Leita í fréttum mbl.is

Samtals ekki samfellt

Stundum breytir eitt orð innihaldi verulega.  Í fréttinni, sem verið er að þýða hér, segir:

TIGER WOODS has held the World Number One position for a total of 456 weeks and has extended his lead over Jim Furyk, the World Number Two, to 13.41 average points.

Þetta er þýtt:

Tiger Woods frá Bandaríkjunum er sem fyrr í efsta sæti heimslistans í golfi sem var uppfærður í dag en Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans í 456 vikur samfellt og er hann langt á undan Jim Furyk sem er annar á heimslistanum.

Þarna hefur þýðandanum orðið á smá skissa.  Það er rétt að Tiger Woods hefur verið lengi efstur á heimslistanum í golfi, en Vijay Singh ýtti Tiger af toppnum 5. september 2004 og hélt efsta sætinu þar til Tiger komst aftur á toppinn 12. júní 2005.  Tiger Woods er því búinn að vera á toppnum samfellt í 112 vikur en hafði áður verið mest 253 vikur samfellt á toppnum, sem er náttúrulega frábær árangur. 

Þess má geta að Tiger komst fyrst í efsta sæti Golf World Ranking listans árið 15. júní 1997, þ.e. viku 24 árið 1997 og hefur því verið í efsta sæti í 456 vikur af síðustu 527. Met sem varla verður nokkurn tímann slegið.

 


mbl.is Woods hefur verið efstur á heimslistanum í 456 vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband