7.8.2007 | 17:26
Nú var gott að vinna á fartölvu
Það þarf ekki langt rafmangsleysi til að skemma mikla vinnu. Augnabliks rafmagnsleysið á höfuðborgarsvæðinu áðan varð þess valdandi að símalínur urðu rauðglóandi hjá mörgum tölvufyrirtækjum. ,,Netþjóninn hrundi. Hver ber ábyrgð?", spurðu margir sem hringdu til Tölvulistans, tjáði Ásgeir Bjarnason eigandi fyrirtækisins, þegar ég átti leið í nýju búðina hans í Hliðarsmára. Hann svaraði náttúrulega ,,Ekki við", sem er alveg rétt og einnig efast ég um að Landsnet bæti fjárhagslegan skaða.
Hvað ætli þessa bilun í Hvalfirði og keðjuverkunin, sem hún olli, kosti þjóðarbúið mikið? Þegar þessi orð eru skrifuð, hafa flestir fengið rafmagn aftur, en þó ekki allir. Flestir misstu rafmagnið í stutta stund, en einhverjir landshlutar voru án rafmagns í nokkurn tíma. Í besta falli blikkuðu ljós, en í versta falli hrundu tölvukerfi og símkerfi. Það hefur því þurft að endurræsa netþjóna og símkerfi, að maður tali nú ekki um einmenningstölvurnar sem fólk vinnur við um allt land. Í mörgum tilfellum þarf að kalla út þjónustuaðila til að koma öllu í gang aftur, meðan aðrir geta séð um þetta sjálfir. Þúsund kallarnir eru farnir að fjúka út um gluggana nokkuð víða. Svo er það eins og á Akranesi, þar sem ekki er búist við að símkerfið komist á fyrr en á morgun. Hér er hægt að mæla tjónið í tugum þúsunda. Bara þann hluta tjónsins, sem nær til þess að endurræsa tölvur og símkerfi, er örugglega hægt að meta í tugum milljóna, ef ekki meira. Þá er eftir að meta tapað vinnu, en hún felst í tvennu. Annars vegar er það vinnan sem fór í súginn, þegar rafmagnið fór, þ.e. óvistuð skjöl, hálfkláraðar færslur, o.s.frv. og hins vegar tíminn sem fór í að bíða meðan tölvur voru endurræstar, símkerfi fóru að virka o.s.frv. Fyrra atriðið getur vegið talsvert þungt, þó svo að mörg skrifstofukerfi, svo sem Microsoft Office kerfi, visti sjálfkrafa recovery-skrár, þá gildir það ekki alltaf. Neyðist maður til að skrifa textann upp á nýtt, þá er ekki víst að hann hafi verið eins góður og þessi sem glataðist. Síðara atriðið vegur oft þyngra, vegna þess að þá kemur að mannlega þættinum. Menn standa upp og fá sér kaffi eða fara að kjafta við næsta mann. Aðrir grípa tækifærið og skreppa út o.s.frv. Áhrifin af stuttri rafmagnstruflun, geta varað í talsvert langan tíma eftir að rafmagnið er komið á aftur, vegna þess að þetta var óundirbúin truflun. Það má því búast við því að þessi hluti tjónsins sé margfaldur á við það sem nefnt var áðan. Nú eru tölurnar alveg örugglega farnar að hlaupa á hundruðum milljóna króna.
Það getur vel verið að vinnan, sem glataðist, vegi ekki þungt miðað við annan tíma sem fer í súginn dags daglega, en þetta er samt tjón sem fyrirtækið þarf að sitja uppi með. En dragist það á langinn, að vinna fólks komist í eðlilegt horf, þá getur verið gott að snúa sér að því sem alltaf hefur setið á hakanum, þ.e. að taka til á skrifborðinu. Það getur líka verið gott að hafa undirbúna áætlun um hvernig eigi að bregðast við svona uppákomu. Hvað á að gera ef netþjóninn endurræsir sig ekki, símkerfið virkar ekki, o.s.frv. Gott er að meta hvort þörf er á að hafa rafbakhjarl (UPS) til að koma í veg fyrir að mikilvægur búnaður detti út. Sem betur fer eru mörg fyrirtæki með slíkan búnað, en hvað með hina? Margir, og ég þar á meðal, nota eingöngu fartölvur, en þær þola tækja best svona truflanir.
Að lokum vil ég nefna, að í maí og júní árið 2000 voru miklar truflanir á raforkukerfinu, sérstaklega suð-vestur horninu, þar sem spennusveiflur voru verulegar. Þá fór þrennt saman: Nesjavallarvirkjun var tekin í notkun, verið var að stækka járnblendiverksmiðjuna frekar en að verið var að gangsetja Norðurál og loks var verið að taka í notkun nýja kerskála í Straumsvík. Núna eru svipaðir hlutir í gangi, þ.e. verið er að taka í notkun álver Fjarðaráls, Fljótsdalsvirkjun verður gangsett fljótlega sem og Hellisheiðarvirkjun. Tvisvar á stuttum tíma hafa komið upp atvik, sem valdið hafa keðjuverkjun á raforkukerfið. Spurning er hvort búast megi við fleiri sambærilegum truflunum á næstu vikum og mánuðum? Hvað sem því líður, þá mæli ég með því að öll fyrirtæki skoði þær öryggisráðstafanir sem þau viðhafa til að koma í veg fyrir tjón vegna rafmagnstruflana og þær áætlanir sem þau hafa til að bregðast við slíkum uppákomum.
Truflun í spennustöð olli keðjuverkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Upplýsingaöryggi | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt 14.12.2007 kl. 13:57 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.