síðan ég heimsótti fæðingarslóðir föður míns síðast, þá hafa mínir ágætu frændur þjappað tvær brautir á túninu hans langafa.  Aðra norður-suður, og hina austur-vestur.  Með kveðju, Sigríður Jósefsdóttir, Vernharðssonar á Brekku í Fljótavík.

Sigríður Jósefsdóttir, 28.10.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband