Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg mótsögn Danske Bank

Danske Bank virðist vera eitthvað í nöp við Ísland.  Í dag birta þeir viðvörun um að allt geti farið í kalda kol hér sem og í Tyrklandi, Ungverjalandi og Suður-Afríku.   Ef greiningarefni bankans er hins vegar skoðað, þá má þar finna nokkrar skýrslur/umsagnir um hina svo kölluðu ,,Emerging Markets" eða ,,nýmarkaði" án þess að fjallað sé um Ísland.  Bankinn hefur m.a. undanfarna tvo mánuði birt skýrslur sem hann kallar Emerging Market Briefer, þar sem fjallað er um horfur á nýmörkuðum. Svo furðulega vill til að hvorki í í skýrslunni fyrir júlí, sem kom út 2/7 og má finna hér, né í skýrslunni fyrir ágúst, sem kom í dag og má finna hér, er að finna stafkrók um Ísland.  Þannig að í almennri greiningarvinnu bankans um nýmarkaði, þá gefur hann ekki út álit sitt á Íslandi, en þegar vara þarf við versnandi horfum og hafa um það verulega neikvæð orð, þá er Ísland allt í einu þess virði að nefna.

Nú þegar þessi viðvörun bankans er lesin frekar, þá er talað um mikinn fjárlagahalla, en það á ekki við um Ísland.  Viðskiptahallinn er mikill, en fjárlög eru ekki bara í jafnvægi, heldur hafa tekjur ríkissjóðs reynst mun meiri en áætlað var.  Síðan er talað um fjármögnun fjárlagahalla sem vandamál og það geti valdið vanda.  Þar sem hallinn er lítill sem enginn, þá getur þetta varla verið vandamál.  Kannski er veriða að vísa í fjármögnun viðskiptabankanna, en íslensku bankarnir eru allir vel fjármagnaðir um þessar mundir og hafa verið að sýna verulega góða afkomu og sama á við um flest önnur íslensk útrásarfyrirtæki.  Loks tala Danir um að kauptækifæri séu ekki mörg.  Íslensk fyrirtæki hafa nú hingað til náð að hrista af sér slíka spádóma Dananna og vonandi gerist það aftur núna.  A.m.k. hafa einhverjar greiningardeildir verið að spá fyrir um 20% hækkun Kaupþings og afkoma Landsbanka og Glitnis er ekkert til að kvarta yfir.  Það stendur því ekki mikið eftir af viðvörun Dananna annað en að krónan gæti veikst, sem allir vita og reikna með.  Til hvers Ísland var haft þarna með veit ég ekki, en það er ekki af þeim ástæðum sem nefndar eru í skjalinu.

Það er alvarlegur hlutur þegar banki eins og Danske Bank kemur með órökstuddar ályktanir um stöðu efnahagsmála hér á landi.  Síðast tók það íslenska hagkerfið heilt ár að jafna sig eftir það sem ég vil kalla dylgjur Dananna.  Nú er spurningin hvort viðbrögð héðan komi skjótt eða hvort við látum þetta yfir okkur ganga.  


mbl.is Danske Bank varar við ástandi mála á nýmörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eins og áður þegar fjallað er um spádóma í efnahagsmálum og verðbréfaviðskiptum er allt leyfilegt. Hvorki ég né þú getum spáð fyrir um það hvort markaðir eru á uppleið eða niðurleið. Danske Bank getur þess vegna haft rétt fyrir sér eða rangt og verður aldrei gerður ábyrgur fyrir umræðunni sama á hvorn veginn fer.

Hið huglæga mat fjöldans á þróun mála ræður endanlega för og þá er þetta jafn ótryggt og það hvort fuglarnir sitji áfram á ströndinni eða fljúgi allir upp. Who's to tell? 

Haukur Nikulásson, 1.8.2007 kl. 23:50

2 identicon

Í reynd er talað um viðskiptahalla í þessari skýrslu, current account deficit, en ekki fjárlagahalla, fiscal deficit. Hér er ekki um að ræða einungis innflutning-útflutning, heldur þarf einnig að hafa í huga fjármagnstilfærslur til og frá landinu vegna vaxtagreiðslna o.fl. Það er alveg rétt hjá bankanum að hræðast mikinn viðskiptahalla, annað meikar varla sens, hvað þá af þeirri stærðargráðu sem hinn íslenski viðskiptahalli er í samhengi við stærð hagkerfisins. 

Óttaleg paranoia og samsæriskenning að halda að hér sé um að ræða öfund eða illsku dana gagnvart íslendingum, sjaldan heyrt jafnmikla vitleysu. Eina sem menn geta sagt til þess að réttlæta jafnmikinn viðskiptahalla, er að hér sé um að ræða lántökur einstaklinga sem séu 'rational', vitibornar skepnur, sem taki ekki áhættu með lántöku nema þá að sjá fram á nægilega ávöxtun sem réttlæti áhættuna. Semsagt að einstaklingarnir geti séð fram í tímann, líkt og nú er verið að skammast út í danska bankann fyrir að reyna að gera.

Andrés Fjeldsted (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Andrés, í frétt mbl.is var talað um fjárlagahalla og því tók ég það.  Viðskiptahallinn er vissulega mikill hérna, en má ekki að stóru leiti rekja hann annars vegar til framkvæmdanna fyrir austan og hins vegar til þess að gengi krónunnar er hátt.  Þetta er eins og endalaus útsala sé í gangi og því nota menn tækifærið og versla hagkvæmt!

Það sem stendur samt eftir, er að Danske Bank fjallar ekki um Ísland í skýrslum sínum um nýmarkaði og því stendur mótsögnin. 

Marinó G. Njálsson, 2.8.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Hagbarður

Mér finnst það sem kemur frá bankanum vera þörf ábending. Ættum að líta í eigin rann og velta því upp hvort einhver innistæða er fyrir þessu öllu og hversu styrkar stoðirnar eru. Hvort að krónan er ekki bara "speculative" mynt sem stýrist af aðgengi gjaldeyrirkaupenda að fjármagni erlendis (Carry Trade) frekar en innlendum áhrifaþáttum?

Hagbarður, 2.8.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband