12.9.2007 | 18:16
Nick Leeson og Baringsbanki
Það er sagt um Nick Leeson, að hann sé einni maðurinn sem hafi skrifað tékka sem bankinn átti ekki innistæðu fyrir. Á ensku er sagt: Nick Leeson is the only man to have written a check and the bank bounced.
Það er athyglisvert viðtalið við hann í Markaði Fréttablaðsins í dag. Hann hefur svo sem lýst þessu á prenti áður, að það hafi verið innra eftirlit bankans sem klikkaði. Hann hefði aldrei geta gert það sem hann gerði, ef ekki hefði verið fyrir samþykki yfirmanna sinna og það að þeir voru að fara á svig við lögin. Það er þess vegna sem innra eftirlit verður að vera óháð function innan fyrirtækja. Og ytri endurskoðendur verða líka að vera óháðir fyrirtækjum. Atvik, eins og Baringsbanka málið, Enron, World Com, Parmalat og mörg önnur eru dæmi um það þegar innri og ytri endurskoðendur eru ýmist blekktir eða fengnir til að taka þátt í svindlinu. Afleiðingin er aukið regluverk á borð við Sarbanes-Oxley, fyrirtækjalaga tilskipanir Evrópubandsins og fjölbreytileg tilmæli fjármálaeftirlita um allan heim. Síðan kvarta menn yfir eftirlitsiðnaðinum og segja hann vera að drepa allt. Við megum ekki gleyma, að ef hægt væri að treysta öllum til að haga sér í samræmi við almenna siðferðisvitund, þá væri þetta ekkert mál. Eftirlitsiðnaðurinn er afleiðing af siðferðisbrestum svipuðum þeim sem Nick Leeson varð uppvís af.
Ég viðurkenni það alveg fúslega sem sérfræðingur í upplýsingaöryggismálum, að ef mér og mínum kollegum hefði tekist betur í gegnum tíðina að selja fyrirtækjum hugmyndina um þörf fyrir og nytsemi öryggisráðstafana, þá væri ekki eins mikil þörf fyrir eftirlitsstofnanir að setja alls konar reglur og kvaðir um ráðstafanir. Innra eftirlit og öryggisskipulag virkar mun betur, þegar fyrirtæki átta sig á nytsemi þessara starfsþátta, í staðinn fyrir að líta á þetta sem íþyngjandi kvöð. Raunar sýna gögn frá OMX (norrænu kauphöllinni) að þau fyrirtæki sem best hafa staðið sig í innleiðingu góðra stjórnarhátta eru að standa sig markvert betur á markaði, en þau sem verst standa í innleiðingu góðra stjórnarhátta. Á rúmlega fjögurra ára tímabili frá 2001 til 2005 jókst markaðsvirði fyrrnefnda hópsins um 32% umfram aukningu markaðsvirði síðarnefnda hópsins. Fyrir fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands er þetta spurning um hundruðir ef ekki yfir þúsund milljarða.
Meginflokkur: Upplýsingaöryggi | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 14.12.2007 kl. 13:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1680016
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.