Leita í fréttum mbl.is

Þetta líður hjá

Það er líklegast aðeins eitt sem er öruggt í þessum heimi og það er að allt mun breytast.  Það ástand sem núna er á mörkuðunum mun liða hjá, alveg eins og það ástand sem var á mörkuðunum síðustu mánuði leið hjá.  Þeir einu sem tapa eru þeir sem neyðast til að selja og það er ekki einu sinni víst að þeir tapi, þar sem hagnaður þeirra verður hugsanlega langt umfram útlagðan kostnað.

Markaðir hafa áður stigið hátt til himins og síðan lækkað.  Fyrsta alvarlega dæmið um þetta var verðbréfahrunið á Wall Street sem leiddi til kreppunnar miklu.  Síðari tímadæmi eru mánudagurinn 19. október 1987, sem oft er nefndur Black Monday, en þann dag varð metlækkun á Dow Jones vísitölunni, þegar hún lækkaði um rúmlega 500 stig, sem á þeim tíma nam tæplega 20% lækkun.  Ef meðfylgjandi mynd er skoðuð þá séðst lækkunin sem hnykkur á miðri línunni.  interact-chartVið sjáum líka að það tók markaðinn ekki nema tvö ár að hrista af sér 20% fall.

Það sama á við um krónuna og verðbréfamarkaðinn.  Gríðarlegar hækkanir hafa verið upp á síðkastið og þær hafa liðið hjá.  Miklar lækkanir hafa orðið og nú eru þær að einhverju leiti að líða hjá.  Hlutirnir versna bara, ef menn panikera, eins og gerðist 19. október 1987, þegar fjöldi manna framdi sjálfsmorð. 

Íslenski markaðurinn hefur hrist af sér allar lækkanir hingað til og ég reikna með að þessi lækkunarhrina líði hjá. 


mbl.is Lækkun í Kauphöllinni orðin 3,35% í dag; langmest í Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eftir hrunið árið 1929 náði Dow Jones ekki nýjum sögulegum toppi fyrr en aldarfjórðungi seinna og þá er ekki reiknað með verðbólgu yfir tímabilið. Breiða bandar. vísitalan, S&P 500 er núna um 7% lægri en hún var árið 2000 og er þá heldur ekki reiknað með verðbólgu. Þannig að það getur tekið mjög langan tíma fyrir markaði og félög að klóra sig upp aftur eftir hrun.

Nasdaq stendur núna í helmingi þess sem hún náði árið 2000, Microsoft er 50% niður síðan þá, Cisco 60% niður, Intel 60% niður, Oracle og Sun rústir einar og svo framvegis. Það er fremur villandi að einblína aðeins á vísitölurnar þar sem vonlausum líkum er reglulega skipt út af þeim og lífvænlegri stokkar koma inn í staðinn.

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það sem öðru fremur hefur kýlt bandar. markaðinn upp síðustu árin er olía og hergagnaiðnaður. Hollywoodsjóið 11. sept. 2001 og tryllingslega örvæmntingarfull og botnlaus lygavella við að svíkja af stað Íraksstríðið ber að skoða í þessu ljósi. Það þarf nefnilega risavaxnar "geymdir" á móti skuldaframleiðslunni og stríð eru gríðarlega kostnaðarsöm og jafnframt afar gróðavænleg, amk. fyrir birgjana. 

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 16:41

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þið þekkið þetta konsept, geymdir, úr eðlisfræðinni. Orka eyðist ekki og hún verður heldur ekki að engu. Þetta er besíakllí 2 plús tveir er sama sem fjórir dæmi. Sem þýðir að þið þurfið uþb. að skilja Eðlisfræði 103 til að hafna Hollywoodævintýrinu um hrun tvíburaturnanna sálugu. En það er önnur saga en samt kannski ekki alveg. Það þarf alltaf réttlætingar og afsakanir og við þekkjum það úr okkar eigin lífi og það er endalaust notað bæði makró og míkró. Upplogin ævintýri eru heldur ekki beinlínis nútímaleg uppfinning. Hvað þá að sigla undir fölsku flaggi og reyna að sverta andstæðinginn. Þetta eru raunar elstu trixin í bókinni. 

En aftur að geymdunum. Efnahagskerfi nútímans byggist fyrst á skuldaframleiðslu. Vesturlönd geta engan veginn keppt við þrælaverksmiðjur Asíu. Þú vilt ekki vinna fyrir tíkall á tíamann. Þess vegna hefur framleiðsla flust austur þar. Á vesturlöndum hefur tekið við skuldaframleiðsla. Framleiðsla á skuldapappírum. Sem hafa blásið upp eignabólur og furðulegustu þjónustugreinar. Þú getur meira að segja borgað fyrir skyggnilýsingu vegna hundsins þíns sáluga og áruljósmyndanir og sogæðadælingar og jú neim itt. Þetta er sýndarveruleiki skuldaframleiðslunnar. Líkt og trúmál þola fjármál illa umræðu, þetta eru eins konar dularfullar launhelgar sem aðeins hinir innvígðu eiga að fjalla um - enda hvort tveggja byggt á blekkingum og sjónhverfingum og heilaþvotti sem byggist á nánast blindu trausti - confidence game

TRAUSTI - þetta þolir í raun ekki sjálfstæða hugsun og tjáningu og umræðu þátttakendanna frekar en hver annar keðjubréfafaraldur.  

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband